Fótbolti

Fresta því að opna stuðnings­manna­­svæðið á HM vegna skot­á­rásarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vopnaðir lögreglumenn sjást hér rétt hjá stupningsmannasvæðnu í Auckland í Nýja Sjálandi.
Vopnaðir lögreglumenn sjást hér rétt hjá stupningsmannasvæðnu í Auckland í Nýja Sjálandi. Getty/Buda Mendes

Stuðningsmannasvæðið í tengslum HM kvenna í fótbolta er aðeins í nokkra hundrað metra fjarlægð frá staðnum þar sem skotárás varð í borginni Auckland í Nýja-Sjálandi.

Heimsmeistaramót kvenna í fótbolta hefst í dag þrátt fyrir þessar óhugnanlegu fréttir en þrír eru látnir eftir skotárás á byggingarsvæði.

Borgarstjóri og borgarstjórn Auckland hafa tekið þá ákvörðun að fresta opnun stuðningsmannasvæðisins, svokölluðu Fan Zone, en það átti að opna með glæsibrag í morgun í tengslum við leik Nýja Sjálands og Noregs.

Opnunarleikur mótsins hefst núna klukkan sjö að íslenskum tíma.

Af virðingu við þá sem létust og alla þá sem þessi skelfilegi atburður snertir þá var tekin sú ákvörðun að fresta hátíðahöldunum á fimmtudag.

Stuðningsmannasvæðið mun opna á morgun föstudag. Ekki hefur verið lýst yfir hættuástandi í borginni vegna árásarinnar og þetta er ekki talið vera hryðjuverk. Heimsmeistaramótið fer því fram eins og ekkert hafi gerst.

Bandaríkin mætir Víetnam í fyrsta leik sínum á laugardaginn kemur og fer sá leikur fram í Auckland sem og leikur Ítalíu og Argentínu 24. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×