Landlæknir sektaður vegna öryggisbrests í Heilsuveru Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. júlí 2023 10:13 Alma Möller landlæknir. Vísir/Vilhelm Embætti landlæknis harmar að alvarlegur öryggisveikleiki hafi verið til staðar í afmörkuðum hluta mæðraverndar og samskiptahluta á Mínum síðum á vefsvæðinu Heilsuvera.is. Embættið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem staðhæfingum Persónuverndar um að embættið hafi gefið misvísandi og villandi upplýsingar við meðferð málsins er hafnað. Embættið er sektað um tólf milljónir króna vegna málsins. Úrskurður Persónuverndar var birtur á vef stofnunarinnar á ellefta tímanum í morgun. Vísir hefur sent Perónuvernd fyrirspurn vegna málsins. Um er að ræða annað skiptið á stuttum tíma sem Persónuvernd fjallar um öryggis persónuupplýsinga á vegum embættis landlæknis. Fyrir helgi komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að Embættið hefði ekki tryggt öryggi persónuupplýsinga í lyfjaávísanagátt með viðeigandi hætti. Enginn hafi misnotað öryggisveikleikann Í tilkynningu Embættis landlæknis kemur fram að þann 8. júní 2020 hafi uppgötvast alvarlegur öryggisveikleiki í afmörkuðum hluta mæðraverndar og samskiptahluta á Mínum síðum á vefsvæðinu Heilsuvera.is sem er í umsjón Embættis landlæknis en þróað og rekið af upplýsingafyrirtækinu Origo. Innan við klukkustund eftir að tilkynnt hafi verið um veikleikann hafi Origo staðreynt tilvist hans og lokað Heilsuveru. Segir landlæknir að á um fimm klukkutímum hafi verið gerðar breytingar á kerfinu sem lagfærðu veikleikann, þær yfirfarnar og staðfestar af öryggisfyrirtækinu Syndis og kerfinu að því loknu komið aftur í notkun. „Embætti landlæknis harmar að framangreindur öryggisveikleiki skyldi hafa verið til staðar og skorast ekki undan ábyrgð hvað það varðar. Brugðist var strax og fumlaust við veikleikanum um leið og vitneskja barst um hann. Strax í kjölfarið á atvikinu var með ítarlegri greiningu staðreynt að enginn misnotaði öryggisveikleikann þann tíma sem hann var til staðar og að persónuupplýsingar notenda Heilsuveru hafi ekki lent í höndum óviðkomandi aðila.“ Hafna því að hafa veitt Persónuvernd misvísandi upplýsingar Þá segist embættið í tilkynningu sinni hafa tilkynnt Persónuvernd samdægurs um eðli og umfang öryggisbrestsins í samræmi við fyrirmæli laga og á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga á þeim tíma. Persónuvernd hafi í kjölfarið hafið athugun á málinu. Í ákvörðun Persónuverndar, þremur árum síðar, hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að embættið hefði ekki tryggt öryggi persónuupplýsinga á hluta vefsvæðis Heilsuveru með fullnægjandi hætti. „Í öllum samskiptum embættisins í tengslum við málið hefur embættið upplýst Persónuvernd um alla þætti málsins af heilindum og samkvæmt bestu aðgengilegum upplýsingum á hverjum tíma. Hafnar embættið alfarið þeim staðhæfingum sem fram koma í ákvörðun Persónuverndar að starfsmenn embættisins hafi gefið Persónuvernd misvísandi og villandi upplýsingar við meðferð málsins.“ Persónuupplýsingar séu tryggar Áréttar embættið aftur að enginn hafi nýtt sér öryggisveikleikann. Embættið hafi í kjölfarið lagt frekari áherslu á þessa þætti með ítarlegri og tíðari öryggisúttektum og bættum ferlum við uppfærslur og viðbætur. Mínar síður á Heilsuvera.is séu eins öruggar og mögulegt er og öryggi heilsufarsupplýsinga Íslendinga tryggt. Embættið segist ætla að fara ítarlega yfir forsendur og niðurstöðu ákvörðunar Persónuverndar á næstu dögum. Embættið hefur verið sektað um tólf milljónir króna vegna þessa. Úrskurður Persónuverndar. Fréttin hefur verið uppfærð með úrskurði Persónuverndar. Heilbrigðismál Persónuvernd Netöryggi Stjórnsýsla Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Úrskurður Persónuverndar var birtur á vef stofnunarinnar á ellefta tímanum í morgun. Vísir hefur sent Perónuvernd fyrirspurn vegna málsins. Um er að ræða annað skiptið á stuttum tíma sem Persónuvernd fjallar um öryggis persónuupplýsinga á vegum embættis landlæknis. Fyrir helgi komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að Embættið hefði ekki tryggt öryggi persónuupplýsinga í lyfjaávísanagátt með viðeigandi hætti. Enginn hafi misnotað öryggisveikleikann Í tilkynningu Embættis landlæknis kemur fram að þann 8. júní 2020 hafi uppgötvast alvarlegur öryggisveikleiki í afmörkuðum hluta mæðraverndar og samskiptahluta á Mínum síðum á vefsvæðinu Heilsuvera.is sem er í umsjón Embættis landlæknis en þróað og rekið af upplýsingafyrirtækinu Origo. Innan við klukkustund eftir að tilkynnt hafi verið um veikleikann hafi Origo staðreynt tilvist hans og lokað Heilsuveru. Segir landlæknir að á um fimm klukkutímum hafi verið gerðar breytingar á kerfinu sem lagfærðu veikleikann, þær yfirfarnar og staðfestar af öryggisfyrirtækinu Syndis og kerfinu að því loknu komið aftur í notkun. „Embætti landlæknis harmar að framangreindur öryggisveikleiki skyldi hafa verið til staðar og skorast ekki undan ábyrgð hvað það varðar. Brugðist var strax og fumlaust við veikleikanum um leið og vitneskja barst um hann. Strax í kjölfarið á atvikinu var með ítarlegri greiningu staðreynt að enginn misnotaði öryggisveikleikann þann tíma sem hann var til staðar og að persónuupplýsingar notenda Heilsuveru hafi ekki lent í höndum óviðkomandi aðila.“ Hafna því að hafa veitt Persónuvernd misvísandi upplýsingar Þá segist embættið í tilkynningu sinni hafa tilkynnt Persónuvernd samdægurs um eðli og umfang öryggisbrestsins í samræmi við fyrirmæli laga og á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga á þeim tíma. Persónuvernd hafi í kjölfarið hafið athugun á málinu. Í ákvörðun Persónuverndar, þremur árum síðar, hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að embættið hefði ekki tryggt öryggi persónuupplýsinga á hluta vefsvæðis Heilsuveru með fullnægjandi hætti. „Í öllum samskiptum embættisins í tengslum við málið hefur embættið upplýst Persónuvernd um alla þætti málsins af heilindum og samkvæmt bestu aðgengilegum upplýsingum á hverjum tíma. Hafnar embættið alfarið þeim staðhæfingum sem fram koma í ákvörðun Persónuverndar að starfsmenn embættisins hafi gefið Persónuvernd misvísandi og villandi upplýsingar við meðferð málsins.“ Persónuupplýsingar séu tryggar Áréttar embættið aftur að enginn hafi nýtt sér öryggisveikleikann. Embættið hafi í kjölfarið lagt frekari áherslu á þessa þætti með ítarlegri og tíðari öryggisúttektum og bættum ferlum við uppfærslur og viðbætur. Mínar síður á Heilsuvera.is séu eins öruggar og mögulegt er og öryggi heilsufarsupplýsinga Íslendinga tryggt. Embættið segist ætla að fara ítarlega yfir forsendur og niðurstöðu ákvörðunar Persónuverndar á næstu dögum. Embættið hefur verið sektað um tólf milljónir króna vegna þessa. Úrskurður Persónuverndar. Fréttin hefur verið uppfærð með úrskurði Persónuverndar.
Heilbrigðismál Persónuvernd Netöryggi Stjórnsýsla Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira