Eiginkona mannsins sem fannst látinn í Hafnarfirði: „Þú varst mín trú á ástina“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 4. júlí 2023 15:16 Frá vettvangi í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði aðfaranótt 17. júní síðastliðinn hét Jaroslaw Kaminski og var pólskur ríkisborgari á fimmtugsaldri. Hann átti eiginkonu og stjúpbarn í Póllandi. Pólski fjölmiðilinn Super Express greinir frá þessu. Fram kemur að Jaroslaw hafi verið frá borginni Chelm í Póllandi en ekki kemur fram hversu lengi hann hafði verið búsettur hér á landi. Þekkti hinn grunaða Vísir greindi frá því þann 17. júní síðastliðinn að tveir menn væri í haldi lögreglu grunaðir um manndráp í Drangahrauni í Hafnarfirði. Tilkynning um málið barst lögreglu á sjötta tímanum um nóttina og haldið var þegar á vettvang. Í kjölfarið voru tveir karlar handteknir í tengslum við málið, annar í húsi við vettvanginn og hinn þar nærri. Annar mannanna var síðar úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins en hinn var látinn laus úr haldi. Fram hefur komið að Jaroslaw og sá sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald hafi þekkst og munu þeir hafa verið meðleigjendur. Þá hefur komið fram að Jaroslaw hafi að öllum líkindum verið stunginn með hníf. Þá greindi Vísir frá því þann 22. júní síðastliðinn að hinn grunaði hefði verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 19. júlí næstkomandi. Fram kom í tilkynningu lögreglu að rannsókn málsins miðaði vel. „Ég trúi þessu ekki“ Í fyrrnefndri frétt Super Express kemur fram að eiginkona Jarowslaw, Ewa Kamińska, sé búsett í bænum Przeworsk og hann hafi nýtt hvert tækifæri sem gafst til að fara út og heimsækja hana. Þess á milli hafi þau verið í stöðugum samskiptum í gegnum netið. Samkvæmt upplýsingum Super Express á Ewa barn úr fyrra sambandi sem Jaroslaw gekk í föðurstað. Þá kemur fram í frétt miðilisins að enn sé ekki búið að flytja lík Jaroslaw til Póllands. Haft er eftir heimildum að Jaroslaw „hafi mögulega átt óvini í sínum hópi.“ Þá er vitnað í færslu sem eiginkonan Ewa birti á Facebook-síðu Jaroslaw þann 19. júní síðastliðinn en þar ritar hún: „Elskan mín, hvers vegna? Hvers vegna gerðist þetta? Hvers vegna fórstu frá okkur? Öll plönin sem við vorum búin að gera saman. Ég trúi þessu ekki. Ég sakna þín svo mikið. Þú ert og þú varst mín trú á ástina og ég mun aldrei hætta að elska þig. Ég þakka þér frá innstu hjartarótum fyrir allt það sem þú gerðir fyrir okkur. Bíddu eftir okkur og hlúðu að okkur. Hvíldu í friði ástin mín.“ Manndráp í Drangahrauni Lögreglumál Hafnarfjörður Pólland Tengdar fréttir Bylgja manndrápsmála gengur yfir Afbrotafræðingur segir bylgju manndrápsmála sem nú gengur yfir vera áhyggjuefni. Ef fram haldi sem horfi væri verið að stíga inn í allt annað umhverfi en þekkst hafi hér á landi. Fjöldi útlendinga sem fremji eða verði fyrir brotum sé merki um viðkvæmari stöðu þeirra. 25. júní 2023 19:21 Gæsluvarðhald vegna manndráps í Hafnarfirði framlengt Karlmaður um fertugt var í dag, í Héraðsdómi Reykjaness, úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í þágu rannsóknar á andláti karlmanns um síðustu helgi í Drangahrauni í Hafnarfirði. Hinn látni var á fimmtugsaldri. 22. júní 2023 14:45 Hinn látni hafi verið meðleigjandi þess grunaða Karlmaður á fertugsaldri er sagður hafa verið meðleigjandi þess sem hann er nú grunaður um að hafa orðið að bana í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði, aðfararnótt 17. júní. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 18. júní 2023 23:59 Komnir með skýra mynd á atburðarás í manndrápsmáli Rannsókn lögreglu á manndrápi í Drangahrauni í Hafnarfirði miðar vel. Að sögn yfirlögregluþjóns hefur lögreglu tekist að átta sig á aðdragandanum og atburðinum sjálfum, þrátt fyrir að rannsókn málsins sé nýhafin. 18. júní 2023 20:01 Telja að maðurinn hafi verið stunginn til bana Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði í gærmorgun var að öllum líkindum stunginn til bana með hníf. Niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 18. júní 2023 13:42 Einn í gæsluvarðhald en öðrum sleppt Annar mannanna, sem handtekinn var í tengslum við mannslát í Drangahrauni í Hafnarfirði í dag, var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Hinn maðurinn sem var handtekinn er laus úr haldi lögreglu. 17. júní 2023 23:29 Tveir í haldi grunaðir um manndráp í Hafnarfirði Tveir menn eru í haldi lögreglu grunaðir um manndráp í Drangahrauni í Hafnarfirði í nótt eða í morgun. Hinn látni var á fimmtugsaldri. 17. júní 2023 15:48 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Pólski fjölmiðilinn Super Express greinir frá þessu. Fram kemur að Jaroslaw hafi verið frá borginni Chelm í Póllandi en ekki kemur fram hversu lengi hann hafði verið búsettur hér á landi. Þekkti hinn grunaða Vísir greindi frá því þann 17. júní síðastliðinn að tveir menn væri í haldi lögreglu grunaðir um manndráp í Drangahrauni í Hafnarfirði. Tilkynning um málið barst lögreglu á sjötta tímanum um nóttina og haldið var þegar á vettvang. Í kjölfarið voru tveir karlar handteknir í tengslum við málið, annar í húsi við vettvanginn og hinn þar nærri. Annar mannanna var síðar úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins en hinn var látinn laus úr haldi. Fram hefur komið að Jaroslaw og sá sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald hafi þekkst og munu þeir hafa verið meðleigjendur. Þá hefur komið fram að Jaroslaw hafi að öllum líkindum verið stunginn með hníf. Þá greindi Vísir frá því þann 22. júní síðastliðinn að hinn grunaði hefði verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 19. júlí næstkomandi. Fram kom í tilkynningu lögreglu að rannsókn málsins miðaði vel. „Ég trúi þessu ekki“ Í fyrrnefndri frétt Super Express kemur fram að eiginkona Jarowslaw, Ewa Kamińska, sé búsett í bænum Przeworsk og hann hafi nýtt hvert tækifæri sem gafst til að fara út og heimsækja hana. Þess á milli hafi þau verið í stöðugum samskiptum í gegnum netið. Samkvæmt upplýsingum Super Express á Ewa barn úr fyrra sambandi sem Jaroslaw gekk í föðurstað. Þá kemur fram í frétt miðilisins að enn sé ekki búið að flytja lík Jaroslaw til Póllands. Haft er eftir heimildum að Jaroslaw „hafi mögulega átt óvini í sínum hópi.“ Þá er vitnað í færslu sem eiginkonan Ewa birti á Facebook-síðu Jaroslaw þann 19. júní síðastliðinn en þar ritar hún: „Elskan mín, hvers vegna? Hvers vegna gerðist þetta? Hvers vegna fórstu frá okkur? Öll plönin sem við vorum búin að gera saman. Ég trúi þessu ekki. Ég sakna þín svo mikið. Þú ert og þú varst mín trú á ástina og ég mun aldrei hætta að elska þig. Ég þakka þér frá innstu hjartarótum fyrir allt það sem þú gerðir fyrir okkur. Bíddu eftir okkur og hlúðu að okkur. Hvíldu í friði ástin mín.“
Manndráp í Drangahrauni Lögreglumál Hafnarfjörður Pólland Tengdar fréttir Bylgja manndrápsmála gengur yfir Afbrotafræðingur segir bylgju manndrápsmála sem nú gengur yfir vera áhyggjuefni. Ef fram haldi sem horfi væri verið að stíga inn í allt annað umhverfi en þekkst hafi hér á landi. Fjöldi útlendinga sem fremji eða verði fyrir brotum sé merki um viðkvæmari stöðu þeirra. 25. júní 2023 19:21 Gæsluvarðhald vegna manndráps í Hafnarfirði framlengt Karlmaður um fertugt var í dag, í Héraðsdómi Reykjaness, úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í þágu rannsóknar á andláti karlmanns um síðustu helgi í Drangahrauni í Hafnarfirði. Hinn látni var á fimmtugsaldri. 22. júní 2023 14:45 Hinn látni hafi verið meðleigjandi þess grunaða Karlmaður á fertugsaldri er sagður hafa verið meðleigjandi þess sem hann er nú grunaður um að hafa orðið að bana í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði, aðfararnótt 17. júní. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 18. júní 2023 23:59 Komnir með skýra mynd á atburðarás í manndrápsmáli Rannsókn lögreglu á manndrápi í Drangahrauni í Hafnarfirði miðar vel. Að sögn yfirlögregluþjóns hefur lögreglu tekist að átta sig á aðdragandanum og atburðinum sjálfum, þrátt fyrir að rannsókn málsins sé nýhafin. 18. júní 2023 20:01 Telja að maðurinn hafi verið stunginn til bana Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði í gærmorgun var að öllum líkindum stunginn til bana með hníf. Niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 18. júní 2023 13:42 Einn í gæsluvarðhald en öðrum sleppt Annar mannanna, sem handtekinn var í tengslum við mannslát í Drangahrauni í Hafnarfirði í dag, var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Hinn maðurinn sem var handtekinn er laus úr haldi lögreglu. 17. júní 2023 23:29 Tveir í haldi grunaðir um manndráp í Hafnarfirði Tveir menn eru í haldi lögreglu grunaðir um manndráp í Drangahrauni í Hafnarfirði í nótt eða í morgun. Hinn látni var á fimmtugsaldri. 17. júní 2023 15:48 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Bylgja manndrápsmála gengur yfir Afbrotafræðingur segir bylgju manndrápsmála sem nú gengur yfir vera áhyggjuefni. Ef fram haldi sem horfi væri verið að stíga inn í allt annað umhverfi en þekkst hafi hér á landi. Fjöldi útlendinga sem fremji eða verði fyrir brotum sé merki um viðkvæmari stöðu þeirra. 25. júní 2023 19:21
Gæsluvarðhald vegna manndráps í Hafnarfirði framlengt Karlmaður um fertugt var í dag, í Héraðsdómi Reykjaness, úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í þágu rannsóknar á andláti karlmanns um síðustu helgi í Drangahrauni í Hafnarfirði. Hinn látni var á fimmtugsaldri. 22. júní 2023 14:45
Hinn látni hafi verið meðleigjandi þess grunaða Karlmaður á fertugsaldri er sagður hafa verið meðleigjandi þess sem hann er nú grunaður um að hafa orðið að bana í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði, aðfararnótt 17. júní. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 18. júní 2023 23:59
Komnir með skýra mynd á atburðarás í manndrápsmáli Rannsókn lögreglu á manndrápi í Drangahrauni í Hafnarfirði miðar vel. Að sögn yfirlögregluþjóns hefur lögreglu tekist að átta sig á aðdragandanum og atburðinum sjálfum, þrátt fyrir að rannsókn málsins sé nýhafin. 18. júní 2023 20:01
Telja að maðurinn hafi verið stunginn til bana Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði í gærmorgun var að öllum líkindum stunginn til bana með hníf. Niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 18. júní 2023 13:42
Einn í gæsluvarðhald en öðrum sleppt Annar mannanna, sem handtekinn var í tengslum við mannslát í Drangahrauni í Hafnarfirði í dag, var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Hinn maðurinn sem var handtekinn er laus úr haldi lögreglu. 17. júní 2023 23:29
Tveir í haldi grunaðir um manndráp í Hafnarfirði Tveir menn eru í haldi lögreglu grunaðir um manndráp í Drangahrauni í Hafnarfirði í nótt eða í morgun. Hinn látni var á fimmtugsaldri. 17. júní 2023 15:48