Erlent

Minnst fimm­tán látnir eftir skógar­elda í Alsír

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Gróðureldar, sem rekja má til mikillar hitabylgju, hafa logað víða í heiminum síðustu vikur, síðast á Grikklandi.
Gróðureldar, sem rekja má til mikillar hitabylgju, hafa logað víða í heiminum síðustu vikur, síðast á Grikklandi. AP

Að minnsta kosti fimmtán manns hafa látið lífið og 26 slasast eftir að skógareldar á 97 mismunandi svæðum brutust út í Alsír á dögunum.

Í frétt BBC segir að fimmtán hundruð manns í sextán héröðum hafi flúið heimili sín vegna eldanna. Þá hafi tíu slökkviliðsmenn látið lífið við slökkvistörf í borginni Bejaia. Nær átta þúsund slökkviliðsmenn vinna nú að því að ná stjórn á eldunum. 

Líkt og í mörgum nágrannalöndum hefur hitabylgja riðið yfir Alsír þar sem hitatölur hafa skriðið upp í 48 gráður. 

Gróðureldar hafa síðustu vikur gert vart við sig víða um Evrópu, síðast á grísku eyjunum Korfu, Ródos og Evia. Þar hafa rúmlega nítján þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín eða hótel og segja grísk stjórnvöld að um stærsta slíka flutning á fólki í sögu Grikklands sé að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×