FCK sé ekki spennt fyrir því að spila í Kópavogi Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2023 08:32 Freyr Alexandersson og hans menn í Lyngby töpuðu naumlega í leik þar sem þeir fengu urmul færa. Vísir/Getty Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby í Danmörku, kveðst spenntur fyrir leik Blika við FC Kaupmannahöfn. Hann stýrði Lyngby gegn dönsku meisturunum um helgina og þekkir vel til liðsins. Lyngby hélt sæti sínu á ótrúlegan hátt á lokadegi deildarinnar á síðustu leiktíð en fékk verðugt verkefni í fyrstu umferð í ár þar sem FCK kom í heimsókn. Alfreð Finnbogason skoraði mark Lyngby í naumu 2-1 tapi á laugardaginn var þar sem lærisveinar Freys hefðu hæglega getað unnið. Eftir þann leik segir Freyr allt geta gerst í Kópavogi á morgun en Blikar þurfi þó að eiga sinn besta dag gegn þessu sterka liði. „Þetta er spennandi verkefni fyrir Blikana en ekkert sérstaklega spennandi fyrir FCK. Það eitt og sér hjálpar Blikum,“ „Mér finnst Blikarnir líta mjög vel út og það sem þeir hafa í sínum leik á gervigrasinu í Kópavogi getur strítt Kaupmannahafnarbúum, ég er alveg viss um það. En bæði leikmenn og Óskar eru meðvitaðir um það að þeir þurfa að hitta á toppleik til að þeir geti strítt þeim, en ef þeir gera það geta þeir veitt þeim mótspyrnu, ég er í engum vafa um það,“ segir Freyr. „Ég hef séð nógu mikið af Blikunum til að vera nokkuð öruggur í því að þeir geti vel strítt FCK í Kópavogi. Það er hins vegar allt önnur skepna að spila á Parken. Það er leikur sem vonandi verður á lífi eftir góða frammistöðu í Kópavogi og þá geta þeir vonandi klórað sig í gegnum þær 90 mínútur,“ „Núna þurfa þeir bara hugsa um að ná góðri frammistöðu í Kópavogi og þá getur allt gerst. Ég hlakka mikið til að sjá þann leik,“ segir Freyr. Misst menn en fyllt misvel í skörðin Einhverjar breytingar hafa orðið á FCK-liðinu þar sem þeir hafa meðal annars misst Mikkel Kaufmann, miðjumennina Zeca og Marko Stamenic auk íslenska landsliðsmannsins Hákons Arnars Haraldssonar, sem var seldur dýrum dómum til Lille í Frakklandi. Hann er þó ekki stærsta nafnið til að yfirgefa liðið, samkvæmt Frey. „Stærsta nafnið sem þeir hafa misst er ekki Hákon Haraldsson, það er Mohamed Daramy, sem spilar vinstri kant hjá þeim, er FCK drengur og var á láni frá Ajax. Hákon er samt sem áður prófíll fyrir sá sem þeir eru búnir að selja. Þeir eru búnir að missa þá tvo og svo er Viktor Claesson, fyrirliði þeirra, meiddur. Þetta eru þrír mest effektívu sóknarmennirnir þeirra sem eru farnir,“ segir Freyr. Hann segir missinn af þessum þremur leikmönnum hafa verið tilfinnanlegan á laugardaginn var. „Við fundum alveg fyrir því að þeir voru allir mjög góðir í link-up spili vinstra megin á vellinum, en það var ekki til staðar á móti okkur [í leik Lyngby og FCK um helgina]. Þannig að þeir sakna dálítið þeirrar tengingar sem þessir menn mynduðu,“ segir Freyr. Cornelius á batavegi FCK brást við þessu með því að kaupa vinstri vængmann í gær en sá kemur of seint til að geta tekið þátt í Evrópuverkefninu, þar sem hann er ekki skráður í leikmannahópinn hjá UEFA. „Þeir eru ekki búnir að styrkja sig mikið þar til í dag. Þeir keyptu Elias Achuri frá Viborg í dag á 22 milljónir danskra króna. Hann er vinstri kantmaður sem er mjög frábær einn á móti einum en ég veit ekki hvort hann spilar á morgun. Hann æfði með þeim í dag og ég veit ekki einu sinni hvort hann ferðast með þeim til Íslands,“ „Annars eru þeir, að ég held, ekki búnir að styrkja sig neitt. En það er auðvitað styrkur í því að Andreas Cornelius, framherji og danskur landsliðsmaður, er að koma til baka úr meiðslum. En hann spilaði mikið á móti okkur svo ég veit ekki hversu mikið hann spilar á móti Breiðabliki,“ segir Freyr. Leikur Breiðabliks og FC Kaupmannahafnar hefst klukkan 19:15 í kvöld og er í beinni á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:45. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Danski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Sjá meira
Lyngby hélt sæti sínu á ótrúlegan hátt á lokadegi deildarinnar á síðustu leiktíð en fékk verðugt verkefni í fyrstu umferð í ár þar sem FCK kom í heimsókn. Alfreð Finnbogason skoraði mark Lyngby í naumu 2-1 tapi á laugardaginn var þar sem lærisveinar Freys hefðu hæglega getað unnið. Eftir þann leik segir Freyr allt geta gerst í Kópavogi á morgun en Blikar þurfi þó að eiga sinn besta dag gegn þessu sterka liði. „Þetta er spennandi verkefni fyrir Blikana en ekkert sérstaklega spennandi fyrir FCK. Það eitt og sér hjálpar Blikum,“ „Mér finnst Blikarnir líta mjög vel út og það sem þeir hafa í sínum leik á gervigrasinu í Kópavogi getur strítt Kaupmannahafnarbúum, ég er alveg viss um það. En bæði leikmenn og Óskar eru meðvitaðir um það að þeir þurfa að hitta á toppleik til að þeir geti strítt þeim, en ef þeir gera það geta þeir veitt þeim mótspyrnu, ég er í engum vafa um það,“ segir Freyr. „Ég hef séð nógu mikið af Blikunum til að vera nokkuð öruggur í því að þeir geti vel strítt FCK í Kópavogi. Það er hins vegar allt önnur skepna að spila á Parken. Það er leikur sem vonandi verður á lífi eftir góða frammistöðu í Kópavogi og þá geta þeir vonandi klórað sig í gegnum þær 90 mínútur,“ „Núna þurfa þeir bara hugsa um að ná góðri frammistöðu í Kópavogi og þá getur allt gerst. Ég hlakka mikið til að sjá þann leik,“ segir Freyr. Misst menn en fyllt misvel í skörðin Einhverjar breytingar hafa orðið á FCK-liðinu þar sem þeir hafa meðal annars misst Mikkel Kaufmann, miðjumennina Zeca og Marko Stamenic auk íslenska landsliðsmannsins Hákons Arnars Haraldssonar, sem var seldur dýrum dómum til Lille í Frakklandi. Hann er þó ekki stærsta nafnið til að yfirgefa liðið, samkvæmt Frey. „Stærsta nafnið sem þeir hafa misst er ekki Hákon Haraldsson, það er Mohamed Daramy, sem spilar vinstri kant hjá þeim, er FCK drengur og var á láni frá Ajax. Hákon er samt sem áður prófíll fyrir sá sem þeir eru búnir að selja. Þeir eru búnir að missa þá tvo og svo er Viktor Claesson, fyrirliði þeirra, meiddur. Þetta eru þrír mest effektívu sóknarmennirnir þeirra sem eru farnir,“ segir Freyr. Hann segir missinn af þessum þremur leikmönnum hafa verið tilfinnanlegan á laugardaginn var. „Við fundum alveg fyrir því að þeir voru allir mjög góðir í link-up spili vinstra megin á vellinum, en það var ekki til staðar á móti okkur [í leik Lyngby og FCK um helgina]. Þannig að þeir sakna dálítið þeirrar tengingar sem þessir menn mynduðu,“ segir Freyr. Cornelius á batavegi FCK brást við þessu með því að kaupa vinstri vængmann í gær en sá kemur of seint til að geta tekið þátt í Evrópuverkefninu, þar sem hann er ekki skráður í leikmannahópinn hjá UEFA. „Þeir eru ekki búnir að styrkja sig mikið þar til í dag. Þeir keyptu Elias Achuri frá Viborg í dag á 22 milljónir danskra króna. Hann er vinstri kantmaður sem er mjög frábær einn á móti einum en ég veit ekki hvort hann spilar á morgun. Hann æfði með þeim í dag og ég veit ekki einu sinni hvort hann ferðast með þeim til Íslands,“ „Annars eru þeir, að ég held, ekki búnir að styrkja sig neitt. En það er auðvitað styrkur í því að Andreas Cornelius, framherji og danskur landsliðsmaður, er að koma til baka úr meiðslum. En hann spilaði mikið á móti okkur svo ég veit ekki hversu mikið hann spilar á móti Breiðabliki,“ segir Freyr. Leikur Breiðabliks og FC Kaupmannahafnar hefst klukkan 19:15 í kvöld og er í beinni á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:45.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Danski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Sjá meira