Kassabílar við vígslu nýrrar brúar yfir Stóru-Laxá Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. júlí 2023 20:31 Félagarnir Hrafnkell Máni og Snorri á kassabílnum, sem þeir smíðuðu sjálfir. Snorri tekur hér á móti árnaðaróskum í símanum sínum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Börn og kassabílar voru í aðalhlutverki í dag þegar ný tvíbreið brú var formlega opnuð yfir Stóru – Laxá, sem liggur á mörkum Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Hrunamannahrepps. Umferð yfir nýju brúna var opnuð 25. júní þó brúin hafi ekki verið formlega opnuð fyrr en í dag. Nýja brúin kemur í stað einbreiðrar 120 metra langrar brúar frá árinu 1985, sem er þó enn á sínum stað og verður meðal annars notuð fyrir umferð reiðhjólafólks og hestamanna. Innviðaráðherra, forstjóri Vegagerðarinnar og oddvitar Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Hrunamannahrepps sáu um að klippa á borðann á brúnni. Sigurður Ingi, innviðaráðherra er að sjálfsögðu kampakátur með daginn og vígsluna því hann býr í næsta nágrenni við brúna. „Þetta erstórglæsilegt mannvirki og mikilvægt og það er gríðarleg umferð yfir þessa brú eða níu sinnum meiri umferð en það viðmið, sem við notum við einbreiðar brýr þó hún sé ekki á hringveginum og þess vegna mikilvægur áfangi í öryggismálum hvað varðar fækkun einbreiðra brúa,“ segir Sigurður Ingi og bætir við. „Við ætlum að útrýma einbreiðum brúm á hringveginum í næstu samgönguáætlun á 15 árum en við höfum fækkað þeim umtalsvert á síðustu árum“. Hvað eru þær margar í dag? „Þær eru 29 á hringveginum en í vegakerfinu okkar eru þær yfir 600,“ segir Sigurður Ingi. Það kom í hlut innviðaráðherra, forstjóra Vegagerðarinnar og oddvita Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps að klippa á borðann á nýju brúnni í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftir formlegu opnunina fengu oddvitarnir það hlutverk að ýta krökkum á kassabílum yfir brúnna og þar með var hún formlega opnuð. „Það gekk bara mjög vel, við vorum í fyrsta sæti á besta tímanum, þannig að Skeiða og Gnúpverjahreppur vann,“ segja félagarnir Hrafnkell Máni Sigfússon 13 ára úr Skeiða og Gnúpverjahreppi og Snorri Ingvarsson 12 ára úr sama sveitarfélagi, sem voru í öðrum kassabílnum en þeir smíðuðu hann úr barnakerru. Ístak sá um smíði nýju brúarinnar og var kostnaður við verkið um 790 milljónir króna. Fjölmenni mætti við vígsluathöfnina í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hrunamannahreppur Vegagerð Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Umferð yfir nýju brúna var opnuð 25. júní þó brúin hafi ekki verið formlega opnuð fyrr en í dag. Nýja brúin kemur í stað einbreiðrar 120 metra langrar brúar frá árinu 1985, sem er þó enn á sínum stað og verður meðal annars notuð fyrir umferð reiðhjólafólks og hestamanna. Innviðaráðherra, forstjóri Vegagerðarinnar og oddvitar Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Hrunamannahrepps sáu um að klippa á borðann á brúnni. Sigurður Ingi, innviðaráðherra er að sjálfsögðu kampakátur með daginn og vígsluna því hann býr í næsta nágrenni við brúna. „Þetta erstórglæsilegt mannvirki og mikilvægt og það er gríðarleg umferð yfir þessa brú eða níu sinnum meiri umferð en það viðmið, sem við notum við einbreiðar brýr þó hún sé ekki á hringveginum og þess vegna mikilvægur áfangi í öryggismálum hvað varðar fækkun einbreiðra brúa,“ segir Sigurður Ingi og bætir við. „Við ætlum að útrýma einbreiðum brúm á hringveginum í næstu samgönguáætlun á 15 árum en við höfum fækkað þeim umtalsvert á síðustu árum“. Hvað eru þær margar í dag? „Þær eru 29 á hringveginum en í vegakerfinu okkar eru þær yfir 600,“ segir Sigurður Ingi. Það kom í hlut innviðaráðherra, forstjóra Vegagerðarinnar og oddvita Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps að klippa á borðann á nýju brúnni í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftir formlegu opnunina fengu oddvitarnir það hlutverk að ýta krökkum á kassabílum yfir brúnna og þar með var hún formlega opnuð. „Það gekk bara mjög vel, við vorum í fyrsta sæti á besta tímanum, þannig að Skeiða og Gnúpverjahreppur vann,“ segja félagarnir Hrafnkell Máni Sigfússon 13 ára úr Skeiða og Gnúpverjahreppi og Snorri Ingvarsson 12 ára úr sama sveitarfélagi, sem voru í öðrum kassabílnum en þeir smíðuðu hann úr barnakerru. Ístak sá um smíði nýju brúarinnar og var kostnaður við verkið um 790 milljónir króna. Fjölmenni mætti við vígsluathöfnina í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hrunamannahreppur Vegagerð Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira