Valdaránið blásið af og algjör óvissa um framhaldið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. júní 2023 21:00 Wagner-liðar mættu nær engri mótspyrnu þegar þeir fóru inn í Rostov í gær og var í raun fagnað af mörgum íbúum. Því er ósvarað hvað það þýðir fyrir stjórnvöld í Rússlandi. epa Yevgeny Prigozhin, stofnandi og stjórnandi Wagner-málaliðahópsins, hefur komist að samkomulagi við Alexander Lúkasjenkó, forseta Belarús, um að láta af uppreisn sinni gegn hermálayfirvöldum í Rússlandi. Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sagði við rússneska miðla fyrir stundu að samkomulagið fæli það meðal annars í sér að Prigozhin yfirgæfi Rússland og flyttist til Belarús og að öðrum liðsmönnum Wagner yrði veitt sakaruppgjöf fyrir þátt sinn í átökunum í Úkraínu. Þeim Wagner-liðum sem ekki hefðu tekið þátt í valdaránstilrauninni yrði boðið að ganga hernum á hönd. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur ekki tjáð sig um samkomulagið, enn sem komið er, en hann hafði heitið því að láta þá gjalda það dýru verði sem hefðu svikið móðurlandið. Það var Lúkasjenkó sem tilkynnti um samkomulagið fyrr í dag en Prigozhin staðfesti það skömmu síðar og greindi frá því að sveitir Wagner myndu hörfa frá Moskvu og Rostov, þar sem þeir höfðu tekið yfir allar helstu stjórnarbyggingar. Fréttirnar virðast hafa komið flestum á óvart en Wagner-liðar höfðu farið inn í Rostov með lítilli fyrirhöfn og virtust fá góðar móttökur frá íbúum, sem hvöttu þá enn til dáða þegar þeir hófu brottför sína í dag. Úkraínumenn, sem höfðu fagnað mjög þróun mála í gærkvöldi og nótt, virtust einnig nokkuð hissa. Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Vólódímír Selenskís Úkraínuforseta, sagði ákvörðun Prigozhin um að pakka saman ótrúlega og að hann tryði ekki öðru en að Pútín myndi standa við það að finna hann í fjöru. Ef óvissa var uppi um hvað myndi gerast þegar Wagner næði Moskvu virðast menn ekki síður hugsi yfir stöðu mála nú. Mörgum spurningum er ósvarað en það hefur til að mynda ekkert verið gefið út um mögulegar breytingar innan varnarmálaráðuneytisins, sem Prigozhin hafði þrýst á. Sérfræðingar eru sammála um að undraverð framganga Prigozhin í Rússlandi hafi afhjúpað algjört ráðaleysi Pútín og stjórnarinnar í Kreml og ekki síður hversu veik staða Rússa er á vígvellinum í Úkraínu. Orð Prigozhin um dugleysi hermálayfirvalda, upplognar forsendur innrásarinnar í Úkraínu og blekkingar varnarmálaráðherrans Sergei Shoigu í garð Pútín munu ekki gleymast. Hvað gerist innan Kreml og í Úkraínu á næstu dögum er óráðin gáta. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sagði við rússneska miðla fyrir stundu að samkomulagið fæli það meðal annars í sér að Prigozhin yfirgæfi Rússland og flyttist til Belarús og að öðrum liðsmönnum Wagner yrði veitt sakaruppgjöf fyrir þátt sinn í átökunum í Úkraínu. Þeim Wagner-liðum sem ekki hefðu tekið þátt í valdaránstilrauninni yrði boðið að ganga hernum á hönd. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur ekki tjáð sig um samkomulagið, enn sem komið er, en hann hafði heitið því að láta þá gjalda það dýru verði sem hefðu svikið móðurlandið. Það var Lúkasjenkó sem tilkynnti um samkomulagið fyrr í dag en Prigozhin staðfesti það skömmu síðar og greindi frá því að sveitir Wagner myndu hörfa frá Moskvu og Rostov, þar sem þeir höfðu tekið yfir allar helstu stjórnarbyggingar. Fréttirnar virðast hafa komið flestum á óvart en Wagner-liðar höfðu farið inn í Rostov með lítilli fyrirhöfn og virtust fá góðar móttökur frá íbúum, sem hvöttu þá enn til dáða þegar þeir hófu brottför sína í dag. Úkraínumenn, sem höfðu fagnað mjög þróun mála í gærkvöldi og nótt, virtust einnig nokkuð hissa. Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Vólódímír Selenskís Úkraínuforseta, sagði ákvörðun Prigozhin um að pakka saman ótrúlega og að hann tryði ekki öðru en að Pútín myndi standa við það að finna hann í fjöru. Ef óvissa var uppi um hvað myndi gerast þegar Wagner næði Moskvu virðast menn ekki síður hugsi yfir stöðu mála nú. Mörgum spurningum er ósvarað en það hefur til að mynda ekkert verið gefið út um mögulegar breytingar innan varnarmálaráðuneytisins, sem Prigozhin hafði þrýst á. Sérfræðingar eru sammála um að undraverð framganga Prigozhin í Rússlandi hafi afhjúpað algjört ráðaleysi Pútín og stjórnarinnar í Kreml og ekki síður hversu veik staða Rússa er á vígvellinum í Úkraínu. Orð Prigozhin um dugleysi hermálayfirvalda, upplognar forsendur innrásarinnar í Úkraínu og blekkingar varnarmálaráðherrans Sergei Shoigu í garð Pútín munu ekki gleymast. Hvað gerist innan Kreml og í Úkraínu á næstu dögum er óráðin gáta.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira