Apar pyntaðir í ágóðaskyni öðrum til skemmtunar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. júní 2023 08:49 Á myndinni sjást apar af þeirri tegund sem oftast er pyntuð á myndskeiðunum. Getty BBC hefur birt umfjöllun um fjölmenna hópa á samfélagsmiðlum þar sem rætt er um, óskað eftir og deilt myndskeiðum þar sem apar eru pyntaðir, stundum til dauða. Um er að ræða pyntinga-hring, þar sem fólk getur greitt fyrir myndskeið þar sem apar eru pyntaðir á umbeðinn máta. Samkvæmt BBC teygir „starfsemin“ sig frá Indónesíu til Bandaríkjanna en yfirvöld hafa málið til rannsóknar og hafa bæði gerendur og kaupendur verið handteknir. Hóparnir eru sagðir hafa byrjað að myndast á YouTube en fært sig yfir á Telegram. Blaðamenn fengu aðgang að einum hópnum á Telegram, þar sem hundruð manna skiptust á hugmyndum um pyntingar og greiddu einstaklingum á Indónesíu og víðar í Asíu fyrir að framkvæma þær og taka upp á myndband. Oftast er um að ræða Macaque-apa, sem eru misnotaðir, pyntaðir og stundum drepnir. Global network of sadistic monkey torture exposed by BBC https://t.co/l6uGfvTchd— BBC News (World) (@BBCWorld) June 20, 2023 Samkvæmt BBC sæta að minnsta kosti 20 einstaklingar rannsókn, meðal annars einstaklingar í Bandaríkjunum og Bretlandi. Einn þeirra sem er þekktur fyrir að dreifa myndskeiðunum, kallaður „The Torture King“, eða „Pyntingakonungurinn“, samþykkti að ræða við miðilinn. Hann lýsir meðal annars skoðanakönnun í einum Telegram-hópnum þar sem spurt var að því hvort menn vildu sjá hamar beitt, töngum eða skrúfjárni. Myndskeiðið sem var „framleitt“ í kjölfarið segir hann hafa verið eitt það ógeðfelldasta sem hann hafi séð. Aðrir sem hafa verið nefndir í tengslum við rannsókn lögreglu eru Stacey Storey, amma í Alabama í Bandaríkjunum, kölluð „Sadistic“, og maður sem BBC kallar einfaldlega „Mr Ape“. Mr Ape játaði í viðtali við BBC að hann bæri ábyrgð á dauða að minnsta kosti fjögurra apa og pyntingum mun fleiri. Hann hefði óskað eftir mjög grófum myndskeiðum. Lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum lögðu hald á síma Storey, sem geymdi nærri hundrað pyntingarmyndskeið auk gagna sem sýndu fram á að hún hafði greitt fyrir nokkur af grófustu myndskeiðunum sem vitað er um. Storey og Mr Ape hafa ekki verið ákærð en eiga yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsi. Tveir hafa þegar verið handteknir og dæmdir í fangelsi í Indónesíu. Dýr Dýraheilbrigði Indónesía Bandaríkin Bretland Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Samkvæmt BBC teygir „starfsemin“ sig frá Indónesíu til Bandaríkjanna en yfirvöld hafa málið til rannsóknar og hafa bæði gerendur og kaupendur verið handteknir. Hóparnir eru sagðir hafa byrjað að myndast á YouTube en fært sig yfir á Telegram. Blaðamenn fengu aðgang að einum hópnum á Telegram, þar sem hundruð manna skiptust á hugmyndum um pyntingar og greiddu einstaklingum á Indónesíu og víðar í Asíu fyrir að framkvæma þær og taka upp á myndband. Oftast er um að ræða Macaque-apa, sem eru misnotaðir, pyntaðir og stundum drepnir. Global network of sadistic monkey torture exposed by BBC https://t.co/l6uGfvTchd— BBC News (World) (@BBCWorld) June 20, 2023 Samkvæmt BBC sæta að minnsta kosti 20 einstaklingar rannsókn, meðal annars einstaklingar í Bandaríkjunum og Bretlandi. Einn þeirra sem er þekktur fyrir að dreifa myndskeiðunum, kallaður „The Torture King“, eða „Pyntingakonungurinn“, samþykkti að ræða við miðilinn. Hann lýsir meðal annars skoðanakönnun í einum Telegram-hópnum þar sem spurt var að því hvort menn vildu sjá hamar beitt, töngum eða skrúfjárni. Myndskeiðið sem var „framleitt“ í kjölfarið segir hann hafa verið eitt það ógeðfelldasta sem hann hafi séð. Aðrir sem hafa verið nefndir í tengslum við rannsókn lögreglu eru Stacey Storey, amma í Alabama í Bandaríkjunum, kölluð „Sadistic“, og maður sem BBC kallar einfaldlega „Mr Ape“. Mr Ape játaði í viðtali við BBC að hann bæri ábyrgð á dauða að minnsta kosti fjögurra apa og pyntingum mun fleiri. Hann hefði óskað eftir mjög grófum myndskeiðum. Lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum lögðu hald á síma Storey, sem geymdi nærri hundrað pyntingarmyndskeið auk gagna sem sýndu fram á að hún hafði greitt fyrir nokkur af grófustu myndskeiðunum sem vitað er um. Storey og Mr Ape hafa ekki verið ákærð en eiga yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsi. Tveir hafa þegar verið handteknir og dæmdir í fangelsi í Indónesíu.
Dýr Dýraheilbrigði Indónesía Bandaríkin Bretland Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira