Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Heimir Már Pétursson skrifar 17. júlí 2023 19:20 Hluti af brúargólfi fyrir akstur bifreiða á Kerch brúnni féll í árásinni, en lestar fara um neðri hluta brúarinnar. AP/rannsóknarnefnd Rússa Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. Rússar segja hryðjuverkasveit Úkráinumanna hafa sprengt hluta Kerch brúar, sem þeir lögðu milli Rússlands og Krímskaga eftir að þeir hertóku skagan og innlimuðu síðan í Rússland árið 2014. Hjón sem óku eftir brúnni hefðu látist en ung dóttir þeirra haf komist lífs af. Kerch brúin er mikilvægasta samgönguæð Rússa við Krímskaga til að flytja bæði fólk, vistir og vopn. AP/ Svetlana Petrenko talskona rannsóknarnefndar Rússa segir engan vafa leika á sök Úkraínumanna. „Rannsóknin hefur leitt í ljós að einstaklingar frá sérsveitum úkraínska hersins stóðu að baki árásinni. Þeir skipulögðu og framkvæmdu þetta ódæði," segir Petrenko. Brúin, sem er mikilvægasta samgönguleið Rússa við Krím, var lokuð um tíma vegna atviksins. Úkraínumenn hafa ekki gengist við því að hafa ráðist á brúna. Rússar tilkynntu hins vegar í morgun að þeir ætluðu ekki að framlengja samkomulag Sameinuðu þjóðanna fyrir milligöngu Tyrkja, um örugga flutninga á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Þeir krefjast þess að Vesturlönd falli frá refsiaðgerðum sem hindri þeirra eigin útflutning, þótt þeir hafa slegið met í útflutningi á rússnesku korni og áburði undanarna mánuði. Vestræn tryggingafélög, sem tryggja nánast öll farskip í heiminum, hafa hins vegar neitað að tryggja rússnesk skip sem hefur áhrif á annan útflutning Rússa en á korni. Stöðvist kornútflutningurinn mun það helst bitna á fátækari ríkjum í Afríku, Miðausturlöndum og í Asíu. Recep Tayyip Erdogan forseti á von á Putin Rússlandsforseta í heimsókn i næsta mánuði. Hann voni að honum takist að sannfæra Putin um að halda í samkomulagið um kornútflutninginn.AP/Pavel Golovkin Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands er bjartsýnn á að honum takist að sannfæra Putin Rússlandsforseta um að virða samkomulagið, en hann er væntanlegur í heimsókn til Tyrklands í næsta mánuði. „Ef til vill getum við haft áhrif á Pútín með símtali áður en við fundum með honum í ágúst.," sagði Erdogan í dag. En utanríkisráðherrar Tyrklands og Rússlands muni einnig ræða málið. Vladimir Putin forseti Rússlands segir Rússa ekki hafa notað klasasprengjur í innrásini í Úkraínu, þót dæmi séu um það.AP/Alexander Kazakov Putin, sem ekki hefur sést í viðtali svo mánuðum skipti, sagði í gær að Bandaríkjamenn ætluðu að senda Úkraínu klasasprengjur því þeir ættu ekki mikið af stórskotum eftir fyrir þá. Hann þrætti aftur á móti fyrir að Rússar hefðu nokkru sinni beitt klasasprengjum í Úkraínu. „Þótt vitað sé að við höfum búið við skort á skotfærum til skamms tíma höfum við ekki beitt slíkum sprengjum. Hins vegar ef þeim verður beitt gegn okkur áskiljum við okkur þann rétt að svara í sömu mynt.," sagði Vladimir Putin í sjaldgæfu maður á mann viðtali við fréttamann í dag. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tyrkland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur Yfirvöld í Rússlandi ætla ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gert hefur Úkraínumönnum kleift að flytja út korn. Talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ákvörðunina ekki tengjast árásinni á brúnna yfir Kerch-sund. 17. júlí 2023 11:08 Tveir látnir í kjölfar sprenginga á brúnni milli Rússlands og Krímskaga Tveir eru látnir og Kerch-brúnni, sem tengir Krímskaga við Rússland, hefur verið lokað eftir að sprengingar heyrðust þar snemma í morgun. Svo virðist sem látnu hafi verið að aka yfir brúna þegar þau létust en yfirvöld í Belgorod segja um að ræða par, mann og konu. 17. júlí 2023 06:51 Rússar sölsa undir sig dótturfyrirtæki Carlsberg og Danone Stjórnvöld í Rússlandi hafa gert eignarnám í dótturfyrirtækjum bjórframleiðandans Carlsberg og jógúrtframleiðandanum Danone. Vladimir Pútín Rússlandsforseti undirritaði umrædda tilskipun, sem hefur fært félög fyrirtækjanna í Rússlandi undir eignaumsjónastofnunina Rosimushchestvo. 17. júlí 2023 08:53 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Rússar segja hryðjuverkasveit Úkráinumanna hafa sprengt hluta Kerch brúar, sem þeir lögðu milli Rússlands og Krímskaga eftir að þeir hertóku skagan og innlimuðu síðan í Rússland árið 2014. Hjón sem óku eftir brúnni hefðu látist en ung dóttir þeirra haf komist lífs af. Kerch brúin er mikilvægasta samgönguæð Rússa við Krímskaga til að flytja bæði fólk, vistir og vopn. AP/ Svetlana Petrenko talskona rannsóknarnefndar Rússa segir engan vafa leika á sök Úkraínumanna. „Rannsóknin hefur leitt í ljós að einstaklingar frá sérsveitum úkraínska hersins stóðu að baki árásinni. Þeir skipulögðu og framkvæmdu þetta ódæði," segir Petrenko. Brúin, sem er mikilvægasta samgönguleið Rússa við Krím, var lokuð um tíma vegna atviksins. Úkraínumenn hafa ekki gengist við því að hafa ráðist á brúna. Rússar tilkynntu hins vegar í morgun að þeir ætluðu ekki að framlengja samkomulag Sameinuðu þjóðanna fyrir milligöngu Tyrkja, um örugga flutninga á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Þeir krefjast þess að Vesturlönd falli frá refsiaðgerðum sem hindri þeirra eigin útflutning, þótt þeir hafa slegið met í útflutningi á rússnesku korni og áburði undanarna mánuði. Vestræn tryggingafélög, sem tryggja nánast öll farskip í heiminum, hafa hins vegar neitað að tryggja rússnesk skip sem hefur áhrif á annan útflutning Rússa en á korni. Stöðvist kornútflutningurinn mun það helst bitna á fátækari ríkjum í Afríku, Miðausturlöndum og í Asíu. Recep Tayyip Erdogan forseti á von á Putin Rússlandsforseta í heimsókn i næsta mánuði. Hann voni að honum takist að sannfæra Putin um að halda í samkomulagið um kornútflutninginn.AP/Pavel Golovkin Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands er bjartsýnn á að honum takist að sannfæra Putin Rússlandsforseta um að virða samkomulagið, en hann er væntanlegur í heimsókn til Tyrklands í næsta mánuði. „Ef til vill getum við haft áhrif á Pútín með símtali áður en við fundum með honum í ágúst.," sagði Erdogan í dag. En utanríkisráðherrar Tyrklands og Rússlands muni einnig ræða málið. Vladimir Putin forseti Rússlands segir Rússa ekki hafa notað klasasprengjur í innrásini í Úkraínu, þót dæmi séu um það.AP/Alexander Kazakov Putin, sem ekki hefur sést í viðtali svo mánuðum skipti, sagði í gær að Bandaríkjamenn ætluðu að senda Úkraínu klasasprengjur því þeir ættu ekki mikið af stórskotum eftir fyrir þá. Hann þrætti aftur á móti fyrir að Rússar hefðu nokkru sinni beitt klasasprengjum í Úkraínu. „Þótt vitað sé að við höfum búið við skort á skotfærum til skamms tíma höfum við ekki beitt slíkum sprengjum. Hins vegar ef þeim verður beitt gegn okkur áskiljum við okkur þann rétt að svara í sömu mynt.," sagði Vladimir Putin í sjaldgæfu maður á mann viðtali við fréttamann í dag.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tyrkland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur Yfirvöld í Rússlandi ætla ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gert hefur Úkraínumönnum kleift að flytja út korn. Talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ákvörðunina ekki tengjast árásinni á brúnna yfir Kerch-sund. 17. júlí 2023 11:08 Tveir látnir í kjölfar sprenginga á brúnni milli Rússlands og Krímskaga Tveir eru látnir og Kerch-brúnni, sem tengir Krímskaga við Rússland, hefur verið lokað eftir að sprengingar heyrðust þar snemma í morgun. Svo virðist sem látnu hafi verið að aka yfir brúna þegar þau létust en yfirvöld í Belgorod segja um að ræða par, mann og konu. 17. júlí 2023 06:51 Rússar sölsa undir sig dótturfyrirtæki Carlsberg og Danone Stjórnvöld í Rússlandi hafa gert eignarnám í dótturfyrirtækjum bjórframleiðandans Carlsberg og jógúrtframleiðandanum Danone. Vladimir Pútín Rússlandsforseti undirritaði umrædda tilskipun, sem hefur fært félög fyrirtækjanna í Rússlandi undir eignaumsjónastofnunina Rosimushchestvo. 17. júlí 2023 08:53 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur Yfirvöld í Rússlandi ætla ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gert hefur Úkraínumönnum kleift að flytja út korn. Talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ákvörðunina ekki tengjast árásinni á brúnna yfir Kerch-sund. 17. júlí 2023 11:08
Tveir látnir í kjölfar sprenginga á brúnni milli Rússlands og Krímskaga Tveir eru látnir og Kerch-brúnni, sem tengir Krímskaga við Rússland, hefur verið lokað eftir að sprengingar heyrðust þar snemma í morgun. Svo virðist sem látnu hafi verið að aka yfir brúna þegar þau létust en yfirvöld í Belgorod segja um að ræða par, mann og konu. 17. júlí 2023 06:51
Rússar sölsa undir sig dótturfyrirtæki Carlsberg og Danone Stjórnvöld í Rússlandi hafa gert eignarnám í dótturfyrirtækjum bjórframleiðandans Carlsberg og jógúrtframleiðandanum Danone. Vladimir Pútín Rússlandsforseti undirritaði umrædda tilskipun, sem hefur fært félög fyrirtækjanna í Rússlandi undir eignaumsjónastofnunina Rosimushchestvo. 17. júlí 2023 08:53