Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Noregur 1-1 | Ótrúlegt jöfnunarmark Eggerts hélt draumnum á lífi Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. júlí 2023 23:00 Eggert Aron var eðlilega hæstánægður með mark dagsins. Vísir/Hulda Margrét Ísland mætti Noregi i annarri umferð Evrópumóts u19 ára landsliða karla. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli eftir að Noregur komst yfir, mörk leiksins skoruðu Alwande Roaldsøy og Eggert Aron Guðmundsson. Fyrri halfleikur var fremur tíðindalaus, bæði lið lágu langt til baka og pressuðu lítið upp völlinn. Ísland helt vel i boltann i upphafi leiks og sóttu helst upp vinstri vænginn þar sem Stjörnumennirnir Eggert Aron og Róbert Frosti Þorkelsson tengdu vel saman. Róbert Frosti Þorkelsson Vísir/Hulda Margrét En þegar líða tók á hálfleikinn féll íslenska liðið aftar, hleypti Norðmönnum ofar á völlinn og reiddu sig meira á skyndisoknir til ad skapa sér færi. Norðmenn sköpudu sér tvö góð skotfæri fyrir utan teig en i bæði skiptin tókst íslenskum varnarmanni ad renna sér fyrir skotið. Eina skot Noregs á markið kom eftir hornspyrnu en þar náði fyrirliðinn Nikolai Hopland skalla sem Lúkas Peterson varði vel. Lúkas Petersson í háloftunum.Vísir/Hulda Margrét Hættulegasta færi Islands átti Ágúst Orri Þorsteinsson eftir gott samspil vid Adolf Daða Birgisson, Ágústi Orra tókst ad snúa varmarmanninn af sér og hleypa skotinu af inni í vítateig Noregs en markvörður þeirra var vel á verdi og blakaði boltann aftur fyrir. Fyrsta mark leiksins kom svo á 64. minútu begar Alwande Roaldsøy skoradi úr vitaspyrnu sem Eggert Aron Guômundsson gaf frá sér. Fagna því að komast yfir.Vísir/Hulda Margrét Ólafur Ingi gerði nokkrar skiptingar til að lífga upp á sóknarleikinn og freista bess að ná inn jöfnunarmarkinu. Þjálfarinn skipti allri sóknarlinu sinni út fyrir nýja menn, að fráskildum Eggerti Aroni sem hafði verið hættulegasti maður íslenska liðsins framan af leiknum. Eggert skoraði svo stórglæsilegt jöfnunarmark á 89. minútu leiksins, eftir stutt þríhyrningsspil við Guðmund Baldvin Nökkvason tókst Eggerti ad prjóna sig i gegnum þétta vörn Norðmanna og slútta færinu á snyrtilegan hátt. Markinu fagnað.Vísir/Hulda Margrét Fleiri urðu mörkin ekki og niðurstaða leiksins 1-1 jafntefli. Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Jafntefli var líklega sanngjörn niðurstaða í bessum leik, bæði lið spiluðu þéttan varnarleik og gáfu fá færi á sér. Íslenska liðið leyfði Norðmönnum að halda aðeins í boltann og hleyptu beim upp á völlinn en tókst ad framkvæma skyndisóknir sínar vel. Hverjir stóðu upp úr? Logi Hrafn átti góðan dag í vörninni, skallaði boltann ítrekað frá og kom oft í veg fyrir ad Norðmenn kæmust i færi. Fram á við var Eggert Aron enn og aftur hættulegasti maður Íslands, ekki ad ástæðulausu að þjálfarinn kaus ad skipta honum ekki út. Logi Hrafn á boltanum.Vísir/Hulda Margrét Hvad gekk illa? Varnarleikur islenska liðsins hélt ágætlega í þessum leik fyrir utan eina klaufalega vítaspyrnu sem þeir gáfu frá sér. Liðið var samt of oft að missa boltann og klúðra einföldum sendingum, sem skapaði hættu og óöryggi i öftustu línu. Hvað gerist næst? Ísland leikur næst gegn Grikklandi, mánudaginn 10. júlí. Med sigri þar hefur liðið möguleika til að komast i undanúrslit keppninnar, að því gefnu að Noregur tapi gegn Spáni. „Vitum að við erum betri en þeir“ „Gott að hafa jafnað þetta, fannst við eiga það skilið. Svekkjandi að fá þetta víti á sig og að hafa ekki unnið þennan leik,“ sagði Arnar Daði Aðalsteinsson að leik loknum. „Vitum að við erum betri þeir, svekkjandi að hafa ekki fengið meira út úr þessum leik. Á eftir að sjá þetta víti aftur en held að þetta hafi verið algjört kjaftæði.“ „Geggjað að koma inn þessu stigi og eiga enn möguleika í keppninni. Gaman að halda okkur inn í þessu. Gott að ná þessu stigi inn og tökum því en miðað við hvernig leikurinn spilaðist hefðum við getað náð í þrjú stig í dag,“ sagði Sigurbergur Áki Jörundsson að leik loknum. Viðtölin við Arnar Daða og Sigurberg Áka má sjá í spilaranum hér að ofan. Myndir Byrjunarlið dagsins.Vísir/Hulda Margrét Stuðningurinn úr stúkunni var góður.Vísir/Hulda Margrét Sigurbergur Áki JörundssonVísir/Hulda Margrét Ágúst Orri Þorsteinsson.Vísir/Hulda Margrét Gísli Gottskálk Þórðarson og Arnar Daði Aðalsteinsson.Vísir/Hulda Margrét Menn ekki sáttir þegar dómarinn dæmdi víti.Vísir/Hulda Margrét Norðmenn réðu lítið við Eggert Aron.Vísir/Hulda Margrét Norðmenn gerðu hvað þeir gátu til að stöðva Eggert Aron.Vísir/Hulda Margrét Marki Eggerts Arons var fagnað vel og innilega.Vísir/Hulda Margrét Fótbolti Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Spánverjar gengu frá Grikkjum strax í upphafi Spánn átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Grikkland að velli í Evrópumóti U-19 ára landsliða karla í knattspyrnu, lokatölur 5-0. Bæði þessi lið leika með Íslandi í riðli en íslensku strákarnir mæta Noregi klukkan 19.00 í kvöld. Verður leikurinn í beinni textalýsingu hér á Vísi. 7. júlí 2023 18:00
Ísland mætti Noregi i annarri umferð Evrópumóts u19 ára landsliða karla. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli eftir að Noregur komst yfir, mörk leiksins skoruðu Alwande Roaldsøy og Eggert Aron Guðmundsson. Fyrri halfleikur var fremur tíðindalaus, bæði lið lágu langt til baka og pressuðu lítið upp völlinn. Ísland helt vel i boltann i upphafi leiks og sóttu helst upp vinstri vænginn þar sem Stjörnumennirnir Eggert Aron og Róbert Frosti Þorkelsson tengdu vel saman. Róbert Frosti Þorkelsson Vísir/Hulda Margrét En þegar líða tók á hálfleikinn féll íslenska liðið aftar, hleypti Norðmönnum ofar á völlinn og reiddu sig meira á skyndisoknir til ad skapa sér færi. Norðmenn sköpudu sér tvö góð skotfæri fyrir utan teig en i bæði skiptin tókst íslenskum varnarmanni ad renna sér fyrir skotið. Eina skot Noregs á markið kom eftir hornspyrnu en þar náði fyrirliðinn Nikolai Hopland skalla sem Lúkas Peterson varði vel. Lúkas Petersson í háloftunum.Vísir/Hulda Margrét Hættulegasta færi Islands átti Ágúst Orri Þorsteinsson eftir gott samspil vid Adolf Daða Birgisson, Ágústi Orra tókst ad snúa varmarmanninn af sér og hleypa skotinu af inni í vítateig Noregs en markvörður þeirra var vel á verdi og blakaði boltann aftur fyrir. Fyrsta mark leiksins kom svo á 64. minútu begar Alwande Roaldsøy skoradi úr vitaspyrnu sem Eggert Aron Guômundsson gaf frá sér. Fagna því að komast yfir.Vísir/Hulda Margrét Ólafur Ingi gerði nokkrar skiptingar til að lífga upp á sóknarleikinn og freista bess að ná inn jöfnunarmarkinu. Þjálfarinn skipti allri sóknarlinu sinni út fyrir nýja menn, að fráskildum Eggerti Aroni sem hafði verið hættulegasti maður íslenska liðsins framan af leiknum. Eggert skoraði svo stórglæsilegt jöfnunarmark á 89. minútu leiksins, eftir stutt þríhyrningsspil við Guðmund Baldvin Nökkvason tókst Eggerti ad prjóna sig i gegnum þétta vörn Norðmanna og slútta færinu á snyrtilegan hátt. Markinu fagnað.Vísir/Hulda Margrét Fleiri urðu mörkin ekki og niðurstaða leiksins 1-1 jafntefli. Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Jafntefli var líklega sanngjörn niðurstaða í bessum leik, bæði lið spiluðu þéttan varnarleik og gáfu fá færi á sér. Íslenska liðið leyfði Norðmönnum að halda aðeins í boltann og hleyptu beim upp á völlinn en tókst ad framkvæma skyndisóknir sínar vel. Hverjir stóðu upp úr? Logi Hrafn átti góðan dag í vörninni, skallaði boltann ítrekað frá og kom oft í veg fyrir ad Norðmenn kæmust i færi. Fram á við var Eggert Aron enn og aftur hættulegasti maður Íslands, ekki ad ástæðulausu að þjálfarinn kaus ad skipta honum ekki út. Logi Hrafn á boltanum.Vísir/Hulda Margrét Hvad gekk illa? Varnarleikur islenska liðsins hélt ágætlega í þessum leik fyrir utan eina klaufalega vítaspyrnu sem þeir gáfu frá sér. Liðið var samt of oft að missa boltann og klúðra einföldum sendingum, sem skapaði hættu og óöryggi i öftustu línu. Hvað gerist næst? Ísland leikur næst gegn Grikklandi, mánudaginn 10. júlí. Med sigri þar hefur liðið möguleika til að komast i undanúrslit keppninnar, að því gefnu að Noregur tapi gegn Spáni. „Vitum að við erum betri en þeir“ „Gott að hafa jafnað þetta, fannst við eiga það skilið. Svekkjandi að fá þetta víti á sig og að hafa ekki unnið þennan leik,“ sagði Arnar Daði Aðalsteinsson að leik loknum. „Vitum að við erum betri þeir, svekkjandi að hafa ekki fengið meira út úr þessum leik. Á eftir að sjá þetta víti aftur en held að þetta hafi verið algjört kjaftæði.“ „Geggjað að koma inn þessu stigi og eiga enn möguleika í keppninni. Gaman að halda okkur inn í þessu. Gott að ná þessu stigi inn og tökum því en miðað við hvernig leikurinn spilaðist hefðum við getað náð í þrjú stig í dag,“ sagði Sigurbergur Áki Jörundsson að leik loknum. Viðtölin við Arnar Daða og Sigurberg Áka má sjá í spilaranum hér að ofan. Myndir Byrjunarlið dagsins.Vísir/Hulda Margrét Stuðningurinn úr stúkunni var góður.Vísir/Hulda Margrét Sigurbergur Áki JörundssonVísir/Hulda Margrét Ágúst Orri Þorsteinsson.Vísir/Hulda Margrét Gísli Gottskálk Þórðarson og Arnar Daði Aðalsteinsson.Vísir/Hulda Margrét Menn ekki sáttir þegar dómarinn dæmdi víti.Vísir/Hulda Margrét Norðmenn réðu lítið við Eggert Aron.Vísir/Hulda Margrét Norðmenn gerðu hvað þeir gátu til að stöðva Eggert Aron.Vísir/Hulda Margrét Marki Eggerts Arons var fagnað vel og innilega.Vísir/Hulda Margrét
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Spánverjar gengu frá Grikkjum strax í upphafi Spánn átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Grikkland að velli í Evrópumóti U-19 ára landsliða karla í knattspyrnu, lokatölur 5-0. Bæði þessi lið leika með Íslandi í riðli en íslensku strákarnir mæta Noregi klukkan 19.00 í kvöld. Verður leikurinn í beinni textalýsingu hér á Vísi. 7. júlí 2023 18:00
Spánverjar gengu frá Grikkjum strax í upphafi Spánn átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Grikkland að velli í Evrópumóti U-19 ára landsliða karla í knattspyrnu, lokatölur 5-0. Bæði þessi lið leika með Íslandi í riðli en íslensku strákarnir mæta Noregi klukkan 19.00 í kvöld. Verður leikurinn í beinni textalýsingu hér á Vísi. 7. júlí 2023 18:00