„Frábærar í fyrri en seinni hálfleikur var hryllilegur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. júlí 2023 22:32 Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar. Vísir/Diego Þróttur sigraði Selfoss 3-0 á heimavelli fyrr í kvöld. Nik Chamberlain, þjálfari liðsins, var sáttur með niðurstöðu leiksins en óánægður með frammistöðu liðsins í seinni hálfleik. Þróttur skapaði sér mörg hættuleg færi í fyrri hálfleiknum og tókst að komast tveimur mörkum yfir áður en flautað var til leikhlés. „Mér fannst við frábærar í fyrri hálfleik, færðum boltann vel og þær áttu engin svör við okkur. Fengum tvö verðskulduð mörk, hefðum líklega átt að fá tvö í viðbót miðað við færin sem við sköpuðum okkur.“ Þegar komið var út í seinni hálfleikinn virtist liðið fullmett og gerðu lítið til að auka forystu sína. Þær féllu aftar á völlinn og virkuðu einbeitingarlausar. „Seinni hálfleikur var hryllilegur, örugglega mjög vondur leikur á að horfa, hann var það allavega frá mínu sjónarhorni. Við misstum boltann á vondum stöðum og fengum á okkur óþarfa skyndisóknir, sem betur fer hélt vörnin vel í dag. En seinni hálfleikur var alls ekki nógu góður.“ En hvers vegna telur þjálfarinn að spilamennska liðsins hafi breyst svo mikið milli hálfleika? „Þetta er ekki í fyrsta skipti, mögulega skrifast það á reynsluleysi en ég var óánægður með hvernig stelpurnar komu út úr klefanum, ég heyrði þær hlæja aðeins og grínast sín á milli. Við þurfum að vera mun fagmannlegri ef við viljum ná okkar markmiðum og klára leikina almennilega.“ Þróttur á næst leik við Stjörnuna á laugardaginn áður en deildin tekur sér þriggja vikna hlé. Nik segir liðið hæglega get sótt þrjú stig þar og vonast til að halda marki sínu áfram hreinu. „Ef við spilum eins og í fyrri hálfleik, ekki spurning, en við getum ekki komið inn í þann leik eins og við komum inn í seinni hálfleikinn í dag. En tveir leikir í röð með hreint lak og höfum heilt yfir spilað nokkuð vel.“ Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun: Þróttur - Selfoss 3-0 | Þróttur heldur í við toppliðin Þróttur vann öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti botnliði Selfoss í fyrsta leik 11. umferðar Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Með sigrinum stökk Þróttur upp í þriðja sæti deildarinnar, en Selfyssingar eru enn límdir við botninn. 3. júlí 2023 21:50 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi Sport Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Sjá meira
Þróttur skapaði sér mörg hættuleg færi í fyrri hálfleiknum og tókst að komast tveimur mörkum yfir áður en flautað var til leikhlés. „Mér fannst við frábærar í fyrri hálfleik, færðum boltann vel og þær áttu engin svör við okkur. Fengum tvö verðskulduð mörk, hefðum líklega átt að fá tvö í viðbót miðað við færin sem við sköpuðum okkur.“ Þegar komið var út í seinni hálfleikinn virtist liðið fullmett og gerðu lítið til að auka forystu sína. Þær féllu aftar á völlinn og virkuðu einbeitingarlausar. „Seinni hálfleikur var hryllilegur, örugglega mjög vondur leikur á að horfa, hann var það allavega frá mínu sjónarhorni. Við misstum boltann á vondum stöðum og fengum á okkur óþarfa skyndisóknir, sem betur fer hélt vörnin vel í dag. En seinni hálfleikur var alls ekki nógu góður.“ En hvers vegna telur þjálfarinn að spilamennska liðsins hafi breyst svo mikið milli hálfleika? „Þetta er ekki í fyrsta skipti, mögulega skrifast það á reynsluleysi en ég var óánægður með hvernig stelpurnar komu út úr klefanum, ég heyrði þær hlæja aðeins og grínast sín á milli. Við þurfum að vera mun fagmannlegri ef við viljum ná okkar markmiðum og klára leikina almennilega.“ Þróttur á næst leik við Stjörnuna á laugardaginn áður en deildin tekur sér þriggja vikna hlé. Nik segir liðið hæglega get sótt þrjú stig þar og vonast til að halda marki sínu áfram hreinu. „Ef við spilum eins og í fyrri hálfleik, ekki spurning, en við getum ekki komið inn í þann leik eins og við komum inn í seinni hálfleikinn í dag. En tveir leikir í röð með hreint lak og höfum heilt yfir spilað nokkuð vel.“
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun: Þróttur - Selfoss 3-0 | Þróttur heldur í við toppliðin Þróttur vann öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti botnliði Selfoss í fyrsta leik 11. umferðar Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Með sigrinum stökk Þróttur upp í þriðja sæti deildarinnar, en Selfyssingar eru enn límdir við botninn. 3. júlí 2023 21:50 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi Sport Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Sjá meira
Umfjöllun: Þróttur - Selfoss 3-0 | Þróttur heldur í við toppliðin Þróttur vann öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti botnliði Selfoss í fyrsta leik 11. umferðar Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Með sigrinum stökk Þróttur upp í þriðja sæti deildarinnar, en Selfyssingar eru enn límdir við botninn. 3. júlí 2023 21:50
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti