Eyðilagði bikar Verstappen á verðlaunapallinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2023 13:31 Max Verstappen með brotinn bikar á verðlaunapallinum. Getty/Qian Jun Bretinn Lando Norris hefur verið að minna á sig með góðri frammistöðu í síðustu keppnum í formúlu eitt sem voru í Englandi og Ungverjalandi en hann stal fyrirsögnunum á annan hátt eftir verðlaunaafhendinguna í Ungverjalandi um helgina. Norris, sem keyrir fyrir McLaren-Mercedes liðið, var að ná öðru sætinu annan kappaksturinn í röð en keppnin í ár hefur verið að mestu keppni um annað sætið því yfirburðir Max Verstappen hafa verið það miklir. Max Verstappen vann sjöundu keppnina í röð í Ungverjalandi og fékk að launum veglegan bikar. Verstappen hefur unnið tvo heimsmeistaratitla í röð og er með 110 stiga forystu í keppni ökumanna í ár. Thanks @LandoNorris pic.twitter.com/Yw9e50oCxd— Max Verstappen (@Max33Verstappen) July 23, 2023 Auk þess að fá bika fyrir frammistöðu sína þá fengu mennirnir þrír á verðlaunapallinum veglega kampavínsflöskur sem þeir sprautuðu yfir hvern annan og alla í kring. Norris var ekki nógu ánægður með þrýstinginn í kampavínsflösku sinni og barði henni í verðlaunapallinn. Vandamálið var að bikarinn hans Max Verstappen þoldi ekki höggið, datt í jörðina og brotnaði. Norris eyðilagði því í raun bikar Verstappen á verðlaunapallinum. „Takk fyrir Lando,“ sagði Max Verstappen á Twitter og liðið hans Red Bull skrifaði: „Okkur vantar smá lím.“ Lando Norris sjálfur vill ekki taka fulla ábyrgð. „Lando setti bikarinn alltaf nálægt brúninni. Það datt í gólfið og þetta er ekki mitt vandamál heldur hans,“ sagði Norris brosandi. Norris fékk uppfærslu á bílnum sínum í Austurríki og það hefur skilað honum upp í fimmta sæti í keppni ökumanna með þremur góðum keppnum í röð. Fyrst fjórða sætið og svo tvisvar í röð í öðru sæti. Lando Norris breaking Max Verstappen s #HungarianGP trophy pic.twitter.com/p1MGE7ZOli— SuperSport (@SuperSportTV) July 23, 2023 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Norris, sem keyrir fyrir McLaren-Mercedes liðið, var að ná öðru sætinu annan kappaksturinn í röð en keppnin í ár hefur verið að mestu keppni um annað sætið því yfirburðir Max Verstappen hafa verið það miklir. Max Verstappen vann sjöundu keppnina í röð í Ungverjalandi og fékk að launum veglegan bikar. Verstappen hefur unnið tvo heimsmeistaratitla í röð og er með 110 stiga forystu í keppni ökumanna í ár. Thanks @LandoNorris pic.twitter.com/Yw9e50oCxd— Max Verstappen (@Max33Verstappen) July 23, 2023 Auk þess að fá bika fyrir frammistöðu sína þá fengu mennirnir þrír á verðlaunapallinum veglega kampavínsflöskur sem þeir sprautuðu yfir hvern annan og alla í kring. Norris var ekki nógu ánægður með þrýstinginn í kampavínsflösku sinni og barði henni í verðlaunapallinn. Vandamálið var að bikarinn hans Max Verstappen þoldi ekki höggið, datt í jörðina og brotnaði. Norris eyðilagði því í raun bikar Verstappen á verðlaunapallinum. „Takk fyrir Lando,“ sagði Max Verstappen á Twitter og liðið hans Red Bull skrifaði: „Okkur vantar smá lím.“ Lando Norris sjálfur vill ekki taka fulla ábyrgð. „Lando setti bikarinn alltaf nálægt brúninni. Það datt í gólfið og þetta er ekki mitt vandamál heldur hans,“ sagði Norris brosandi. Norris fékk uppfærslu á bílnum sínum í Austurríki og það hefur skilað honum upp í fimmta sæti í keppni ökumanna með þremur góðum keppnum í röð. Fyrst fjórða sætið og svo tvisvar í röð í öðru sæti. Lando Norris breaking Max Verstappen s #HungarianGP trophy pic.twitter.com/p1MGE7ZOli— SuperSport (@SuperSportTV) July 23, 2023
Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira