Golf

Myndi frekar hætta en að spila LIV-golf

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Rory McIlroy er ekki beint aðdáandi LIV-mótaraðarinnar.
Rory McIlroy er ekki beint aðdáandi LIV-mótaraðarinnar. Octavio Passos/Getty Images

Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy hefur aldrei reynt að fela tilfinningar sínar í garð sádiarabísku LIV-mótaraðarinnar í golfi og segir að ef það væri eini staðurinn í heiminum þar sem enn væri hægt að spila golf myndi hann frekar hætta en að taka þátt.

McIlroy, sem situr í þriðja sæti heimslistans í golfi, hefur verið hávær í gagnrýni sinni á LIV-mótaröðinni. Sú gagnrýni hefur ekki minnkað eftir að tilkynnt var um yfirvofandi samruna LIV- og PGA-mótaraðanna.

Á dögunum bárust hins vegar fréttir af því að honum og Tiger Woods, einum besta kylfingi sögunnar, gæti verið boðið að eignast lið á LIV-mótaröðinni sem hluti af samrunanum, en Tiger Woods hefur einnig gagnrýnt LIV-mótaröðina harðlega.

McIlroy hefur þó að öllum líkindum útilokað það algjörlega að hann vilji eignast lið á LIV-mótaröðinni, en hann segir að hann myndi frekar hætta en að spila á LIV-mótaröðinni.

„Ef LIV-mótaröðin væri síðasti staðurinn á jörðinni þar sem enn væri hægt að spila golf þá myndi ég hætta. Þannig líður mér gagnvart henni. Ég myndi spila á risamótunum, en annars þætti mér það nokkuð auðvelt,“ sagði McIlroy.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×