Umfjöllun: ÍBV - Keflavík 1-1 | Sjöunda jafntefli Keflavíkur Andri Már Eggertsson skrifar 16. júlí 2023 18:05 Vísir/Diego ÍBV og Keflavík skildu jöfn á Hásteinsvelli 1-1. Hermann Þór Ragnarsson kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Sami Kamel metin. Sindri Snær Magnússon fékk beint rautt spjald á 64. mínútu en ÍBV tókst ekki að bæta við marki einum fleiri. Það var rjómablíða í Vestmannaeyjum þegar ÍBV fékk Keflavík í heimsókn. Gestirnir byrjuðu af krafti og þegar innan við mínúta var liðin fékk Sindri Þór Guðmundsson boltann hægra megin í teignum en skot hans framhjá. Þegar fimmtán mínútur voru liðnar fengu Eyjamenn vítaspyrnu. Oleksii Kovtun var að dúlla sér með boltann í eigin vítateig. Bjarki Björn Gunnarsson vann boltann af honum og í kjölfarið braut Oleksii Kovtun klaufalega á honum. Felix Örn Friðriksson tók vítið og þrumaði boltanum í þverslána. Hermann Þór Ragnarsson braut ísinn á 43. mínútu. Oliver Heiðarsson átti sprett á hægri kantinum áður en hann renndi boltanum á Hermann Þór sem skoraði af stuttu færi. Oliver Heiðarsson fékk dauðafæri rétt áður en flautað var til hálfleiks til að bæta við öðru marki en Mathias Brinch Rosenorn gerði vel í að loka á hann. ÍBV var marki yfir í hálfleik 1-0. Eyjamenn mættu kærulausir í síðari hálfleik og gestirnir jöfnuðu eftir tæplega þrjár mínútur. Dagur Ingi fékk mikinn tíma á boltann og gaf síðan á Sami Kamel sem átti hnitmiðað skot sem fór milli fóta Tómasar Bent og í markið. Sindri Snær Magnússon fékk beint rautt spjald á 64. mínútu. Sindri og Tómas Bent lágu báðir í grasinu og eftir að dómarinn flautaði sparkaði Sindri í andlitið á Tómasi Bent. Boltinn var hjá hausnum á Tómasi en þetta var afar heimskuleg tilraun hjá Sindra sem fékk verðskuldað beint rautt spjald. Heimamenn fengu þó nokkur færi einum fleiri en náðu ekki að nýta sér liðsmuninn og Keflavík hélt út leikinn og niðurstaðan 1-1. Þetta var sjöunda jafntefli Keflavíkur á tímabilinu. Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Það var í raun með ólíkindum að Eyjamenn nýttu sér það ekki að vera einum fleiri í tæplega hálftíma. Eftir rauða spjaldið gerðu Keflvíkingar allt til þess að halda út og ná stigi sem gekk. Alex Freyr Hilmarsson fékk dauðafæri til þess að tryggja ÍBV sigurinn þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma en skot hans fór í stöngina. Hverjir stóðu upp úr? Það var nóg að gera hjá varnarmönnum Keflavíkur. Heimamenn sköpuðu sér þó nokkur færi til að skora meira en eitt mark en Mathias Rosenörn, markmaður Keflavíkur, varði vel þegar það reyndi á hann. Oliver Heiðarsson var beittur fram á við og lagði upp mark ÍBV. Hvað gekk illa? Felix Örn Friðriksson misnotaði vítaspyrnu snemma í leiknum. Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, gerði honum engan greiða með því að gera skiptingu í aðdraganda vítaspyrnunnar sem gerði það að verkum að Felix þurfti að bíða lengur eftir að fá að taka spyrnuna. Sindri Snær Magnússon fékk afar klaufalegt rautt spjald um miðjan síðari hálfleik og Keflavík þurfti að spila einum færri frá 64. mínútu. Eftir að Ívar Orri hafði flautað brot var boltinn við hausinn á Tómasi Bent og þá reyndi Sindri að sparka í hann og fékk réttilega rautt spjald. Hvað gerist næst? ÍBV fer á Kópavogsvöll næsta laugardag og mætir Breiðabliki klukkan 17:00. Mánudaginn 24. júlí mætast Keflavík og KA klukkan 18:00. Besta deild karla ÍBV Keflavík ÍF
ÍBV og Keflavík skildu jöfn á Hásteinsvelli 1-1. Hermann Þór Ragnarsson kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Sami Kamel metin. Sindri Snær Magnússon fékk beint rautt spjald á 64. mínútu en ÍBV tókst ekki að bæta við marki einum fleiri. Það var rjómablíða í Vestmannaeyjum þegar ÍBV fékk Keflavík í heimsókn. Gestirnir byrjuðu af krafti og þegar innan við mínúta var liðin fékk Sindri Þór Guðmundsson boltann hægra megin í teignum en skot hans framhjá. Þegar fimmtán mínútur voru liðnar fengu Eyjamenn vítaspyrnu. Oleksii Kovtun var að dúlla sér með boltann í eigin vítateig. Bjarki Björn Gunnarsson vann boltann af honum og í kjölfarið braut Oleksii Kovtun klaufalega á honum. Felix Örn Friðriksson tók vítið og þrumaði boltanum í þverslána. Hermann Þór Ragnarsson braut ísinn á 43. mínútu. Oliver Heiðarsson átti sprett á hægri kantinum áður en hann renndi boltanum á Hermann Þór sem skoraði af stuttu færi. Oliver Heiðarsson fékk dauðafæri rétt áður en flautað var til hálfleiks til að bæta við öðru marki en Mathias Brinch Rosenorn gerði vel í að loka á hann. ÍBV var marki yfir í hálfleik 1-0. Eyjamenn mættu kærulausir í síðari hálfleik og gestirnir jöfnuðu eftir tæplega þrjár mínútur. Dagur Ingi fékk mikinn tíma á boltann og gaf síðan á Sami Kamel sem átti hnitmiðað skot sem fór milli fóta Tómasar Bent og í markið. Sindri Snær Magnússon fékk beint rautt spjald á 64. mínútu. Sindri og Tómas Bent lágu báðir í grasinu og eftir að dómarinn flautaði sparkaði Sindri í andlitið á Tómasi Bent. Boltinn var hjá hausnum á Tómasi en þetta var afar heimskuleg tilraun hjá Sindra sem fékk verðskuldað beint rautt spjald. Heimamenn fengu þó nokkur færi einum fleiri en náðu ekki að nýta sér liðsmuninn og Keflavík hélt út leikinn og niðurstaðan 1-1. Þetta var sjöunda jafntefli Keflavíkur á tímabilinu. Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Það var í raun með ólíkindum að Eyjamenn nýttu sér það ekki að vera einum fleiri í tæplega hálftíma. Eftir rauða spjaldið gerðu Keflvíkingar allt til þess að halda út og ná stigi sem gekk. Alex Freyr Hilmarsson fékk dauðafæri til þess að tryggja ÍBV sigurinn þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma en skot hans fór í stöngina. Hverjir stóðu upp úr? Það var nóg að gera hjá varnarmönnum Keflavíkur. Heimamenn sköpuðu sér þó nokkur færi til að skora meira en eitt mark en Mathias Rosenörn, markmaður Keflavíkur, varði vel þegar það reyndi á hann. Oliver Heiðarsson var beittur fram á við og lagði upp mark ÍBV. Hvað gekk illa? Felix Örn Friðriksson misnotaði vítaspyrnu snemma í leiknum. Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, gerði honum engan greiða með því að gera skiptingu í aðdraganda vítaspyrnunnar sem gerði það að verkum að Felix þurfti að bíða lengur eftir að fá að taka spyrnuna. Sindri Snær Magnússon fékk afar klaufalegt rautt spjald um miðjan síðari hálfleik og Keflavík þurfti að spila einum færri frá 64. mínútu. Eftir að Ívar Orri hafði flautað brot var boltinn við hausinn á Tómasi Bent og þá reyndi Sindri að sparka í hann og fékk réttilega rautt spjald. Hvað gerist næst? ÍBV fer á Kópavogsvöll næsta laugardag og mætir Breiðabliki klukkan 17:00. Mánudaginn 24. júlí mætast Keflavík og KA klukkan 18:00.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti