Vill aflýsa keppni helgarinnar ef ekki verði hægt að tryggja öryggi ökumanna Siggeir Ævarsson skrifar 27. júlí 2023 19:08 Árekstrar eru tíðir í formúlu 1, en tvö banaslys hafa orðið á Spa-Francorchamps á síðustu fjórum árum GETTY IMAGES George Russell, ökumaður Mercedes, segir að stjórn FIA verði að setja öryggi ökumanna í forgang og aflýsa keppninni á Spa-Francorchamps í Belgíu ef aðstæður verði ekki öruggar um helgina. Tvö banaslys hafa orðið á brautinni á síðustu fjórum árum. Russell segir málið fyrst og fremst snúast um skyggni á þessari erfiðu braut. Hann segir akstur við þessar aðstæður helst líkjast því að keyra á þjóðvegi í úrhellisrigningu með slökkt á rúðuþurrkunum. Þrátt fyrir tvö banaslys á brautinni segir Russell brautina sjálfa örugga, en þegar skyggnið sé slæmt sé voðinn vís. Fyrr í þessum mánuði lést hinn ungi Dilano van 't Hoff í Formúlu 3 keppni á brautinni, en mikil rigning var þann dag. Árið 2019 lést Anthoine Hubert einnig í slysi á þessari sömu braut, þá í Formúlu 2 keppni. Árið 2021 var Formúlu 1 keppnishelginni í Belgíu á Spa-Francorchamps aflýst eftir aðeins tvo hringi, sem báðir fóru fram með öryggisbílinn á brautinni. Stjórn FIA var gagnrýnd töluvert fyrir þá ákvörðun en Russell, sem einnig er formaður félags ökumanna í Formúlu 1, segir að það hafi verið rétt ákvörðun. Það sé skylda sambandsins að tryggja öryggi ökumanna og kallar hann eftir að stjórnin sýni hugrekki og hiki ekki við að stöðva kappaksturinn nú ef aðstæður verði ófullnægjandi. George Russell er ökumaður Mercedes og formaður samtaka ökumanna í Formúlu 1.Getty Akstursíþróttir Tengdar fréttir Banaslys í keppni á undirmótaröð Formúlu 1 18 ára gamall ökumaður lést í keppni á einni af undirmótaröðum Formúlu 1 í morgun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem banaslys verður á Spa Francorchamps brautinn í Belgíu. 1. júlí 2023 12:16 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Russell segir málið fyrst og fremst snúast um skyggni á þessari erfiðu braut. Hann segir akstur við þessar aðstæður helst líkjast því að keyra á þjóðvegi í úrhellisrigningu með slökkt á rúðuþurrkunum. Þrátt fyrir tvö banaslys á brautinni segir Russell brautina sjálfa örugga, en þegar skyggnið sé slæmt sé voðinn vís. Fyrr í þessum mánuði lést hinn ungi Dilano van 't Hoff í Formúlu 3 keppni á brautinni, en mikil rigning var þann dag. Árið 2019 lést Anthoine Hubert einnig í slysi á þessari sömu braut, þá í Formúlu 2 keppni. Árið 2021 var Formúlu 1 keppnishelginni í Belgíu á Spa-Francorchamps aflýst eftir aðeins tvo hringi, sem báðir fóru fram með öryggisbílinn á brautinni. Stjórn FIA var gagnrýnd töluvert fyrir þá ákvörðun en Russell, sem einnig er formaður félags ökumanna í Formúlu 1, segir að það hafi verið rétt ákvörðun. Það sé skylda sambandsins að tryggja öryggi ökumanna og kallar hann eftir að stjórnin sýni hugrekki og hiki ekki við að stöðva kappaksturinn nú ef aðstæður verði ófullnægjandi. George Russell er ökumaður Mercedes og formaður samtaka ökumanna í Formúlu 1.Getty
Akstursíþróttir Tengdar fréttir Banaslys í keppni á undirmótaröð Formúlu 1 18 ára gamall ökumaður lést í keppni á einni af undirmótaröðum Formúlu 1 í morgun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem banaslys verður á Spa Francorchamps brautinn í Belgíu. 1. júlí 2023 12:16 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Banaslys í keppni á undirmótaröð Formúlu 1 18 ára gamall ökumaður lést í keppni á einni af undirmótaröðum Formúlu 1 í morgun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem banaslys verður á Spa Francorchamps brautinn í Belgíu. 1. júlí 2023 12:16