Umfjöllun: Dundalk - KA 2-2 | KA-menn áfram og mæta Club Brugge Sverrir Mar Smárason skrifar 3. ágúst 2023 20:55 vísir/hulda margrét KA sótti jafntefli til Írlands í kvöld og er því komið áfram í næstu umferð Sambandsdeildarinnar. Fyrri leiknum lauk með 3-1 sigri KA sem þýðir að KA vinnur einvígið 5-3. Leikurinn fór ansi rólega af stað og ekki dró til neinna tíðinda fyrr en á 13. mínútu þegar Daniel Kelly átti góða fyrirgjöf inn í teig KA og Patrick Hoban náði fínum skalla en hitti ekki á markið. Aðeins mínútu síðar var KA komið yfir, 0-1. Eftir langa sendingu fram úr vörn KA stökk Sveinn Margeir upp í baráttu við varnarmann. Boltinn datt inn fyrir vörn Dundalk á Jóan Símun Edmundsson sem var yfirvegaður í færinu og skoraði sitt fyrsta mark fyrir KA. Eftir mark KA tók lið Dundalk yfir leikinn. Írarnir sóttu mikið og sendu margar fyrirgjafir inn í teig KA sem Akureyringar réðu vel við þangað til á 33. mínútu þegar fyrirgjöf Ryan O’Kane rataði á höfuðið á John Martin sem náði föstum skalla framhjá Jajalo í marki KA og jafnaði metin. Undir lok fyrri hálfleiks hélt Dundalk áfram að herja á KA en án árangurs. Hálfleikstölur 1-1, 4-2 samanlagt í einvíginu KA í vil. Síðari hálfleikurinn var tíðindalítill framan af. KA-menn lágu neðarlega á vellinum á meðan Dundalk reyndi að koma boltanum inn í teig KA og þaðan í netið. Markaskorarinn John Martin fór illa með tvö færi innan úr teig KA. Í því fyrra sveik fyrsta snertingin hann og í því síðara setti hann boltann í slánna. Á 80. mínútu sendi Hallgrímur Mar hornspyrnu inn í teig Dundalk og Ívar Örn vann baráttuna um boltann áður en hann var felldur af Connor Malley. Dómari leiksins dæmdi réttilega víti, Hallgrímur Mar fór á punktinn og skoraði örugglega. Þar með var KA svo gott sem búið að tryggja sig í næstu umferð með stöðuna 5-2 samanlagt í einvíginu. Írarnir voru þó ekki alveg tilbúnir að sætta sig við þessa niðurstöðu. Þeir jöfnuðu leikinn 2-2 á lokamínútu venjulegs leiktíma með góðum skalla frá Gregory Sloggett eftir horn frá Ryan O’Kane. Það mark dugði þó ekki til þar sem KA vann að lokum samanlagt 5-3 og er komið í 3. umferð Sambandsdeildarinnar þar sem það mætir Club Brugge frá Belgíu. Afhverju var jafntefli? Vörn KA-manna hélt eins mikið og hún þurfti í dag. Þeir gerðu Dundalk erfitt fyrir í þeirra sóknarleik, lágu þéttir neðarlega á vellinum og komu boltanum frá teignum. Hins vegar má alveg segja að leikurinn hafi endað jafn vegna þess að John Martin klúðraði tveimur dauðafærum en það er annað mál. Hverjir voru bestir? Ryan O’Kane var sprækur á vinstri kannti Dundalk. Lagði upp bæði mörkin og átti líklega um 25 fyrirgjafir í leiknum. Hafsentaparið og Rodri frá þetta KA megin. Ívar Örn klettur í vörn og fiskaði vítið. Dusan samur við sig. Skölluðu samtals 40 bolta burt. Hvað hefði mátt betur fara? Það er í raun bara Dundalk megin. John Martin skoraði gott mark en átti að gera þrennu. Svo voru varnarmenn Dundalk bara klaufar í þessum fáu sóknum sem KA átti í leiknum. Hvað gerist næst? Dundalk eru búnir í Evrópu á þessu tímabili, sparkað út af KA. KA-menn fara áfram í 3. umferð og mæta þar stórliði Club Brugge frá Belgíu. Gjaldkerinn brosir á meðan liðið heldur áfram að standa sig vel. Sambandsdeild Evrópu KA
KA sótti jafntefli til Írlands í kvöld og er því komið áfram í næstu umferð Sambandsdeildarinnar. Fyrri leiknum lauk með 3-1 sigri KA sem þýðir að KA vinnur einvígið 5-3. Leikurinn fór ansi rólega af stað og ekki dró til neinna tíðinda fyrr en á 13. mínútu þegar Daniel Kelly átti góða fyrirgjöf inn í teig KA og Patrick Hoban náði fínum skalla en hitti ekki á markið. Aðeins mínútu síðar var KA komið yfir, 0-1. Eftir langa sendingu fram úr vörn KA stökk Sveinn Margeir upp í baráttu við varnarmann. Boltinn datt inn fyrir vörn Dundalk á Jóan Símun Edmundsson sem var yfirvegaður í færinu og skoraði sitt fyrsta mark fyrir KA. Eftir mark KA tók lið Dundalk yfir leikinn. Írarnir sóttu mikið og sendu margar fyrirgjafir inn í teig KA sem Akureyringar réðu vel við þangað til á 33. mínútu þegar fyrirgjöf Ryan O’Kane rataði á höfuðið á John Martin sem náði föstum skalla framhjá Jajalo í marki KA og jafnaði metin. Undir lok fyrri hálfleiks hélt Dundalk áfram að herja á KA en án árangurs. Hálfleikstölur 1-1, 4-2 samanlagt í einvíginu KA í vil. Síðari hálfleikurinn var tíðindalítill framan af. KA-menn lágu neðarlega á vellinum á meðan Dundalk reyndi að koma boltanum inn í teig KA og þaðan í netið. Markaskorarinn John Martin fór illa með tvö færi innan úr teig KA. Í því fyrra sveik fyrsta snertingin hann og í því síðara setti hann boltann í slánna. Á 80. mínútu sendi Hallgrímur Mar hornspyrnu inn í teig Dundalk og Ívar Örn vann baráttuna um boltann áður en hann var felldur af Connor Malley. Dómari leiksins dæmdi réttilega víti, Hallgrímur Mar fór á punktinn og skoraði örugglega. Þar með var KA svo gott sem búið að tryggja sig í næstu umferð með stöðuna 5-2 samanlagt í einvíginu. Írarnir voru þó ekki alveg tilbúnir að sætta sig við þessa niðurstöðu. Þeir jöfnuðu leikinn 2-2 á lokamínútu venjulegs leiktíma með góðum skalla frá Gregory Sloggett eftir horn frá Ryan O’Kane. Það mark dugði þó ekki til þar sem KA vann að lokum samanlagt 5-3 og er komið í 3. umferð Sambandsdeildarinnar þar sem það mætir Club Brugge frá Belgíu. Afhverju var jafntefli? Vörn KA-manna hélt eins mikið og hún þurfti í dag. Þeir gerðu Dundalk erfitt fyrir í þeirra sóknarleik, lágu þéttir neðarlega á vellinum og komu boltanum frá teignum. Hins vegar má alveg segja að leikurinn hafi endað jafn vegna þess að John Martin klúðraði tveimur dauðafærum en það er annað mál. Hverjir voru bestir? Ryan O’Kane var sprækur á vinstri kannti Dundalk. Lagði upp bæði mörkin og átti líklega um 25 fyrirgjafir í leiknum. Hafsentaparið og Rodri frá þetta KA megin. Ívar Örn klettur í vörn og fiskaði vítið. Dusan samur við sig. Skölluðu samtals 40 bolta burt. Hvað hefði mátt betur fara? Það er í raun bara Dundalk megin. John Martin skoraði gott mark en átti að gera þrennu. Svo voru varnarmenn Dundalk bara klaufar í þessum fáu sóknum sem KA átti í leiknum. Hvað gerist næst? Dundalk eru búnir í Evrópu á þessu tímabili, sparkað út af KA. KA-menn fara áfram í 3. umferð og mæta þar stórliði Club Brugge frá Belgíu. Gjaldkerinn brosir á meðan liðið heldur áfram að standa sig vel.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti