Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Heimir Már Pétursson skrifar 17. júlí 2023 19:20 Hluti af brúargólfi fyrir akstur bifreiða á Kerch brúnni féll í árásinni, en lestar fara um neðri hluta brúarinnar. AP/rannsóknarnefnd Rússa Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. Rússar segja hryðjuverkasveit Úkráinumanna hafa sprengt hluta Kerch brúar, sem þeir lögðu milli Rússlands og Krímskaga eftir að þeir hertóku skagan og innlimuðu síðan í Rússland árið 2014. Hjón sem óku eftir brúnni hefðu látist en ung dóttir þeirra haf komist lífs af. Kerch brúin er mikilvægasta samgönguæð Rússa við Krímskaga til að flytja bæði fólk, vistir og vopn. AP/ Svetlana Petrenko talskona rannsóknarnefndar Rússa segir engan vafa leika á sök Úkraínumanna. „Rannsóknin hefur leitt í ljós að einstaklingar frá sérsveitum úkraínska hersins stóðu að baki árásinni. Þeir skipulögðu og framkvæmdu þetta ódæði," segir Petrenko. Brúin, sem er mikilvægasta samgönguleið Rússa við Krím, var lokuð um tíma vegna atviksins. Úkraínumenn hafa ekki gengist við því að hafa ráðist á brúna. Rússar tilkynntu hins vegar í morgun að þeir ætluðu ekki að framlengja samkomulag Sameinuðu þjóðanna fyrir milligöngu Tyrkja, um örugga flutninga á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Þeir krefjast þess að Vesturlönd falli frá refsiaðgerðum sem hindri þeirra eigin útflutning, þótt þeir hafa slegið met í útflutningi á rússnesku korni og áburði undanarna mánuði. Vestræn tryggingafélög, sem tryggja nánast öll farskip í heiminum, hafa hins vegar neitað að tryggja rússnesk skip sem hefur áhrif á annan útflutning Rússa en á korni. Stöðvist kornútflutningurinn mun það helst bitna á fátækari ríkjum í Afríku, Miðausturlöndum og í Asíu. Recep Tayyip Erdogan forseti á von á Putin Rússlandsforseta í heimsókn i næsta mánuði. Hann voni að honum takist að sannfæra Putin um að halda í samkomulagið um kornútflutninginn.AP/Pavel Golovkin Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands er bjartsýnn á að honum takist að sannfæra Putin Rússlandsforseta um að virða samkomulagið, en hann er væntanlegur í heimsókn til Tyrklands í næsta mánuði. „Ef til vill getum við haft áhrif á Pútín með símtali áður en við fundum með honum í ágúst.," sagði Erdogan í dag. En utanríkisráðherrar Tyrklands og Rússlands muni einnig ræða málið. Vladimir Putin forseti Rússlands segir Rússa ekki hafa notað klasasprengjur í innrásini í Úkraínu, þót dæmi séu um það.AP/Alexander Kazakov Putin, sem ekki hefur sést í viðtali svo mánuðum skipti, sagði í gær að Bandaríkjamenn ætluðu að senda Úkraínu klasasprengjur því þeir ættu ekki mikið af stórskotum eftir fyrir þá. Hann þrætti aftur á móti fyrir að Rússar hefðu nokkru sinni beitt klasasprengjum í Úkraínu. „Þótt vitað sé að við höfum búið við skort á skotfærum til skamms tíma höfum við ekki beitt slíkum sprengjum. Hins vegar ef þeim verður beitt gegn okkur áskiljum við okkur þann rétt að svara í sömu mynt.," sagði Vladimir Putin í sjaldgæfu maður á mann viðtali við fréttamann í dag. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tyrkland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur Yfirvöld í Rússlandi ætla ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gert hefur Úkraínumönnum kleift að flytja út korn. Talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ákvörðunina ekki tengjast árásinni á brúnna yfir Kerch-sund. 17. júlí 2023 11:08 Tveir látnir í kjölfar sprenginga á brúnni milli Rússlands og Krímskaga Tveir eru látnir og Kerch-brúnni, sem tengir Krímskaga við Rússland, hefur verið lokað eftir að sprengingar heyrðust þar snemma í morgun. Svo virðist sem látnu hafi verið að aka yfir brúna þegar þau létust en yfirvöld í Belgorod segja um að ræða par, mann og konu. 17. júlí 2023 06:51 Rússar sölsa undir sig dótturfyrirtæki Carlsberg og Danone Stjórnvöld í Rússlandi hafa gert eignarnám í dótturfyrirtækjum bjórframleiðandans Carlsberg og jógúrtframleiðandanum Danone. Vladimir Pútín Rússlandsforseti undirritaði umrædda tilskipun, sem hefur fært félög fyrirtækjanna í Rússlandi undir eignaumsjónastofnunina Rosimushchestvo. 17. júlí 2023 08:53 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Rússar segja hryðjuverkasveit Úkráinumanna hafa sprengt hluta Kerch brúar, sem þeir lögðu milli Rússlands og Krímskaga eftir að þeir hertóku skagan og innlimuðu síðan í Rússland árið 2014. Hjón sem óku eftir brúnni hefðu látist en ung dóttir þeirra haf komist lífs af. Kerch brúin er mikilvægasta samgönguæð Rússa við Krímskaga til að flytja bæði fólk, vistir og vopn. AP/ Svetlana Petrenko talskona rannsóknarnefndar Rússa segir engan vafa leika á sök Úkraínumanna. „Rannsóknin hefur leitt í ljós að einstaklingar frá sérsveitum úkraínska hersins stóðu að baki árásinni. Þeir skipulögðu og framkvæmdu þetta ódæði," segir Petrenko. Brúin, sem er mikilvægasta samgönguleið Rússa við Krím, var lokuð um tíma vegna atviksins. Úkraínumenn hafa ekki gengist við því að hafa ráðist á brúna. Rússar tilkynntu hins vegar í morgun að þeir ætluðu ekki að framlengja samkomulag Sameinuðu þjóðanna fyrir milligöngu Tyrkja, um örugga flutninga á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Þeir krefjast þess að Vesturlönd falli frá refsiaðgerðum sem hindri þeirra eigin útflutning, þótt þeir hafa slegið met í útflutningi á rússnesku korni og áburði undanarna mánuði. Vestræn tryggingafélög, sem tryggja nánast öll farskip í heiminum, hafa hins vegar neitað að tryggja rússnesk skip sem hefur áhrif á annan útflutning Rússa en á korni. Stöðvist kornútflutningurinn mun það helst bitna á fátækari ríkjum í Afríku, Miðausturlöndum og í Asíu. Recep Tayyip Erdogan forseti á von á Putin Rússlandsforseta í heimsókn i næsta mánuði. Hann voni að honum takist að sannfæra Putin um að halda í samkomulagið um kornútflutninginn.AP/Pavel Golovkin Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands er bjartsýnn á að honum takist að sannfæra Putin Rússlandsforseta um að virða samkomulagið, en hann er væntanlegur í heimsókn til Tyrklands í næsta mánuði. „Ef til vill getum við haft áhrif á Pútín með símtali áður en við fundum með honum í ágúst.," sagði Erdogan í dag. En utanríkisráðherrar Tyrklands og Rússlands muni einnig ræða málið. Vladimir Putin forseti Rússlands segir Rússa ekki hafa notað klasasprengjur í innrásini í Úkraínu, þót dæmi séu um það.AP/Alexander Kazakov Putin, sem ekki hefur sést í viðtali svo mánuðum skipti, sagði í gær að Bandaríkjamenn ætluðu að senda Úkraínu klasasprengjur því þeir ættu ekki mikið af stórskotum eftir fyrir þá. Hann þrætti aftur á móti fyrir að Rússar hefðu nokkru sinni beitt klasasprengjum í Úkraínu. „Þótt vitað sé að við höfum búið við skort á skotfærum til skamms tíma höfum við ekki beitt slíkum sprengjum. Hins vegar ef þeim verður beitt gegn okkur áskiljum við okkur þann rétt að svara í sömu mynt.," sagði Vladimir Putin í sjaldgæfu maður á mann viðtali við fréttamann í dag.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tyrkland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur Yfirvöld í Rússlandi ætla ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gert hefur Úkraínumönnum kleift að flytja út korn. Talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ákvörðunina ekki tengjast árásinni á brúnna yfir Kerch-sund. 17. júlí 2023 11:08 Tveir látnir í kjölfar sprenginga á brúnni milli Rússlands og Krímskaga Tveir eru látnir og Kerch-brúnni, sem tengir Krímskaga við Rússland, hefur verið lokað eftir að sprengingar heyrðust þar snemma í morgun. Svo virðist sem látnu hafi verið að aka yfir brúna þegar þau létust en yfirvöld í Belgorod segja um að ræða par, mann og konu. 17. júlí 2023 06:51 Rússar sölsa undir sig dótturfyrirtæki Carlsberg og Danone Stjórnvöld í Rússlandi hafa gert eignarnám í dótturfyrirtækjum bjórframleiðandans Carlsberg og jógúrtframleiðandanum Danone. Vladimir Pútín Rússlandsforseti undirritaði umrædda tilskipun, sem hefur fært félög fyrirtækjanna í Rússlandi undir eignaumsjónastofnunina Rosimushchestvo. 17. júlí 2023 08:53 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur Yfirvöld í Rússlandi ætla ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gert hefur Úkraínumönnum kleift að flytja út korn. Talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ákvörðunina ekki tengjast árásinni á brúnna yfir Kerch-sund. 17. júlí 2023 11:08
Tveir látnir í kjölfar sprenginga á brúnni milli Rússlands og Krímskaga Tveir eru látnir og Kerch-brúnni, sem tengir Krímskaga við Rússland, hefur verið lokað eftir að sprengingar heyrðust þar snemma í morgun. Svo virðist sem látnu hafi verið að aka yfir brúna þegar þau létust en yfirvöld í Belgorod segja um að ræða par, mann og konu. 17. júlí 2023 06:51
Rússar sölsa undir sig dótturfyrirtæki Carlsberg og Danone Stjórnvöld í Rússlandi hafa gert eignarnám í dótturfyrirtækjum bjórframleiðandans Carlsberg og jógúrtframleiðandanum Danone. Vladimir Pútín Rússlandsforseti undirritaði umrædda tilskipun, sem hefur fært félög fyrirtækjanna í Rússlandi undir eignaumsjónastofnunina Rosimushchestvo. 17. júlí 2023 08:53