Innlent

Þór að­stoðaði vélar­vana strand­veiði­bát

Kjartan Kjartansson skrifar
Björgunarskipið Þór kemur með strandveiðibátinn Ugga til Vestmannaeyjahafnar í dag.
Björgunarskipið Þór kemur með strandveiðibátinn Ugga til Vestmannaeyjahafnar í dag. Landsbjörg

Áhöfn Þórs, björgunarskips Landsbjargar í Vestmannaeyjum var, aðstoðaði strandveiðibát vegna vélarbilunar þegar hann var að veiðum utan við eyjarnar í morgun. Báturinn var dreginn til hafnar í Eyjum.

Björgunarskipið var ræst út og lét úr höfn rétt fyrir níu í morgun. Þór var kominn að bátnum tæpum klukkutíma síðar. Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að áhöfn björgunarskipsins hafi komið taug í bátinn og dregið til hafnar.

Þegar Þór kom með bátinn til hafnar í Vestmannaeyjum um hádegið var hann settur á síðuna á björgunarskipun til þess að auðvelt væri að koma honum að bryggju. Um fimm tímum eftir útkall var strandveiðibáturinn kominn að bryggju, og búið að ganga frá Þór.

Björgunarskipið Þór er annað af nýjum björgunarskipum Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem afhent hafa verið, en það þriðja verður afhent í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×