Staðan á Reykjanesi eftir daginn í dag Máni Snær Þorláksson skrifar 9. júlí 2023 00:00 Jarðskjálftinn sem reið yfir rétt fyrir klukkan 18 átti upptök sín vestan við Kleifarvatn. Vísir/Arnar Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Ísland segir að staðan á Reykjanesinu sé ennþá óbreytt frá því fyrr í kvöld. Nokkuð kröftugur jarðskjálfti reið yfir rétt fyrir klukkan 18 í dag en ennþá er ekki byrjað að gjósa. Greint var frá því í hádeginu í dag að ný GPS gögn bendi til þess að kvikan á Reykjanesi sé aðeins á kílómetra dýpi eða jafnvel minna. Um eftirmiðdaginn var lítið sem ekkert að frétta af stöðu kvikunnar og staðan nokkuð óbreytt. „Í rauninni er staðan bara sú að kvikan virðist að öllum líkindum vera mjög grunnt og það er eiginlega ekki hægt að segja neitt meira eða nákvæmara heldur en það. Svo er bara að bíða og sjá hvort hún nái að brjótast upp þennan síðasta áfanga eða ekki,“ sagði Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Það dró svo til tíðinda um klukkustund síðar þegar jarðskjálfti að stærð 4,5 reið yfir. Sá skjálfti átti upptök sín rétt vestan við Kleifarvatn. Talið er að það hafi verið um svokallaðan gikkskjálfta að ræða en slíkir skjálftar verða vegna spennubreytinga á svæðinu. Eina leiðin að bíða og sjá hvað gerist Síðan sá skjálfti reið yfir hefur staðan þó verið nokkuð róleg. „Það er ekkert akkúrat núna virðist vera. Það virðist allt vera bara eins. Sjáum ekkert þannig á mælunum hjá okkur eða á vefmyndavélum,“ segir Böðvar Sveinsson náttúruvársérfræðingur í samtali við fréttastofu. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sagði í samtali við RÚV fyrr í kvöld að hann haldi að það sé frekar stutt í gos. Það sagði hann vera vegna þéttra smáskjálfta sem hafa átt sér stað í dag. „Það eru alls konar undanfarar og svona þyrping smáskjálfta er eitt af því. Það kom smá svoleiðis í dag en það kom ekki gos strax í kjölfarið,“ segir Böðvar í tengslum við smáskjálftana. Nú þurfi bara að halda áfram að bíða og sjá hvað gerist. „Það er eiginlega eina leiðin.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vogar Tengdar fréttir Voru stödd við upptök skjálftans: „Höfum aldrei upplifað annað eins“ Jarðskjálfti að stærðinni 4,5 reið yfir rétt fyrir klukkan 18 í dag. Skjálftinn átti upptök sín vestan við Kleifarvatn. Hjón sem voru stödd við vatnið þegar skjálftinn kom segjast aldrei hafa upplifað annað eins. 8. júlí 2023 20:17 Bein útsending: Skjálftasvæðið á Reykjanesi Vísir hefur sett af stað beint streymi af svæðinu í Meradölum þar sem talið er líklegt er að eldgos geti hafist. 6. júlí 2023 16:42 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Sjá meira
Greint var frá því í hádeginu í dag að ný GPS gögn bendi til þess að kvikan á Reykjanesi sé aðeins á kílómetra dýpi eða jafnvel minna. Um eftirmiðdaginn var lítið sem ekkert að frétta af stöðu kvikunnar og staðan nokkuð óbreytt. „Í rauninni er staðan bara sú að kvikan virðist að öllum líkindum vera mjög grunnt og það er eiginlega ekki hægt að segja neitt meira eða nákvæmara heldur en það. Svo er bara að bíða og sjá hvort hún nái að brjótast upp þennan síðasta áfanga eða ekki,“ sagði Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Það dró svo til tíðinda um klukkustund síðar þegar jarðskjálfti að stærð 4,5 reið yfir. Sá skjálfti átti upptök sín rétt vestan við Kleifarvatn. Talið er að það hafi verið um svokallaðan gikkskjálfta að ræða en slíkir skjálftar verða vegna spennubreytinga á svæðinu. Eina leiðin að bíða og sjá hvað gerist Síðan sá skjálfti reið yfir hefur staðan þó verið nokkuð róleg. „Það er ekkert akkúrat núna virðist vera. Það virðist allt vera bara eins. Sjáum ekkert þannig á mælunum hjá okkur eða á vefmyndavélum,“ segir Böðvar Sveinsson náttúruvársérfræðingur í samtali við fréttastofu. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sagði í samtali við RÚV fyrr í kvöld að hann haldi að það sé frekar stutt í gos. Það sagði hann vera vegna þéttra smáskjálfta sem hafa átt sér stað í dag. „Það eru alls konar undanfarar og svona þyrping smáskjálfta er eitt af því. Það kom smá svoleiðis í dag en það kom ekki gos strax í kjölfarið,“ segir Böðvar í tengslum við smáskjálftana. Nú þurfi bara að halda áfram að bíða og sjá hvað gerist. „Það er eiginlega eina leiðin.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vogar Tengdar fréttir Voru stödd við upptök skjálftans: „Höfum aldrei upplifað annað eins“ Jarðskjálfti að stærðinni 4,5 reið yfir rétt fyrir klukkan 18 í dag. Skjálftinn átti upptök sín vestan við Kleifarvatn. Hjón sem voru stödd við vatnið þegar skjálftinn kom segjast aldrei hafa upplifað annað eins. 8. júlí 2023 20:17 Bein útsending: Skjálftasvæðið á Reykjanesi Vísir hefur sett af stað beint streymi af svæðinu í Meradölum þar sem talið er líklegt er að eldgos geti hafist. 6. júlí 2023 16:42 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Sjá meira
Voru stödd við upptök skjálftans: „Höfum aldrei upplifað annað eins“ Jarðskjálfti að stærðinni 4,5 reið yfir rétt fyrir klukkan 18 í dag. Skjálftinn átti upptök sín vestan við Kleifarvatn. Hjón sem voru stödd við vatnið þegar skjálftinn kom segjast aldrei hafa upplifað annað eins. 8. júlí 2023 20:17
Bein útsending: Skjálftasvæðið á Reykjanesi Vísir hefur sett af stað beint streymi af svæðinu í Meradölum þar sem talið er líklegt er að eldgos geti hafist. 6. júlí 2023 16:42