Fótbolti

Gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir KA í kvöld: „Gefur okkur gæði og ró fram á við“

Aron Guðmundsson skrifar
Joan Simun Edmundsson í leik með Arminia Bielefeld í næst efstu deild Þýskalands á sínum tíma
Joan Simun Edmundsson í leik með Arminia Bielefeld í næst efstu deild Þýskalands á sínum tíma Vísir/Getty

Færeyski landsliðsmaðurinn Jóan Simun Edmundsson verður í leikmannahópi KA sem tekur á móti írska liðinu Dundalk í Sambandsdeild Evrópu í kvöld og gæti því spilað sinn fyrsta leik fyrir félagið. 

KA tilkynnti um komu Edmundsson, á þriðjudaginn síðastliðinn.  Leikmaðurinn er uppalinn hjá B68 Tóftum í Færeyjum en gekk í raðir Newcastle United 2010. Hann lék þó aldrei með aðalliði félagsins. 

Edmundsson hefur einnig leikið með Gateshead á Englandi, Viking í Noregi, Fredericia, AB, Vejle og OB í Danmörku, B68 Tóftum og HB í heimalandinu, Arminia Bielefeld í Þýskalandi og Beveren í Belgíu.

Þá hefur Edmundsson leikið 79 leiki fyrir færeyska landsliðið og skorað átta mörk.

Færeyingurinn knái kom til landsins í gær og tók þátt í sinni fyrstu æfingu með KA seinni partinn. 

„Síðasti leikurinn hans var með landsliði Færeyja gegn Albaníu í undankeppni EM þann 20. júní. Hann hefur verið að æfa sjálfur yfir þennan tíma og er kannski ekki í sinni bestu leikæfingu þessa stundina. Við munum því koma honum rólega inn í þetta en hann er í leikmannahópi liðsins í kvöld.“

Hallgrímur þekkir vel til Edmundssons en þeir léku saman hjá OB í Danmörku og alveg ljóst í augum þjálfarans hvað Færeyingurinn kemur með að borðinu.

„Hann gefur okkur mikið fram á við þar sem að hann getur spilað allar stöður þar. Hann býr yfir miklum hraða, er sterkur og er búinn að spila á mun hærra leveli á sínum ferli heldur en á Íslandi.

Hann gefur okkur því einnig gæði og ró fram á við. Þá býr hann yfir afar góðum vinstri fót, er leikinn og er bæði með gott auga fyrir spili og getur skorað mörk þar að auki.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×