Fótbolti

Staðfest að Galtier er hættur með Paris Saint Germain

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Christophe Galtier gerði lið Paris Saint-Germain að frönskum meisturum á síðustu leiktíð en það var ekki nóg.
 Christophe Galtier gerði lið Paris Saint-Germain að frönskum meisturum á síðustu leiktíð en það var ekki nóg. Getty/Tim Clayton/

Christophe Galtier verður ekki áfram þjálfari franska stórliðsins Paris Saint Germain en eitt verst geymda leyndarmál síðustu vikna var endanlega staðfest í morgun.

Frönsk blöð hafa haldið því fram í meira en mánuð að tími Galtier með liðið væri á enda.

Endanlega staðfestingin kemur þó ekki fyrr en að Galtier hafði verið handtekinn fyrir rasísk ummæli sín frá því að hann var stjóri Nice árið 2021. Hinn 56 ára gamli þjálfari sagðist vera í áfalli yfir þessum ásökunum.

Galtier tók við franska liðinu af Mauricio Pochettino fyrir ári síðan og eins og margir fyrirrennarar hans gerðu hann PSG að frönskum meisturum en tókst ekki að komast langt í Meistaradeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×