Hyggst endurreisa hús sitt við Blesugróf á grunni brunarústanna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. ágúst 2023 06:40 Enn á eftir að rífa það sem eftir stendur af húsinu. Vísir/Vilhelm Eigandi tveggja hæða timburhúss sem gjöreyðilagðist í bruna við Blesugróf 25 í Fossvogshverfi Reykjavíkur í lok júní hyggst endurbyggja húsið. Enn á eftir að rífa það sem eftir stendur af húsinu og segist eigandinn bíða þess að fá leyfi til þess. „Ég hef eiginlega bara verið að sleikja sárin síðan þetta gerðist,“ segir Steinunn Ósk Óskarsdóttir, eigandi að Blesugróf, sem sótt hefur um leyfi til skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar um að byggja sambærilegt hús á sama sökkli og þess sem fyrir var á lóðinni. Eldur kom upp í húsinu þann 27. júní síðastliðinn útfrá rafmagnshlaupahjóli sem var í hleðslu og var allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað á vettvang. Steinunn sagðist við tilefnið vera í áfalli enda um æskuheimili barna hennar að ræða, en hún hafði átt húsið í rúm 24 ár og missti aleigu sína. „Þetta er allt saman á byrjunarstigi. Það á eftir að rífa það sem enn er eftir af húsinu, en ég ákvað að hafa samband við borgina og fá þetta á hreint, hvað væri hægt að gera,“ segir Steinunn. Hún segir það sér hjartans mál að geta endurbyggt húsið, sem henni hafi þótt afar vænt um. Hún hafi haft í hyggju að friða húsið, sem upprunalega hafi verið reist á Hverfisgötu á 19. öld, að sögn Steinunnar með viði úr seglskipinu Jamestown sem rak á land í Höfnum árið 1881. Það sem eftir er af gamla húsinu er gjörónýtt.Vísir/Vilhelm Bíður eftir því að fá að rífa gamla húsið „Þannig að þetta var mér gríðarlegt persónulegt áfall,“ segir Steinunn sem kveðst ekki vera búin að ákveða hvort nýtt hús verði nákvæm eftirmynd þess gamla. „Mér þótti svo ofboðslega vænt um þetta hús og hafði lagt í það mikla vinnu í gegnum árin,“ segir Steinunn sem hafði haft húsið í leigu en hugðist sjálf flytja inn um mánaðarmótin júní, júlí. Steinunn segist hafa leitað sér ráðgjafar lögfræðinga vegna tryggingamála. Hún hafi verið tryggð og segist því ekki hafa áhyggjur af þeim málum. Tafir hafi orðið á öllu vegna sumarleyfa. „Þannig það hefur eiginlega of lítið gerst. Ég bíð bara eftir því að það fáist leyfi til þess að rífa það, því mér finnst það leiðinlegt gagnvart nágrönnunum að þurfa að hafa þetta svona. “ Steinunn segist eftir að ákveða hvort hún muni byggja nýja húsið í mynd þess gamla.Vísir/Vilhelm Reykjavík Slökkvilið Hús og heimili Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Ég hef eiginlega bara verið að sleikja sárin síðan þetta gerðist,“ segir Steinunn Ósk Óskarsdóttir, eigandi að Blesugróf, sem sótt hefur um leyfi til skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar um að byggja sambærilegt hús á sama sökkli og þess sem fyrir var á lóðinni. Eldur kom upp í húsinu þann 27. júní síðastliðinn útfrá rafmagnshlaupahjóli sem var í hleðslu og var allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað á vettvang. Steinunn sagðist við tilefnið vera í áfalli enda um æskuheimili barna hennar að ræða, en hún hafði átt húsið í rúm 24 ár og missti aleigu sína. „Þetta er allt saman á byrjunarstigi. Það á eftir að rífa það sem enn er eftir af húsinu, en ég ákvað að hafa samband við borgina og fá þetta á hreint, hvað væri hægt að gera,“ segir Steinunn. Hún segir það sér hjartans mál að geta endurbyggt húsið, sem henni hafi þótt afar vænt um. Hún hafi haft í hyggju að friða húsið, sem upprunalega hafi verið reist á Hverfisgötu á 19. öld, að sögn Steinunnar með viði úr seglskipinu Jamestown sem rak á land í Höfnum árið 1881. Það sem eftir er af gamla húsinu er gjörónýtt.Vísir/Vilhelm Bíður eftir því að fá að rífa gamla húsið „Þannig að þetta var mér gríðarlegt persónulegt áfall,“ segir Steinunn sem kveðst ekki vera búin að ákveða hvort nýtt hús verði nákvæm eftirmynd þess gamla. „Mér þótti svo ofboðslega vænt um þetta hús og hafði lagt í það mikla vinnu í gegnum árin,“ segir Steinunn sem hafði haft húsið í leigu en hugðist sjálf flytja inn um mánaðarmótin júní, júlí. Steinunn segist hafa leitað sér ráðgjafar lögfræðinga vegna tryggingamála. Hún hafi verið tryggð og segist því ekki hafa áhyggjur af þeim málum. Tafir hafi orðið á öllu vegna sumarleyfa. „Þannig það hefur eiginlega of lítið gerst. Ég bíð bara eftir því að það fáist leyfi til þess að rífa það, því mér finnst það leiðinlegt gagnvart nágrönnunum að þurfa að hafa þetta svona. “ Steinunn segist eftir að ákveða hvort hún muni byggja nýja húsið í mynd þess gamla.Vísir/Vilhelm
Reykjavík Slökkvilið Hús og heimili Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira