„Lögreglan gerir ekkert til þess að framfylgja þessu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. júlí 2023 06:45 Birgir furðar sig á því að lögregla nýti myndefni í tilviki vörubílstjóra Samskipa en geti ekki gert slíkt hið sama í tilviki hjólreiðafólks. Formaður Reiðhjólabænda, furðar sig á tvískinnungi lögreglu þegar kemur að rannsókn á umferðarbrotum þegar um bíla er að ræða annars vegar og hjól hins vegar. Sjálfsagt sé að nota myndefni þegar ofsaakstur vöruflutningabílstjóra á Vesturlandi sé rannsakaður en ekki þegar um brot gegn hjólreiðafólki sé að ræða. Vísir ræddi í gær við lögregluna á Vesturlandi vegna stórhættulegs framúraksturs bílstjóra Samskipa á hringveginum sem náðist á myndband. Lögregla sagði myndbönd vera lykilsönnunargagn í málinu. Birgir Birgisson, formaður Reiðhjólabænda, furðar sig á svörum lögreglu til Vísis vegna málsins. Hann spyr sig hvers vegna svo auðvelt það reynist lögreglunni að bregðast við slíku innsendu myndefni, á meðan samskonar myndefni frá hjólreiðafólki, sem nær daglega upplifi samskonar ofsaakstur, fáist ekki einu sinni skoðað af rannsakendum. Það er augljóst að lögregla tekur ofsaaksturinn á vesturlandi alvarlega? „Já og að sjálfsögðu á hún að gera það. Það er full ástæða til, þarna hefðu fimm eða tíu manns getað misst lífið. En þegar hjólreiðafólk með myndefni af brotum ökumanna ætlar að kæra sín mál og vilja fá þau rannsökuð þá eru menn oft hálf partinn talaðir af því að reyna að kæra þau.“ Héldu að öryggi sitt væri tryggt með nýjum lögum Hann bendir á að umferðarlög hafi verið endurskoðuð í heild sinni árið 2019 og framúrakstur bíla úr reiðhjólum með minna en eins og hálfs metra bili gerður ólöglegur og þeir ökumenn sem það geri því brotlegir við lög. „Við fögnuðum þessu ægilega og héldum að öryggi okkar væri tryggt. Síðan gerist það merkilega að lögreglan gerir ekkert til þess að framfylgja þessu.“ Birgir segir lögreglu oft fella niður rannsókn á ofsaakstri þar sem hjólreiðafólk á í hlut og bera fyrir sig dómafordæmi þar sem myndefni frá almenningi hefur ekki dugað til að ná fram sekt eða sakfellingu. Hann hafi aldrei fengið skýringar á því um hvaða dómafordæmi séu að ræða. „En ég hef fengið lögfróðar manneskjur til að hafa uppi á þessum fordæmum fyrir mig og í þeim málum sem fundist hafa er þetta oftast um það að ekki sé hægt að sanna með myndefni að ökumenn hafi stundað hraðakstur eða glæfralegan akstur. Þá hefur ekki dugað að nota myndefni öryggismyndavéla því það er ekki hægt að sanna hraða bíls. En þegar hjólreiðafólk lendir í lífshættulegum framúrakstri snýst þetta ekki um hraða bíls, þannig að ég skil ekki hvernig það eru haldbær rök.“ Hjólreiðafólki þyki því skjóta skökku við að ekki þurfi annað en myndband frá vegfarenda í máli vörubílstjóra Samskipa. „Sem er auðvitað sjálfsagt mál, og fínt að fólk sé með árvekni gagnvart því - en þá er lögregla búin að setja rannsókn í gang sólarhring seinna?! Þetta er innsent myndband rétt eins og okkar og það er tæplega komin fram formleg kæra þegar lögregla fer af stað.“ Hafi tekið myndband af eigin brotum Birgir nefnir sem dæmi að í ágúst í fyrra hafi ökumaður bíls sett inn á Facebook hópinn „Íslensk bílamyndbönd“ eigin upptöku af því þegar hann tók fram úr þrettán hjólreiðamönnum á einni mínútu í Garðabæ „Hann tók sjálfur upp sín brot. Þrettán talsins sem hefðu átt að kosta 260 þúsund krónur í sekt. Birtir það á samfélagsmiðlum klukkutíma síðar. Ég fór til lögreglunnar í Hafnarfirði þar sem þetta er í þeirra umdæmi og bókaði kærumóttökutíma en það tók þá innan við tvær vikur að fella málið niður án rökstuðnings.“ Hann bætir því við að hann hafi sjálfur lent í hremmingum úti á Granda í vesturbæ Reykjavíkur fyrir tveimur árum. Þar hafi ökumaður sveigt fyrir hann, snöggbremsað og gert allt sem í hans valdi stóð til þess að valda slysi. „Málið er tveggja ára gamalt og ökumaðurinn hefur ekki einu sinni verið kallaður í skýrslutöku. Meðhöndlun þessara mála er út í hött og það er ekkert samræmi í því á milli embætta hvernig menn meðhöndla þau. Það vekur furðu,“ segir Birgir. Birgir hefur sjálfur birt myndbönd af því þegar hann hefur lent í tæpum framúrakstri ökumanna bíla. Samgöngur Umferð Umferðaröryggi Hjólreiðar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira
Vísir ræddi í gær við lögregluna á Vesturlandi vegna stórhættulegs framúraksturs bílstjóra Samskipa á hringveginum sem náðist á myndband. Lögregla sagði myndbönd vera lykilsönnunargagn í málinu. Birgir Birgisson, formaður Reiðhjólabænda, furðar sig á svörum lögreglu til Vísis vegna málsins. Hann spyr sig hvers vegna svo auðvelt það reynist lögreglunni að bregðast við slíku innsendu myndefni, á meðan samskonar myndefni frá hjólreiðafólki, sem nær daglega upplifi samskonar ofsaakstur, fáist ekki einu sinni skoðað af rannsakendum. Það er augljóst að lögregla tekur ofsaaksturinn á vesturlandi alvarlega? „Já og að sjálfsögðu á hún að gera það. Það er full ástæða til, þarna hefðu fimm eða tíu manns getað misst lífið. En þegar hjólreiðafólk með myndefni af brotum ökumanna ætlar að kæra sín mál og vilja fá þau rannsökuð þá eru menn oft hálf partinn talaðir af því að reyna að kæra þau.“ Héldu að öryggi sitt væri tryggt með nýjum lögum Hann bendir á að umferðarlög hafi verið endurskoðuð í heild sinni árið 2019 og framúrakstur bíla úr reiðhjólum með minna en eins og hálfs metra bili gerður ólöglegur og þeir ökumenn sem það geri því brotlegir við lög. „Við fögnuðum þessu ægilega og héldum að öryggi okkar væri tryggt. Síðan gerist það merkilega að lögreglan gerir ekkert til þess að framfylgja þessu.“ Birgir segir lögreglu oft fella niður rannsókn á ofsaakstri þar sem hjólreiðafólk á í hlut og bera fyrir sig dómafordæmi þar sem myndefni frá almenningi hefur ekki dugað til að ná fram sekt eða sakfellingu. Hann hafi aldrei fengið skýringar á því um hvaða dómafordæmi séu að ræða. „En ég hef fengið lögfróðar manneskjur til að hafa uppi á þessum fordæmum fyrir mig og í þeim málum sem fundist hafa er þetta oftast um það að ekki sé hægt að sanna með myndefni að ökumenn hafi stundað hraðakstur eða glæfralegan akstur. Þá hefur ekki dugað að nota myndefni öryggismyndavéla því það er ekki hægt að sanna hraða bíls. En þegar hjólreiðafólk lendir í lífshættulegum framúrakstri snýst þetta ekki um hraða bíls, þannig að ég skil ekki hvernig það eru haldbær rök.“ Hjólreiðafólki þyki því skjóta skökku við að ekki þurfi annað en myndband frá vegfarenda í máli vörubílstjóra Samskipa. „Sem er auðvitað sjálfsagt mál, og fínt að fólk sé með árvekni gagnvart því - en þá er lögregla búin að setja rannsókn í gang sólarhring seinna?! Þetta er innsent myndband rétt eins og okkar og það er tæplega komin fram formleg kæra þegar lögregla fer af stað.“ Hafi tekið myndband af eigin brotum Birgir nefnir sem dæmi að í ágúst í fyrra hafi ökumaður bíls sett inn á Facebook hópinn „Íslensk bílamyndbönd“ eigin upptöku af því þegar hann tók fram úr þrettán hjólreiðamönnum á einni mínútu í Garðabæ „Hann tók sjálfur upp sín brot. Þrettán talsins sem hefðu átt að kosta 260 þúsund krónur í sekt. Birtir það á samfélagsmiðlum klukkutíma síðar. Ég fór til lögreglunnar í Hafnarfirði þar sem þetta er í þeirra umdæmi og bókaði kærumóttökutíma en það tók þá innan við tvær vikur að fella málið niður án rökstuðnings.“ Hann bætir því við að hann hafi sjálfur lent í hremmingum úti á Granda í vesturbæ Reykjavíkur fyrir tveimur árum. Þar hafi ökumaður sveigt fyrir hann, snöggbremsað og gert allt sem í hans valdi stóð til þess að valda slysi. „Málið er tveggja ára gamalt og ökumaðurinn hefur ekki einu sinni verið kallaður í skýrslutöku. Meðhöndlun þessara mála er út í hött og það er ekkert samræmi í því á milli embætta hvernig menn meðhöndla þau. Það vekur furðu,“ segir Birgir. Birgir hefur sjálfur birt myndbönd af því þegar hann hefur lent í tæpum framúrakstri ökumanna bíla.
Samgöngur Umferð Umferðaröryggi Hjólreiðar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira