Tók sex mánuði að búa til bikarinn sem brotnaði á F1 pallinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2023 16:31 Max Verstappen með bikarinn sem brotnaði. Hann fær nýjan í staðinn. Getty/Jure Makovec Bikarinn sem brotnaði á verðlaunapalli formúlu eitt í Ungverjalandi um helgina var enginn venjulegur bikar. Bikarinn brotnaði illa eftir að Lando Norris, sá sem endaði í öðru sæti, barði kampavínsflösku sinni í verðlaunapallinn til að fá meira gos úr flöskunni. Þá vildi svo illa til að bikar sigurvegarans, Max Verstappen, féll í jörðina og brotnaði. The #HungarianGP trophies are made by Herendi Porcelanmanufaktura Zrt. All are handmade, production time is approximately six months and it costs ~ 40.000 euros. 2/1#F1 #Hungaroring #NorrisGate pic.twitter.com/YhEdR86b2R— Sándor Mészáros (@mesandor) July 23, 2023 Bikarinn er einstakur handmálaður bikar sem tekur mjög langan tíma að búa til. Samkvæmt upplýsingum frá Ungverjanum Sándor Mészáros, sem fjallar um Formúlu eitt í heimalandi sínu, þá kostaði bikarinn fjörutíu þúsund evrur eða rúmlega 5,8 milljónir íslenskra króna. Þar kom líka fram að það taki um sex mánuði að fullgera bikarinn. Ungverska fyrirtækið sem gerði bikarinn, Herendi Porcelanmanufaktura Zrt, hefur þegar hafið framleiðslu á nýjum bikar sem Verstappen fær í stað þess sem brotnaði. Það mun aftur á móti taka sinn tíma að útbúa bikarinn fyrir hollenska heimsmeistarann. Trophies just aren t safe when Lando s on the podium! Hungary wasn t the first time. Look what happened at Silverstone! #HungarianGP @LandoNorris pic.twitter.com/oEcuW94hNi— Formula 1 (@F1) July 24, 2023 Akstursíþróttir Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bikarinn brotnaði illa eftir að Lando Norris, sá sem endaði í öðru sæti, barði kampavínsflösku sinni í verðlaunapallinn til að fá meira gos úr flöskunni. Þá vildi svo illa til að bikar sigurvegarans, Max Verstappen, féll í jörðina og brotnaði. The #HungarianGP trophies are made by Herendi Porcelanmanufaktura Zrt. All are handmade, production time is approximately six months and it costs ~ 40.000 euros. 2/1#F1 #Hungaroring #NorrisGate pic.twitter.com/YhEdR86b2R— Sándor Mészáros (@mesandor) July 23, 2023 Bikarinn er einstakur handmálaður bikar sem tekur mjög langan tíma að búa til. Samkvæmt upplýsingum frá Ungverjanum Sándor Mészáros, sem fjallar um Formúlu eitt í heimalandi sínu, þá kostaði bikarinn fjörutíu þúsund evrur eða rúmlega 5,8 milljónir íslenskra króna. Þar kom líka fram að það taki um sex mánuði að fullgera bikarinn. Ungverska fyrirtækið sem gerði bikarinn, Herendi Porcelanmanufaktura Zrt, hefur þegar hafið framleiðslu á nýjum bikar sem Verstappen fær í stað þess sem brotnaði. Það mun aftur á móti taka sinn tíma að útbúa bikarinn fyrir hollenska heimsmeistarann. Trophies just aren t safe when Lando s on the podium! Hungary wasn t the first time. Look what happened at Silverstone! #HungarianGP @LandoNorris pic.twitter.com/oEcuW94hNi— Formula 1 (@F1) July 24, 2023
Akstursíþróttir Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira