„Mér fannst tíminn ekkert líða“ Hjörvar Ólafsson skrifar 25. júní 2023 22:05 Ásmundur Arnarson á hliðarlínunni í bleytunni í kvöld. Vísir/Diego Ásmundur Arnarson, þjálfari Breiðabliks, var sigurreifur eftir 2-1 sigur á Val í stórleik tíundu umferðar Bestu deildar kvenna í kvöld. Úrslitin þýða að Breiðablik jafnar Val á stigum og sitja liðin í efstu tveimur sætum deildarinnar. „Þetta var frábær leikur hjá stelpunum, frábær karakter, þvílík vinnusemi og gott skipulag. Við byrjum þennan leik mjög sterkt, komum okkur í góða stöðu og þetta var frábærlega gert,“ sagði Ásmundur eftir leikinn. Agla María Albertsdóttir kom Blikum á bragðið eftir aðeins rúmlega tveggja mínútna leik og sjálfsmark Örnu Sifjar Ásgrímsdóttur, leikmann Vals, skömmu fyrir hálfleik kom Breiðablik í afar vænlega stöðu. „Ég held að krafturinn í okkur í byrjun leiks hafi komið okkur langleiðina með þetta og þetta þróaðist náttúrulega þannig að þær bættu í og pressuðu á okkur í seinni hálfleik og undir lokin. Mér fannst tíminn ekkert líða þegar langt var liðið á leikinn og maður þurfti að fara oft beint í úrið til að fylgjast með. Þetta var erfitt á þeim tíma en heilt yfir var þetta frábærlega gert hjá mínum leikmönnum,“ sagði Ásmundur. Valskonur komu beittari út í seinni hálfleik og minnkuðu muninn eftir átta mínútna leik í seinni hálfleik. „Þær sóttu í sig veðrið í seinni og eðlilega í þessari stöðu. Þær pressuðu á okkur og við hefðum mátt halda aðeins meira í boltann á þeim tíma. Þegar við unnum hann þá vorum við full fljótar að setja hann fram á við og þannig við hefðum getað skapað okkur meiri ró með því að halda betur í boltann. Vissulega sóttu þær á okkur en hrós á liðið fyrir góðan og skipulagðan varnarleik á þeim tímapunkti.“ Næstu þrír deildarleikir Breiðabliks eru á heimavelli en skipt var um gervigras á Kópavogsvelli fyrr á tímabilinu og gat liðið ekki keppt á sínum heimavelli á meðan. Eru þessir heimaleikir gullið tækifæri til stigasöfnunar? „Allir leikir eru gullið tækifæri til stigasöfnunar og alltaf ætlum við að taka hvern leik. Það er bara eitt verkefni í einu, frábær niðurstaða hér í dag. Við þurfum að safna kröftum og næsta verkefni er í bikarnum næstu helgi. Við hugsum ekkert lengra í bili,“ svaraði Ásmundur. Breiðablik spilar fimm leiki á rétt rúmlega tveimur vikum í deild og bikar. Þær mæta FH í undanúrslitum Mjólkurbikarsins næsta laugardag en Ásmundur hræðist ekki leikjaálagið næstu misseri. „Við höfum svo sem verið í því áður og undanfarið. Það er samvinna okkar allra í teyminu, sjúkra- og styrktarþjálfara að stýra álaginu rétt.“ Besta deild kvenna Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Sjá meira
„Þetta var frábær leikur hjá stelpunum, frábær karakter, þvílík vinnusemi og gott skipulag. Við byrjum þennan leik mjög sterkt, komum okkur í góða stöðu og þetta var frábærlega gert,“ sagði Ásmundur eftir leikinn. Agla María Albertsdóttir kom Blikum á bragðið eftir aðeins rúmlega tveggja mínútna leik og sjálfsmark Örnu Sifjar Ásgrímsdóttur, leikmann Vals, skömmu fyrir hálfleik kom Breiðablik í afar vænlega stöðu. „Ég held að krafturinn í okkur í byrjun leiks hafi komið okkur langleiðina með þetta og þetta þróaðist náttúrulega þannig að þær bættu í og pressuðu á okkur í seinni hálfleik og undir lokin. Mér fannst tíminn ekkert líða þegar langt var liðið á leikinn og maður þurfti að fara oft beint í úrið til að fylgjast með. Þetta var erfitt á þeim tíma en heilt yfir var þetta frábærlega gert hjá mínum leikmönnum,“ sagði Ásmundur. Valskonur komu beittari út í seinni hálfleik og minnkuðu muninn eftir átta mínútna leik í seinni hálfleik. „Þær sóttu í sig veðrið í seinni og eðlilega í þessari stöðu. Þær pressuðu á okkur og við hefðum mátt halda aðeins meira í boltann á þeim tíma. Þegar við unnum hann þá vorum við full fljótar að setja hann fram á við og þannig við hefðum getað skapað okkur meiri ró með því að halda betur í boltann. Vissulega sóttu þær á okkur en hrós á liðið fyrir góðan og skipulagðan varnarleik á þeim tímapunkti.“ Næstu þrír deildarleikir Breiðabliks eru á heimavelli en skipt var um gervigras á Kópavogsvelli fyrr á tímabilinu og gat liðið ekki keppt á sínum heimavelli á meðan. Eru þessir heimaleikir gullið tækifæri til stigasöfnunar? „Allir leikir eru gullið tækifæri til stigasöfnunar og alltaf ætlum við að taka hvern leik. Það er bara eitt verkefni í einu, frábær niðurstaða hér í dag. Við þurfum að safna kröftum og næsta verkefni er í bikarnum næstu helgi. Við hugsum ekkert lengra í bili,“ svaraði Ásmundur. Breiðablik spilar fimm leiki á rétt rúmlega tveimur vikum í deild og bikar. Þær mæta FH í undanúrslitum Mjólkurbikarsins næsta laugardag en Ásmundur hræðist ekki leikjaálagið næstu misseri. „Við höfum svo sem verið í því áður og undanfarið. Það er samvinna okkar allra í teyminu, sjúkra- og styrktarþjálfara að stýra álaginu rétt.“
Besta deild kvenna Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Sjá meira