Vill aflýsa keppni helgarinnar ef ekki verði hægt að tryggja öryggi ökumanna Siggeir Ævarsson skrifar 27. júlí 2023 19:08 Árekstrar eru tíðir í formúlu 1, en tvö banaslys hafa orðið á Spa-Francorchamps á síðustu fjórum árum GETTY IMAGES George Russell, ökumaður Mercedes, segir að stjórn FIA verði að setja öryggi ökumanna í forgang og aflýsa keppninni á Spa-Francorchamps í Belgíu ef aðstæður verði ekki öruggar um helgina. Tvö banaslys hafa orðið á brautinni á síðustu fjórum árum. Russell segir málið fyrst og fremst snúast um skyggni á þessari erfiðu braut. Hann segir akstur við þessar aðstæður helst líkjast því að keyra á þjóðvegi í úrhellisrigningu með slökkt á rúðuþurrkunum. Þrátt fyrir tvö banaslys á brautinni segir Russell brautina sjálfa örugga, en þegar skyggnið sé slæmt sé voðinn vís. Fyrr í þessum mánuði lést hinn ungi Dilano van 't Hoff í Formúlu 3 keppni á brautinni, en mikil rigning var þann dag. Árið 2019 lést Anthoine Hubert einnig í slysi á þessari sömu braut, þá í Formúlu 2 keppni. Árið 2021 var Formúlu 1 keppnishelginni í Belgíu á Spa-Francorchamps aflýst eftir aðeins tvo hringi, sem báðir fóru fram með öryggisbílinn á brautinni. Stjórn FIA var gagnrýnd töluvert fyrir þá ákvörðun en Russell, sem einnig er formaður félags ökumanna í Formúlu 1, segir að það hafi verið rétt ákvörðun. Það sé skylda sambandsins að tryggja öryggi ökumanna og kallar hann eftir að stjórnin sýni hugrekki og hiki ekki við að stöðva kappaksturinn nú ef aðstæður verði ófullnægjandi. George Russell er ökumaður Mercedes og formaður samtaka ökumanna í Formúlu 1.Getty Akstursíþróttir Tengdar fréttir Banaslys í keppni á undirmótaröð Formúlu 1 18 ára gamall ökumaður lést í keppni á einni af undirmótaröðum Formúlu 1 í morgun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem banaslys verður á Spa Francorchamps brautinn í Belgíu. 1. júlí 2023 12:16 Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Russell segir málið fyrst og fremst snúast um skyggni á þessari erfiðu braut. Hann segir akstur við þessar aðstæður helst líkjast því að keyra á þjóðvegi í úrhellisrigningu með slökkt á rúðuþurrkunum. Þrátt fyrir tvö banaslys á brautinni segir Russell brautina sjálfa örugga, en þegar skyggnið sé slæmt sé voðinn vís. Fyrr í þessum mánuði lést hinn ungi Dilano van 't Hoff í Formúlu 3 keppni á brautinni, en mikil rigning var þann dag. Árið 2019 lést Anthoine Hubert einnig í slysi á þessari sömu braut, þá í Formúlu 2 keppni. Árið 2021 var Formúlu 1 keppnishelginni í Belgíu á Spa-Francorchamps aflýst eftir aðeins tvo hringi, sem báðir fóru fram með öryggisbílinn á brautinni. Stjórn FIA var gagnrýnd töluvert fyrir þá ákvörðun en Russell, sem einnig er formaður félags ökumanna í Formúlu 1, segir að það hafi verið rétt ákvörðun. Það sé skylda sambandsins að tryggja öryggi ökumanna og kallar hann eftir að stjórnin sýni hugrekki og hiki ekki við að stöðva kappaksturinn nú ef aðstæður verði ófullnægjandi. George Russell er ökumaður Mercedes og formaður samtaka ökumanna í Formúlu 1.Getty
Akstursíþróttir Tengdar fréttir Banaslys í keppni á undirmótaröð Formúlu 1 18 ára gamall ökumaður lést í keppni á einni af undirmótaröðum Formúlu 1 í morgun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem banaslys verður á Spa Francorchamps brautinn í Belgíu. 1. júlí 2023 12:16 Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Banaslys í keppni á undirmótaröð Formúlu 1 18 ára gamall ökumaður lést í keppni á einni af undirmótaröðum Formúlu 1 í morgun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem banaslys verður á Spa Francorchamps brautinn í Belgíu. 1. júlí 2023 12:16