Úkraínuforseti skorar á heimsbyggðina að vakna Heimir Már Pétursson skrifar 5. júlí 2023 20:01 Vinir Victoriu Amelina minntust hennar í minningarathöfn í Kænugarði í dag. Hún verður jarðsungin síðar í heimaborg sinni Lviv. AP/Jae C. Hong Forseti Úkraínu segir heimsbyggðina verða að beina athygli sinni að undirbúningi Rússa fyrir að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. Aðeins athygli alþjóðasamfélagsins og vissa um viðbrögð þess geti fælt Rússa frá hryðjuverkum. Eitt af nýjustu hryðjuverkum Rússa er eldflaugaárás þeirra á veitingastað í borginni Kramatorsk hinn 27. Júní þar sem ellefu fórust og rúmlega fimmtíu særðust. Minningarathöfn var haldin í Kænugarði í dag fyrir hins 37 ára gömlu Victoriu Amelina sem féll í eldflaugaárásinni. Amelina er virtur rithöfundur í Úkraínu en frá því innrás Rússa hófst hafði hún einhent sér í að vinna við skráningu á stríðsglæpum Rússa. Hún sat fyrir utan matsölustaðinn með félögum sínum þegar eldflaugin sprakk. Forseti Úkraínu segir umheiminn verða að sýna Rússum að fylgst sé með undirbúningi þeirra á hryðjuverki í kjarnorkuverinu og að það muni hafa afleiðingar ef þeir sprengja verið í loft upp.Getty Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu ítrekaði viðvaranir sínar til umheimsins í daglegu ávarpi í gærkvöldi vegna ummerkja um að Rússar ætli að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. „Heimsbyggðin verður að átta sig á því að öryggi hennar hvílir algerlega á því að hún fylgist með því sem innrásarliðið er að gera og þeim aðgerðum alþjóðasamfélagið grípur til. Rússum verður að vera ljóst að umheimurinn taki eftir þeim hryðjuverkum sem þeir eru að undirbúa og sé reiðubúinn að bregðast við,“ sagði Zelensky. Því miður hefðu engin meiriháttar viðbrögð verið við hryðjuverkaárás Rússa á Kakhovka fallorkuverið. „Og það getur hvatt Kremlin til frekari illvirkja. Það er á ábyrgð allra í heiminum að koma í veg fyrir það. Það getur enginn staðið aðgerðarlaus hjá, vegna þess að geislavirkni hefur áhrif á alla,” sagði Volodymyr Zelensky. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kjarnorka Tengdar fréttir Saka hver annan um að ætla sér að ráðast á kjarnorkuverið Úkraínumenn og Rússar saka hver annan um að ætla sér að ráðast á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið í suðaustanverðri Úkraínu. Hvorugir þeirra hafa þó lagt fram sannanir fyrir fullyrðingum sínum. 5. júlí 2023 15:18 Segir Rússland sameinað sem aldrei fyrr Vladímír Pútín, forseti Rússlands, fullyrti að þjóð sín væri sameinuð sem aldrei fyrr þegar hann ávarpaði fjölþjóðlega ráðstefnu í dag. Sakaði hann vestræn ríki um að gera Úkraínu að óvinveittu ríki sem væri andstæða Rússlands. 4. júlí 2023 14:11 Rússar viðurkenna að hafa flutt um 700.000 börn frá Úkraínu Rússar hafa viðurkennt að hafa flutt 700 þúsund börn frá Úkraínu og til Rússlands frá því að innrásin hófst. Þeir segja um að ræða aðgerðir til að vernda munaðarleysingja og börn sem hafa verið yfirgefin á átakasvæðum. 3. júlí 2023 06:41 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Eitt af nýjustu hryðjuverkum Rússa er eldflaugaárás þeirra á veitingastað í borginni Kramatorsk hinn 27. Júní þar sem ellefu fórust og rúmlega fimmtíu særðust. Minningarathöfn var haldin í Kænugarði í dag fyrir hins 37 ára gömlu Victoriu Amelina sem féll í eldflaugaárásinni. Amelina er virtur rithöfundur í Úkraínu en frá því innrás Rússa hófst hafði hún einhent sér í að vinna við skráningu á stríðsglæpum Rússa. Hún sat fyrir utan matsölustaðinn með félögum sínum þegar eldflaugin sprakk. Forseti Úkraínu segir umheiminn verða að sýna Rússum að fylgst sé með undirbúningi þeirra á hryðjuverki í kjarnorkuverinu og að það muni hafa afleiðingar ef þeir sprengja verið í loft upp.Getty Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu ítrekaði viðvaranir sínar til umheimsins í daglegu ávarpi í gærkvöldi vegna ummerkja um að Rússar ætli að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. „Heimsbyggðin verður að átta sig á því að öryggi hennar hvílir algerlega á því að hún fylgist með því sem innrásarliðið er að gera og þeim aðgerðum alþjóðasamfélagið grípur til. Rússum verður að vera ljóst að umheimurinn taki eftir þeim hryðjuverkum sem þeir eru að undirbúa og sé reiðubúinn að bregðast við,“ sagði Zelensky. Því miður hefðu engin meiriháttar viðbrögð verið við hryðjuverkaárás Rússa á Kakhovka fallorkuverið. „Og það getur hvatt Kremlin til frekari illvirkja. Það er á ábyrgð allra í heiminum að koma í veg fyrir það. Það getur enginn staðið aðgerðarlaus hjá, vegna þess að geislavirkni hefur áhrif á alla,” sagði Volodymyr Zelensky.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kjarnorka Tengdar fréttir Saka hver annan um að ætla sér að ráðast á kjarnorkuverið Úkraínumenn og Rússar saka hver annan um að ætla sér að ráðast á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið í suðaustanverðri Úkraínu. Hvorugir þeirra hafa þó lagt fram sannanir fyrir fullyrðingum sínum. 5. júlí 2023 15:18 Segir Rússland sameinað sem aldrei fyrr Vladímír Pútín, forseti Rússlands, fullyrti að þjóð sín væri sameinuð sem aldrei fyrr þegar hann ávarpaði fjölþjóðlega ráðstefnu í dag. Sakaði hann vestræn ríki um að gera Úkraínu að óvinveittu ríki sem væri andstæða Rússlands. 4. júlí 2023 14:11 Rússar viðurkenna að hafa flutt um 700.000 börn frá Úkraínu Rússar hafa viðurkennt að hafa flutt 700 þúsund börn frá Úkraínu og til Rússlands frá því að innrásin hófst. Þeir segja um að ræða aðgerðir til að vernda munaðarleysingja og börn sem hafa verið yfirgefin á átakasvæðum. 3. júlí 2023 06:41 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Saka hver annan um að ætla sér að ráðast á kjarnorkuverið Úkraínumenn og Rússar saka hver annan um að ætla sér að ráðast á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið í suðaustanverðri Úkraínu. Hvorugir þeirra hafa þó lagt fram sannanir fyrir fullyrðingum sínum. 5. júlí 2023 15:18
Segir Rússland sameinað sem aldrei fyrr Vladímír Pútín, forseti Rússlands, fullyrti að þjóð sín væri sameinuð sem aldrei fyrr þegar hann ávarpaði fjölþjóðlega ráðstefnu í dag. Sakaði hann vestræn ríki um að gera Úkraínu að óvinveittu ríki sem væri andstæða Rússlands. 4. júlí 2023 14:11
Rússar viðurkenna að hafa flutt um 700.000 börn frá Úkraínu Rússar hafa viðurkennt að hafa flutt 700 þúsund börn frá Úkraínu og til Rússlands frá því að innrásin hófst. Þeir segja um að ræða aðgerðir til að vernda munaðarleysingja og börn sem hafa verið yfirgefin á átakasvæðum. 3. júlí 2023 06:41