FÍH hafði betur gegn Rúv Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. júní 2023 10:00 Félag íslenskra hljómlistarmanna hafði betur gegn Rúv í félagsdómi. Vísir/Vilhelm Félagsdómur staðfestir að óheimilt sé að sniðganga ákvæði kjarasamninga sem kveða á um lágmarkskjör í máli FÍH gegn Rúv. Dómurinn féll vegna samninga stofnunarinnar við hljómlistarmenn á Jazzhátíð Reykjavíkur og er fordæmisgefandi, sérstaklega í listgreinum. Nánar má lesa um málið á vef BHM. Félag íslenskra hljómlistarmanna fór með málið fyrir dóm á þeim forsendum að Ríkisútvarpinu bæri að greiða hljómlistarmönnunum sem spiluðu á Jazzhátíð Reykjavíkur samkvæmt kjarasamningi FÍH og Rúv. Rúv mótmælti því og vísaði til þess að ekkert ráðningarsamband hafi verið til staðar. Ríkisútvarpið vildi greiða tónlistarfólkinu með auglýsingum á miðlum Rúv og með greiðslu beint til Jazzhátíðar, sem svo skipti fjárhæðinni á milli hljóðfæðraleikaranna í samræmi við þátttöku. Fyrirkomulagið hafði áður verið á þann veg. Ekki hægt að víkja frá lágmarkskjörum Í dómi Félagsdóms er staðfest að kjarasamningur FÍH og Rúv gildir. Að mati dómsins er ekki hægt að víkja til hliðar ákvæðum kjarasamnings um lágmarkskjör. Þar vegi þungt að kjarasamningurinn geri ráð fyrir greiðslum til hljómlistarmanna að skilyrðum uppfylltum, óháð því hvort formlegt eða óformlegt ráðningarsamband sé til staðar. BHM bendir á líkindi dómsins við dóm Landsréttar sem féll ríflega ári fyrr í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. Hann staðfesti með afgerandi hætti að beint ráðningarsamband er ekki forsenda skuldbindingargildis kjarasamnings sem fjallar um greiðslur vegna hljóðritana og/eða beinna útsendinga á tónlist. Dómurinn hafi því fordæmisgildi sem slíkur, sér í lagi í listageiranum þar sem kjarasamningar fjalla sérstaklega um greiðslur á ráðningarformi eða hvort ráðning sé til staðar. Þá staðfestir Félagsdómur að ákvæði kjarasamninga kveða á um lágmarkskjör sem óheimilt er að sniðganga. Breytir þar engu hvort framkvæmdin hafi áður verið önnur en kjarasamningur kveður á um. Dómsmál Kjaramál Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Þóru létt eftir að hafa lagt Óperuna í launadeilu fyrir Landsrétti Landsréttur hefur snúið við niðurstöðu héraðsdóms í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni, Þóru í vil. Þóra, sem er ein fremsta óperusöngkona þjóðarinnar, höfðaði málið vegna greiðslu vangoldinna launa. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag. 27. maí 2022 15:24 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Nánar má lesa um málið á vef BHM. Félag íslenskra hljómlistarmanna fór með málið fyrir dóm á þeim forsendum að Ríkisútvarpinu bæri að greiða hljómlistarmönnunum sem spiluðu á Jazzhátíð Reykjavíkur samkvæmt kjarasamningi FÍH og Rúv. Rúv mótmælti því og vísaði til þess að ekkert ráðningarsamband hafi verið til staðar. Ríkisútvarpið vildi greiða tónlistarfólkinu með auglýsingum á miðlum Rúv og með greiðslu beint til Jazzhátíðar, sem svo skipti fjárhæðinni á milli hljóðfæðraleikaranna í samræmi við þátttöku. Fyrirkomulagið hafði áður verið á þann veg. Ekki hægt að víkja frá lágmarkskjörum Í dómi Félagsdóms er staðfest að kjarasamningur FÍH og Rúv gildir. Að mati dómsins er ekki hægt að víkja til hliðar ákvæðum kjarasamnings um lágmarkskjör. Þar vegi þungt að kjarasamningurinn geri ráð fyrir greiðslum til hljómlistarmanna að skilyrðum uppfylltum, óháð því hvort formlegt eða óformlegt ráðningarsamband sé til staðar. BHM bendir á líkindi dómsins við dóm Landsréttar sem féll ríflega ári fyrr í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. Hann staðfesti með afgerandi hætti að beint ráðningarsamband er ekki forsenda skuldbindingargildis kjarasamnings sem fjallar um greiðslur vegna hljóðritana og/eða beinna útsendinga á tónlist. Dómurinn hafi því fordæmisgildi sem slíkur, sér í lagi í listageiranum þar sem kjarasamningar fjalla sérstaklega um greiðslur á ráðningarformi eða hvort ráðning sé til staðar. Þá staðfestir Félagsdómur að ákvæði kjarasamninga kveða á um lágmarkskjör sem óheimilt er að sniðganga. Breytir þar engu hvort framkvæmdin hafi áður verið önnur en kjarasamningur kveður á um.
Dómsmál Kjaramál Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Þóru létt eftir að hafa lagt Óperuna í launadeilu fyrir Landsrétti Landsréttur hefur snúið við niðurstöðu héraðsdóms í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni, Þóru í vil. Þóra, sem er ein fremsta óperusöngkona þjóðarinnar, höfðaði málið vegna greiðslu vangoldinna launa. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag. 27. maí 2022 15:24 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Þóru létt eftir að hafa lagt Óperuna í launadeilu fyrir Landsrétti Landsréttur hefur snúið við niðurstöðu héraðsdóms í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni, Þóru í vil. Þóra, sem er ein fremsta óperusöngkona þjóðarinnar, höfðaði málið vegna greiðslu vangoldinna launa. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag. 27. maí 2022 15:24