Myndi frekar hætta en að spila LIV-golf Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. júlí 2023 22:31 Rory McIlroy er ekki beint aðdáandi LIV-mótaraðarinnar. Octavio Passos/Getty Images Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy hefur aldrei reynt að fela tilfinningar sínar í garð sádiarabísku LIV-mótaraðarinnar í golfi og segir að ef það væri eini staðurinn í heiminum þar sem enn væri hægt að spila golf myndi hann frekar hætta en að taka þátt. McIlroy, sem situr í þriðja sæti heimslistans í golfi, hefur verið hávær í gagnrýni sinni á LIV-mótaröðinni. Sú gagnrýni hefur ekki minnkað eftir að tilkynnt var um yfirvofandi samruna LIV- og PGA-mótaraðanna. Á dögunum bárust hins vegar fréttir af því að honum og Tiger Woods, einum besta kylfingi sögunnar, gæti verið boðið að eignast lið á LIV-mótaröðinni sem hluti af samrunanum, en Tiger Woods hefur einnig gagnrýnt LIV-mótaröðina harðlega. McIlroy hefur þó að öllum líkindum útilokað það algjörlega að hann vilji eignast lið á LIV-mótaröðinni, en hann segir að hann myndi frekar hætta en að spila á LIV-mótaröðinni. „Ef LIV-mótaröðin væri síðasti staðurinn á jörðinni þar sem enn væri hægt að spila golf þá myndi ég hætta. Þannig líður mér gagnvart henni. Ég myndi spila á risamótunum, en annars þætti mér það nokkuð auðvelt,“ sagði McIlroy. Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
McIlroy, sem situr í þriðja sæti heimslistans í golfi, hefur verið hávær í gagnrýni sinni á LIV-mótaröðinni. Sú gagnrýni hefur ekki minnkað eftir að tilkynnt var um yfirvofandi samruna LIV- og PGA-mótaraðanna. Á dögunum bárust hins vegar fréttir af því að honum og Tiger Woods, einum besta kylfingi sögunnar, gæti verið boðið að eignast lið á LIV-mótaröðinni sem hluti af samrunanum, en Tiger Woods hefur einnig gagnrýnt LIV-mótaröðina harðlega. McIlroy hefur þó að öllum líkindum útilokað það algjörlega að hann vilji eignast lið á LIV-mótaröðinni, en hann segir að hann myndi frekar hætta en að spila á LIV-mótaröðinni. „Ef LIV-mótaröðin væri síðasti staðurinn á jörðinni þar sem enn væri hægt að spila golf þá myndi ég hætta. Þannig líður mér gagnvart henni. Ég myndi spila á risamótunum, en annars þætti mér það nokkuð auðvelt,“ sagði McIlroy.
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira