Eyddi þremur árum í að fá Messi til Inter Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2023 07:30 Lionel Messi mun njóta góðs af auknum áhuga á MLS-deildinni þegar hann byrjar að spila í deildinni. Getty/Lintao Zhang Eigandi Inter Miami hefur sagt frá því hvernig hann fór af því að fá argentínska knattspyrnugoðið Lionel Messi til að semja bið bandaríska félagið. Jorge Mas segir að hann hafi eytt þremur árum í samningaviðræður um að fá Messi til að koma. Messi tilkynnti á dögunum að hann fari til Inter Miami á frjálsri sölu eftir að hafa spilað undanfarin tvö ár með Paris Saint-Germain í Frakklandi. „Árið 2019 (þegar Messi var enn hjá Barcelona) þá byrjuðum við að hugsa um hvernig við gætum fengið hann til okkar,“ sagði Jorge Mas við spænska blaðið El Pais. „Ég eyddi þremur árum í þetta og vann ákaft að þessu. Það voru margrar viðræður við föður Messi (líka umboðsmaður hans). David [Beckham] talaði við Leo en bara um fótboltalegu hliðina af því að hann var leikmaður,“ sagði Mas. Hinn 36 ára gamli Messi var að íhuga það að fara aftur til Barcelona en hann hafnaði einnig ofursamningi við sádí-arabíska félagið Al-Hilal. Inter Miami owner Jorge Mas said that the process of signing Lionel Messi took place over three years and dates back to 2019 pic.twitter.com/Kczo6WBGEC— ESPN FC (@ESPNFC) July 3, 2023 Mas fór líka aðeins yfir samninginn og segir að Apple hluti samningsins hafi verið mjög mikilvægur þáttur. Apple tilkynnti nýverið um fjögurra þátta heimildarþáttarröð um sögu Messi í heimsmeistarakeppninni, frá fyrsta mótinu 2006 þar til að hann vann loksins titilinn árið 2022. Messi hefur passað upp á það að hann njóti góðs af auknum áhuga á MLS-deildinni og hann fær því hluta af sölu áskrifta af útsendingum frá deildinni. Apple sér um það eftir að hafa gert tíu ára samning í fyrra en leikir Inter Miami eru sýndir á Apple TV+. Mas staðfesti að Messi muni fá milli 50 og 60 milljón dollara í árslaun sem eru á milli 6,9 og 8,2 milljarðar króna. Hann fær líka hlut af búningasölu og þá mun hann einnig fá eigandahlut í félaginu þegar ferli hans líkur. Inter liðið ætlar einnig að fá til liðsins leikmenn sem Messi þekkir vel. Það eru menn eins og Sergio Busquets og Jordi Alba en Mas segir ólíklegt að liðið fá til sín þá Luis Suarez og Angel Di Maria. Mas tók það janframt fram að Messi er ekki kominn til Miami til að sleppa af heldur ætli sér að ná árangri með Inter Miami á næstu árum. Inter Miami co-owner Jorge Mas has confirmed that Lionel Messi will receive an annual salary between 45m- 55m. The negotiations lasted three years, including a year and a half of very intense negotiations Messi will also receive: A % on club shirt sales A pic.twitter.com/d9JPKZryNl— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) July 3, 2023 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira
Jorge Mas segir að hann hafi eytt þremur árum í samningaviðræður um að fá Messi til að koma. Messi tilkynnti á dögunum að hann fari til Inter Miami á frjálsri sölu eftir að hafa spilað undanfarin tvö ár með Paris Saint-Germain í Frakklandi. „Árið 2019 (þegar Messi var enn hjá Barcelona) þá byrjuðum við að hugsa um hvernig við gætum fengið hann til okkar,“ sagði Jorge Mas við spænska blaðið El Pais. „Ég eyddi þremur árum í þetta og vann ákaft að þessu. Það voru margrar viðræður við föður Messi (líka umboðsmaður hans). David [Beckham] talaði við Leo en bara um fótboltalegu hliðina af því að hann var leikmaður,“ sagði Mas. Hinn 36 ára gamli Messi var að íhuga það að fara aftur til Barcelona en hann hafnaði einnig ofursamningi við sádí-arabíska félagið Al-Hilal. Inter Miami owner Jorge Mas said that the process of signing Lionel Messi took place over three years and dates back to 2019 pic.twitter.com/Kczo6WBGEC— ESPN FC (@ESPNFC) July 3, 2023 Mas fór líka aðeins yfir samninginn og segir að Apple hluti samningsins hafi verið mjög mikilvægur þáttur. Apple tilkynnti nýverið um fjögurra þátta heimildarþáttarröð um sögu Messi í heimsmeistarakeppninni, frá fyrsta mótinu 2006 þar til að hann vann loksins titilinn árið 2022. Messi hefur passað upp á það að hann njóti góðs af auknum áhuga á MLS-deildinni og hann fær því hluta af sölu áskrifta af útsendingum frá deildinni. Apple sér um það eftir að hafa gert tíu ára samning í fyrra en leikir Inter Miami eru sýndir á Apple TV+. Mas staðfesti að Messi muni fá milli 50 og 60 milljón dollara í árslaun sem eru á milli 6,9 og 8,2 milljarðar króna. Hann fær líka hlut af búningasölu og þá mun hann einnig fá eigandahlut í félaginu þegar ferli hans líkur. Inter liðið ætlar einnig að fá til liðsins leikmenn sem Messi þekkir vel. Það eru menn eins og Sergio Busquets og Jordi Alba en Mas segir ólíklegt að liðið fá til sín þá Luis Suarez og Angel Di Maria. Mas tók það janframt fram að Messi er ekki kominn til Miami til að sleppa af heldur ætli sér að ná árangri með Inter Miami á næstu árum. Inter Miami co-owner Jorge Mas has confirmed that Lionel Messi will receive an annual salary between 45m- 55m. The negotiations lasted three years, including a year and a half of very intense negotiations Messi will also receive: A % on club shirt sales A pic.twitter.com/d9JPKZryNl— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) July 3, 2023
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira