Innlent

Kristján Þór snýr sér að mann­auðs­málum í Mosó

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kristján ásamt Gunnu Dís á frumsýningu Beast í Laugarásbíó í fyrra.
Kristján ásamt Gunnu Dís á frumsýningu Beast í Laugarásbíó í fyrra. Vísir/Hulda Margrét

Kristján Þór Magnússon, fyrrverandi sveitarstjóri í Norðurþingi, hefur verið ráðinn sviðsstjóri mannauðs- og starfsumhverfis í Mosfellsbæ. Ráðning hans var samþykkt á fundi bæjarráðs í dag.

Fulltrúar D-lista, sem eru í minnihluta í bæjarráði, sátu hjá við atkvæðagreiðsluna þar sem þeir hefðu ekki haft aðkomu að ráðningarferlinu.

Kristján Þór hætti störfum sem sveitarstjóri í fyrravor eftir átta ár í brúnni. Hann leiddi meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Samfylkingar seinustu tvö kjörtímabilin.

Kristján Þór er fluttur á höfuðborgarsvæðið ásamt konu sinni Gunnu Dís Emilsdóttur sjónvarpskonu og börnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×