Rússar þræta eins og venjulega fyrir árás á íbúðabyggð Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2023 19:21 Björgunarsveitir að störfum í Lviv í dag. Gríðarlegar skemmdir urðu á um 30 byggingum í eldflaugaárás Rússa á borgina. AP/Mykola Tys Fimm óbreyttir borgarar féllu og 34 særðust í eldflaugaárás Rússa á íbúðabyggð í Lviv í vesturhluta Úkraínu síðast liðna nótt. Rússar fagna því hins vegar að hafa eytt geymslu fyrir brynvarinn faratæki. Árásin síðast liðna nótt var sú harðasta sem Rússar hafa gert á borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu frá því innrás þeirra hófst hinn 24. febrúar í fyrra. Rússum hefur lítið orðið ágengt til sóknar á vígstöðvunum í austur- og suðurhluta Úkraínu mánuðum saman þrátt fyrir harða bardaga við borgina Bakhmut. Þeir hafa því í vaxandi mæli beitt hreinum hryðjuverkum gegn Úkraínu með eldflaugaárásum frá skipum og flugvélum á fjölda borga og bæja. Þá er nánanst fullvíst að Rússar sprengdu virkjanastífluna við Kakhovka orkuverið í Kherson héraði í síðasta mánuði sem olli gífurlegu tjóni þegar vatn flæddi yfir stórt bæi og ræktarland. Eldflaugin sem Rússar skutu frá Svartahafi á Lviv í nótt sprakk við fjölbýlishús í borginni. Þrjár konur á aldrinum 32 ára til 95 ára féllu ásamt 35 ára karlmanni. Við leit í rústunum í dag fannst síðan lík fimmtu konunnar. Rúmlega þrjátíu manns særðust og borgarstjórinn segir að um eða yfir 30 íbúðarbyggingar hafa eyðilagst. Enn er leitað að fólki í rústunum. Þrátt fyrir augljósar afleiðingar eldflaugaárásirnar eru Rússar eins og venjulega í hliðarveruleika. Þrátt fyrir augljósar afleiðingar árásarinnar fögnuðu þeir því í dag að hafa skotið á tímabundnar herbúðir Úkraínumanna og geymslu fyrir brynvarin farartæki sem Vesturlönd hafa sent til Úkraínu. Hanna Fedorenko segir Rússa fara einkennilega leið að því að sýna almenningi í Úkraínu kærleika.AP/Mykola Tys En það er ekki víst að Ganna Fedorenko íbúi í hverfinu þar sem eldflaugin sprakk sé sammála lýsingum Rússa á árásinni. „Rússar varpa sprengjum á okkur. Þannig er ást þeirra á okkur. Ég syrgi þá sem létust. Þau voru ung, ég votta þeim samúð mína," sagði Fedorenko þar sem hún stóð í rústunum lítillega særð. Úkraínumenn segjast hafa náð að skjóta niður sjö af tíu Kalibr eldflaugum Rússa síðast liðna nótt. Ein fluganna hafi hins vegar breytt um stefnu og hafnað á Lviv. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Úkraínuforseti skorar á heimsbyggðina að vakna Forseti Úkraínu segir heimsbyggðina verða að beina athygli sinni að undirbúningi Rússa fyrir að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. Aðeins athygli alþjóðasamfélagsins og vissa um viðbrögð þess geti fælt Rússa frá hryðjuverkum. 5. júlí 2023 20:01 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Sjá meira
Árásin síðast liðna nótt var sú harðasta sem Rússar hafa gert á borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu frá því innrás þeirra hófst hinn 24. febrúar í fyrra. Rússum hefur lítið orðið ágengt til sóknar á vígstöðvunum í austur- og suðurhluta Úkraínu mánuðum saman þrátt fyrir harða bardaga við borgina Bakhmut. Þeir hafa því í vaxandi mæli beitt hreinum hryðjuverkum gegn Úkraínu með eldflaugaárásum frá skipum og flugvélum á fjölda borga og bæja. Þá er nánanst fullvíst að Rússar sprengdu virkjanastífluna við Kakhovka orkuverið í Kherson héraði í síðasta mánuði sem olli gífurlegu tjóni þegar vatn flæddi yfir stórt bæi og ræktarland. Eldflaugin sem Rússar skutu frá Svartahafi á Lviv í nótt sprakk við fjölbýlishús í borginni. Þrjár konur á aldrinum 32 ára til 95 ára féllu ásamt 35 ára karlmanni. Við leit í rústunum í dag fannst síðan lík fimmtu konunnar. Rúmlega þrjátíu manns særðust og borgarstjórinn segir að um eða yfir 30 íbúðarbyggingar hafa eyðilagst. Enn er leitað að fólki í rústunum. Þrátt fyrir augljósar afleiðingar eldflaugaárásirnar eru Rússar eins og venjulega í hliðarveruleika. Þrátt fyrir augljósar afleiðingar árásarinnar fögnuðu þeir því í dag að hafa skotið á tímabundnar herbúðir Úkraínumanna og geymslu fyrir brynvarin farartæki sem Vesturlönd hafa sent til Úkraínu. Hanna Fedorenko segir Rússa fara einkennilega leið að því að sýna almenningi í Úkraínu kærleika.AP/Mykola Tys En það er ekki víst að Ganna Fedorenko íbúi í hverfinu þar sem eldflaugin sprakk sé sammála lýsingum Rússa á árásinni. „Rússar varpa sprengjum á okkur. Þannig er ást þeirra á okkur. Ég syrgi þá sem létust. Þau voru ung, ég votta þeim samúð mína," sagði Fedorenko þar sem hún stóð í rústunum lítillega særð. Úkraínumenn segjast hafa náð að skjóta niður sjö af tíu Kalibr eldflaugum Rússa síðast liðna nótt. Ein fluganna hafi hins vegar breytt um stefnu og hafnað á Lviv.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Úkraínuforseti skorar á heimsbyggðina að vakna Forseti Úkraínu segir heimsbyggðina verða að beina athygli sinni að undirbúningi Rússa fyrir að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. Aðeins athygli alþjóðasamfélagsins og vissa um viðbrögð þess geti fælt Rússa frá hryðjuverkum. 5. júlí 2023 20:01 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Sjá meira
Úkraínuforseti skorar á heimsbyggðina að vakna Forseti Úkraínu segir heimsbyggðina verða að beina athygli sinni að undirbúningi Rússa fyrir að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. Aðeins athygli alþjóðasamfélagsins og vissa um viðbrögð þess geti fælt Rússa frá hryðjuverkum. 5. júlí 2023 20:01