Fótbolti

Freysteinn Ingi yngsti markaskorari í sögu Njarðvíkur

Hjörvar Ólafsson skrifar
Freysteinn Ingi og Óskar Örn fyrir leik liðanna í gær. 
Freysteinn Ingi og Óskar Örn fyrir leik liðanna í gær.  Mynd/Njarðvík

Freysteinn Ingi Guðnason varð í gær yngsti markaskorari í sögu Njarðvíkur í Íslandsmóti meistaraflokks karla þegar hann gulltryggði sigur Njarðvíkurliðsins gegn nágrönnum sínum frá Grindavík í Lengjudeildinni.

Freysteinn Ingi sem er fæddur árið 2007 kom inn af varamannabekknum og skoraði fjórða marki í 4-1 sigri Njarðvíkur. 

Í þessum leik mættust Freysteinn Ingi og Óskar Örn Hauksson, fyrirliði Grindavíkur. Á síðasta ári sló Freysteinn Ingi einmitt met Óskars Arnar sem yngsti leikmaður í sögu meistaraflokks Njarðvíkur, þá 14 ára og 11 mánaða gamall. Met Óskars Arnar hafði staðið í fjölda ára.

Óskar Örn klóraði í bakkann fyrir Grindavík í leiknum sem háður var á Rafholtsvellinum. 

Mark Freysteins Inga má sjá í myndskeiðinu hér að neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×