Þakklát forseta Íslands fyrir bréf eftir andlát dóttur sinnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. júní 2023 11:34 Móðir Sofiu er þakklát fyrir stuðninginn og þakkar sérstaklega forseta Íslands. Valda Anastasia Kolesnikova, móðir Sofiu Sarmite Kolesnikova sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi þann 27. apríl síðastliðinn, segist vera gríðarlega þakklát fyrir stuðninginn sem hún hefur fengið eftir andlát dóttur sinnar. Hún þakkar Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, sérstaklega fyrir handskrifað bréf sem hann skrifaði henni. Lögreglan á Suðurlandi hefur andlát Sofiu til rannsóknar og er karlmaður í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa banað henni. Valda segist þakklát öllum þeim sem hafi veitt henni styrk á þessum erfiðu tímum og þakkar sérstaklega börnum sínum og systkinum Sofiu. „Krakkarnir mínir hafa staðið sig eins og hetjur og ekki gefist upp, þau eru öll mætt til vinnu og hitta vini og fjölskyldu,“ skrifar Valda í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Hún þakkar sömuleiðis vinafólki sínu fyrir skilyrðislausa ást og stuðning. „Einnig langar mig að þakka forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni fyrir handskrifað bréf sem hann sendi og sýndi okkur stuðning á þessum erfiðu tímum og hans yndislegu eiginkonu Elizu Reid sem gerði það jafnframt og hefur boðið okkur að líta við.“ Í gæsluvarðhaldi í tvær vikur til viðbótar Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að maðurinn sem grunaður er um að hafa valdið Sofiu bana verði í gæsluvarðhaldi í tvær vikur til viðbótar hið minnsta. Lögregla kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands fyrir tveimur vikum síðan til Landsréttar og fékk gæsluvarðhald yfir manninum því framlengt um fjórar vikur. Sveinn segir lögreglu hafa talið það nauðsynlegt vegna biðar eftir gögnum erlendis frá. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi í tæplega níu vikur. Sveinn segir lögreglu enn bíða eftir lokaskýrslu úr krufningu en hann segir bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að Sofiu hafi verið ráðinn bani. Lögreglumál Grunur um manndráp á Selfossi Árborg Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi hefur andlát Sofiu til rannsóknar og er karlmaður í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa banað henni. Valda segist þakklát öllum þeim sem hafi veitt henni styrk á þessum erfiðu tímum og þakkar sérstaklega börnum sínum og systkinum Sofiu. „Krakkarnir mínir hafa staðið sig eins og hetjur og ekki gefist upp, þau eru öll mætt til vinnu og hitta vini og fjölskyldu,“ skrifar Valda í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Hún þakkar sömuleiðis vinafólki sínu fyrir skilyrðislausa ást og stuðning. „Einnig langar mig að þakka forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni fyrir handskrifað bréf sem hann sendi og sýndi okkur stuðning á þessum erfiðu tímum og hans yndislegu eiginkonu Elizu Reid sem gerði það jafnframt og hefur boðið okkur að líta við.“ Í gæsluvarðhaldi í tvær vikur til viðbótar Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að maðurinn sem grunaður er um að hafa valdið Sofiu bana verði í gæsluvarðhaldi í tvær vikur til viðbótar hið minnsta. Lögregla kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands fyrir tveimur vikum síðan til Landsréttar og fékk gæsluvarðhald yfir manninum því framlengt um fjórar vikur. Sveinn segir lögreglu hafa talið það nauðsynlegt vegna biðar eftir gögnum erlendis frá. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi í tæplega níu vikur. Sveinn segir lögreglu enn bíða eftir lokaskýrslu úr krufningu en hann segir bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að Sofiu hafi verið ráðinn bani.
Lögreglumál Grunur um manndráp á Selfossi Árborg Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira