Þúsundir ferðamanna flýja Grikkland Heimir Már Pétursson skrifar 24. júlí 2023 19:40 Skógareldarnir á Rhodes eru algerlega stjórnlausir og langt í frá að menn nái tökum á þeim. AP/Argyris Mantikos Þúsundir ferðamanna reyna að komast heim til sín frá Ródos-eyju í Grikklandi vegna stjórnlausra skógarelda þar. Eldar loga á tugum staða í Grikklandi og hefur fjöldi ríkja sent Grikkjum aðstoð undanfarna daga. Tæplega 20 þúsund ferðamenn voru fluttir til á Rhodos í gær og í dag reyna tugir þúsunda að komast burt frá eyjunni og til síns heima.AP/Argyris Mantikos Skógareldar loga nú á rúmlega 80 stöðum í Grikklandi og af þeim kviknuðu eldar á 64 stöðum um helgina. Eldar loga skammt frá byggð á Corfu og Rhodes sem kviknuðu vegna mikils hita á svæðinu en í dag mældist hitinn á Rhodes 38 gráður. Fólk hefur verið flutt frá báðum eyjunum. Yannis Artopoios talsmaður Slökkviliðsins í Grikklandi segir að um 19 þúsund manns, aðallega ferðamenn, hafi verið fluttir til á Rhodes eyju um helgina eftir að eldarnir nálguðust strandsvæði. „Þetta er stærsta verkefni við að flytja íbúa og ferðamenn sem hefur nokkru sinni verið ráðist í í þessu landi," segir Artopoios. Sumarparadísin Rhodes hefur breyst í brennandi helvíti. Ferðamenn hafa nú fluið strandirnar vegna skógareldanna. Veður er mjög óhagstætt næstu daga. Áframhaldandi mikill hiti og vindur.AP/Rhodes.Rodos Vindasamt hefur verið á svæðinu þannig að eldarnir ná að breiða hratt úr sér. Evrópusambandið og fjölmörg ríki hafa sent tæki og mannskap til aðstoðar Grikkjum. Þeirra á meðal Slóvakar, Króatar, Frakkar og Tyrkir. Tyrkir hafa meðal annars sent flugvélar og þyrlur sem geta varpað vatni á eldana. Í dag bættist síðan við liðsauki frá Rúmeníu sem sendi slökkvilið og fjölda slökkvibíla og til Rhodes. Algert öngþveiti ríkir á flugvellinum á Rhodes þar sem fjöldi ferðamanna reynir að komast heim til sín. Bretar hafa komið á eins konar loftbrú til að flytja sína þegna heim frá Rhodes. Rishi Sunak forsætisráðherra segir fulltrúa utanríkisráðuneytisins hafa verið senda til Rhodes til að skipulegga flutningana. „Mikilvægast er að fólk sé í sambandi við ferðaskrifstofur sínar. Það eru margar flugferðir til að flytja fólk heim og fólk fær nauðsynlegar upplýsingar hjá ferðaskrifstofunum," sagði Sunak í dag. Gróðureldar í Grikklandi Veður Grikkland Hitabylgja í Evrópu 2023 Tengdar fréttir Skógareldar ógna grísku eyjunum Skógareldar brenna nú á fjölmörgum grískum eyjum en einna verst er ástandið á ferðamannaeyjunni Ródos. 24. júlí 2023 08:54 Yfir þúsund börn flúðu sumarbúðir vegna gróðurelda Tólf hundruð börn þurftu að yfirgefa sumarbúðir vestan Aþenu á meginlandi Grikklands eftir að gróðureldar brutust þar út í fyrradag. Eldarnir eru ekki þeir fyrstu sem koma í kjölfar mikillar hitabylgju sem nú ríður yfir í Evrópu. 19. júlí 2023 12:47 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Tæplega 20 þúsund ferðamenn voru fluttir til á Rhodos í gær og í dag reyna tugir þúsunda að komast burt frá eyjunni og til síns heima.AP/Argyris Mantikos Skógareldar loga nú á rúmlega 80 stöðum í Grikklandi og af þeim kviknuðu eldar á 64 stöðum um helgina. Eldar loga skammt frá byggð á Corfu og Rhodes sem kviknuðu vegna mikils hita á svæðinu en í dag mældist hitinn á Rhodes 38 gráður. Fólk hefur verið flutt frá báðum eyjunum. Yannis Artopoios talsmaður Slökkviliðsins í Grikklandi segir að um 19 þúsund manns, aðallega ferðamenn, hafi verið fluttir til á Rhodes eyju um helgina eftir að eldarnir nálguðust strandsvæði. „Þetta er stærsta verkefni við að flytja íbúa og ferðamenn sem hefur nokkru sinni verið ráðist í í þessu landi," segir Artopoios. Sumarparadísin Rhodes hefur breyst í brennandi helvíti. Ferðamenn hafa nú fluið strandirnar vegna skógareldanna. Veður er mjög óhagstætt næstu daga. Áframhaldandi mikill hiti og vindur.AP/Rhodes.Rodos Vindasamt hefur verið á svæðinu þannig að eldarnir ná að breiða hratt úr sér. Evrópusambandið og fjölmörg ríki hafa sent tæki og mannskap til aðstoðar Grikkjum. Þeirra á meðal Slóvakar, Króatar, Frakkar og Tyrkir. Tyrkir hafa meðal annars sent flugvélar og þyrlur sem geta varpað vatni á eldana. Í dag bættist síðan við liðsauki frá Rúmeníu sem sendi slökkvilið og fjölda slökkvibíla og til Rhodes. Algert öngþveiti ríkir á flugvellinum á Rhodes þar sem fjöldi ferðamanna reynir að komast heim til sín. Bretar hafa komið á eins konar loftbrú til að flytja sína þegna heim frá Rhodes. Rishi Sunak forsætisráðherra segir fulltrúa utanríkisráðuneytisins hafa verið senda til Rhodes til að skipulegga flutningana. „Mikilvægast er að fólk sé í sambandi við ferðaskrifstofur sínar. Það eru margar flugferðir til að flytja fólk heim og fólk fær nauðsynlegar upplýsingar hjá ferðaskrifstofunum," sagði Sunak í dag.
Gróðureldar í Grikklandi Veður Grikkland Hitabylgja í Evrópu 2023 Tengdar fréttir Skógareldar ógna grísku eyjunum Skógareldar brenna nú á fjölmörgum grískum eyjum en einna verst er ástandið á ferðamannaeyjunni Ródos. 24. júlí 2023 08:54 Yfir þúsund börn flúðu sumarbúðir vegna gróðurelda Tólf hundruð börn þurftu að yfirgefa sumarbúðir vestan Aþenu á meginlandi Grikklands eftir að gróðureldar brutust þar út í fyrradag. Eldarnir eru ekki þeir fyrstu sem koma í kjölfar mikillar hitabylgju sem nú ríður yfir í Evrópu. 19. júlí 2023 12:47 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Skógareldar ógna grísku eyjunum Skógareldar brenna nú á fjölmörgum grískum eyjum en einna verst er ástandið á ferðamannaeyjunni Ródos. 24. júlí 2023 08:54
Yfir þúsund börn flúðu sumarbúðir vegna gróðurelda Tólf hundruð börn þurftu að yfirgefa sumarbúðir vestan Aþenu á meginlandi Grikklands eftir að gróðureldar brutust þar út í fyrradag. Eldarnir eru ekki þeir fyrstu sem koma í kjölfar mikillar hitabylgju sem nú ríður yfir í Evrópu. 19. júlí 2023 12:47