Erlent

Meintur flugumaður Rússa handtekinn í Kramatorsk

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Veitingastaðurinn var afar vinsæll í borginni og þétt setinn þegar árásin var gerð.
Veitingastaðurinn var afar vinsæll í borginni og þétt setinn þegar árásin var gerð. National Police of Ukraine via AP

Volodómír Selenskí Úkraínuforseti segir að meintur njósnari fyrir Rússa sem sagður er hafa aðstoðað við mannskæða árás í borginni Kramatorsk verði ákærður fyrir landráð.

Forsetinn segir að allir þeir sem hjálpi Rússum í innrásaraðgerðum sínum eigi skilið hörðustu refsingu. Maðurinn, sem býr í borginni, er sagður hafa sent Rússum myndband af veitingastað skömmu áður en hann var sprengdur í loft upp með eldflaugaárás.

Tólf létu lífið, þar á meðal þrír unglingar en veitingastaðurinn var þétt setinn þegar árásin var gerð. Sextíu til viðbótar særðust.


Tengdar fréttir

Fjórtán ára tvíburar meðal fallinna í árás Rússa

Tíu manns, þeirra á meðal fjórtán ára tvíburasystur, féllu í eldflaugaárás Rússa á veitingastað í borginni Kramatorsk í austurhluta Úkraínu í gærkvöldi. Tugir bygginga, þeirra á meðal fjöldi skóla og leikskóla eyðilögðust í árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×