Innlent

„Ég hlakka mikið til að spila fyrir fólkið í kvöld“

Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa
Þjóðhátíð nær hápunkti í kvöld með brekkusöng.
Þjóðhátíð nær hápunkti í kvöld með brekkusöng. Stöð 2

Brekkusöngur þjóðhátíðar í eyjum fer fram í kvöld. Magnús Kjartan Eyjólfsson, stjórnandi brekkusöngsins segist spenntur fyrir kvöldinu. Veðrið lofi góðu og hann hafi trú á að allt gangi vel.

“Ég er mjög spenntur, ég er alltaf jafn spenntur. Þetta leggst mjög vel í mig,“ sagði Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

„Það virðist vera fínasta veður. Annað en í gær. Ég rigndi niður og blotnaði svolítið, En ég er búinn að ná í mig smá hita og ég hlakka mikið til að spila fyrir fólkið í kvöld,” segir Magnús.

Verðurðu stressaður þegar þú stendur á sviðinu og veist að þetta er að fara að bresta á ?

„Það er rosalega erfitt að skilgreina hvort ég verð stressaður eða hvort ég verð spenntur. Þetta er einhvern veginn svona sambland af báðu. Það er alltaf spurningin, er fólk að fara að fíla þetta? Er fólk að fara að syngja með? en það kemur bara í ljós. Ég hef allavega trú á þessu.“

Er eitthvað lag sem þú ert hrifnastur af að syngja við þessar aðstæður?

“Já, við akkúrat þessar aðstæður er lag sem heitir Ég veit þú kemur í kvöld til mín, sem er eyjalag allra eyjalaga. Það er lag sem ég er alltaf rosalega spenntur að syngja.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×