Sport

Jake Paul sigraði enn einn MMA-kappann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Paul þjarmar hér að Diaz líkt og hann gerði allan bardagann.
Paul þjarmar hér að Diaz líkt og hann gerði allan bardagann. vísir/getty

Youtube-stjarnan Jake Paul mætti MMA-goðsögninni Nate Diaz í hnefaleikabardaga í nótt. Bardaginn var merkilega skemmtilegur.

Diaz er orðinn 38 ára gamall og á 34 MMA-bardaga á ferilskrá sinni. Bardagar hans gegn Conor McGregor standa þar upp úr. Jake Paul er aftur á móti 26 ára gamall.

Paul þjarmaði að Diaz strax í fyrstu lotu og var mun betri í nánast öllum lotunum. Hann sendi Diaz í strigann í fimmtu lotu en það er hægara sagt en gert að rota þann kappa.

Bardaginn fór alla tíu loturnar en Paul sigraði mjög sannfærandi á stigum hjá öllum dómurunum.Hann lýsti yfir vilja til þess að berjast næst við Diaz í MMA-bardaga. Diaz sagðist vera meira en klár í það.

Paul hefur áður unnið MMA-kappana Ben Askren, Tyron Woodley og Anderson Silva í hnefaleikabardaga.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×