„Enginn hefur gagnast Kristjáni Loftssyni betur en Paul Watson“ Jakob Bjarnar skrifar 19. júní 2023 13:01 Fjandvinirnir Árni og Paul Watson. Þó markmið þeirra séu þau sömu greinir þá á um aðferðirnar. Sá sem á Paul að vini þarf enga óvini, að mati Árna. vísir/vilhelm/getty Ýmislegt bendir til þess að skip aktívistans Pauls Watson sé á leið til Íslands. Ekki bara eru það hvalfangarar sem hafa horn í síðu hins umdeilda manns heldur umhverfisverndarsinnar einnig. Kristján Loftsson hefur verið að undirbúa skip fyrirtækis síns Hvals hf. til að halda á hvalveiðar á ný eftir hlé. Gert er ráð fyrir því að þau haldi úr höfn á miðvikudaginn næstkomandi. Andstaða gegn hvalveiðum hefur magnast eftir að skýrsla MAST kom út þar sem frá því er greint að dauðastríð hvala geti varað klukkustundum saman og skjóta þurfi dýrin oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Þá hafa fregnir borist af því að aktívistinn Paul Watson, sem lengstum hefur verið kenndur við samtökin Sea Shepherd, þó hann hafi verið rekinn úr þeim samtökum, sé á leiðinni til Íslands á skipi sínu John Paul De Joria (Vigilant). Samkvæmt staðsetningarbúnaði skipsins var það síðast þegar spurðist milli Labrador og Nýfundnalands. En þó það sé óheimilt var slökkt á staðsetningarbúnaði skipsins þann 14. þessa mánaðar. Landhelgisgæslan fylgist með ferðum Watson og segir að skip hans sé ekki enn komið inn fyrir íslenska efnahagslögsögu. Minna má gagn gera Víst er að Paul Watson fylgist grannt með gangi mála á Íslandi. Á Facebook-síðu hans í gær er frá því greint með hástöfum að verið sé að ganga frá skutlum á skipum Hvals hf; Hval 8 og 9. Hvalveiðar Íslendinga séu að hefjast á næstu dögum. („Kristjan Loftsson is planning to kill over 200 endangered fin whales this summer: Neptune’s Navy will be there to stop him.“) Aðferðir Paul Watson hafa verið harðlega gagnrýndar en árið 1986 stóð hann fyrir því að tveimur skipum úr flota Hvals hf. var sökkt í Reykjavíkurhöfn. Þetta lagðist afar illa í Íslendinga almennt. Og ekki eru það einungis þeir sem telja Íslendinga eiga fullan rétt á því að veiða hval sem hefur verið í nöp við Watson og hans gjörðir. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, skefur ekki af því í viðtali við Vísi. „Engin hefur gagnast Kristjáni Loftssyni betur en Paul Watson,“ segir Árni. Hann telur að þeir sem eigi Paul að vini þurfi enga óvini. Og það eigi við um þá sem berjast gegn hvalveiðum. Keyrður áfram af hégómagirnd „Væntanlega skynjar Watson að 2023 verði síðasta ár hvalveiða hér við land og hann mun þakka sér það að fullu. Það kitlar hégómagirnd hans,“ segir Árni. Hann bendir á að bréf sem Náttúruverndarsamtök Íslands skrifuðu og sendu Watson 18. maí 2007 sé enn í fullu gildi. Nema síðan það var sent hafi Watson verið rekinn frá Sea Shepherd. Skjáskot af bréfinu má sjá hér ofar en þar er leitast við að leiða Watson fyrir sjónir að aðgerðir hans séu tilgangslausar og í versta falli eru þær til þess fallnar að herða Íslendinga í þeirri afstöðu að halda hvalveiðum áfram. Náttúruverndarsamtök Íslands hefur efnt til undirskriftasöfnunar þar sem hvalveiðum er mótmælt. Árni segir 18730 hafa skrifað undir. „Það er umfram væntingar.“ Hvað varðar það að Hvalur sé nú að undirbúa hvalveiðiskip sín segist Árni vilja sjá hverju fram vindur. „Ekkert um það að segja núna.“ Hvalir Hvalveiðar Landhelgisgæslan Umhverfismál Tengdar fréttir Gæslan meðvituð um ferðir og fyrirætlanir Watson og félaga Landhelgisgæslan er meðvituð um ferðir skipsins John Paul Dejoria og kunnugt um þær yfirlýsingar sem áhöfn þess hefur gefið í fjölmiðlum, segir í skriflegu svari Gæslunnar við fyrirspurn fréttastofu. 19. júní 2023 11:37 Fagráð um velferð dýra segir hvalveiðar ekki samræmast lögum Fagráð um velferð dýra hefur komist að þeirri niðurstöðu að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Ekki sé hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að tryggja velferð dýra við aflífun. 19. júní 2023 10:14 Hvalveiðar sagðar hefjast í næstu viku Veiðar starfsmanna Hvals hf. á langreyði munu hefjast næsta miðvikudag. Það er viku eftir að Heilbrigðisnefnd Vesturlands samþykkti að endurnýja starfsleyfi fyrirtækisins vegna hvalastöðvarinnar í Hvalfirði. 16. júní 2023 16:47 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Kristján Loftsson hefur verið að undirbúa skip fyrirtækis síns Hvals hf. til að halda á hvalveiðar á ný eftir hlé. Gert er ráð fyrir því að þau haldi úr höfn á miðvikudaginn næstkomandi. Andstaða gegn hvalveiðum hefur magnast eftir að skýrsla MAST kom út þar sem frá því er greint að dauðastríð hvala geti varað klukkustundum saman og skjóta þurfi dýrin oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Þá hafa fregnir borist af því að aktívistinn Paul Watson, sem lengstum hefur verið kenndur við samtökin Sea Shepherd, þó hann hafi verið rekinn úr þeim samtökum, sé á leiðinni til Íslands á skipi sínu John Paul De Joria (Vigilant). Samkvæmt staðsetningarbúnaði skipsins var það síðast þegar spurðist milli Labrador og Nýfundnalands. En þó það sé óheimilt var slökkt á staðsetningarbúnaði skipsins þann 14. þessa mánaðar. Landhelgisgæslan fylgist með ferðum Watson og segir að skip hans sé ekki enn komið inn fyrir íslenska efnahagslögsögu. Minna má gagn gera Víst er að Paul Watson fylgist grannt með gangi mála á Íslandi. Á Facebook-síðu hans í gær er frá því greint með hástöfum að verið sé að ganga frá skutlum á skipum Hvals hf; Hval 8 og 9. Hvalveiðar Íslendinga séu að hefjast á næstu dögum. („Kristjan Loftsson is planning to kill over 200 endangered fin whales this summer: Neptune’s Navy will be there to stop him.“) Aðferðir Paul Watson hafa verið harðlega gagnrýndar en árið 1986 stóð hann fyrir því að tveimur skipum úr flota Hvals hf. var sökkt í Reykjavíkurhöfn. Þetta lagðist afar illa í Íslendinga almennt. Og ekki eru það einungis þeir sem telja Íslendinga eiga fullan rétt á því að veiða hval sem hefur verið í nöp við Watson og hans gjörðir. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, skefur ekki af því í viðtali við Vísi. „Engin hefur gagnast Kristjáni Loftssyni betur en Paul Watson,“ segir Árni. Hann telur að þeir sem eigi Paul að vini þurfi enga óvini. Og það eigi við um þá sem berjast gegn hvalveiðum. Keyrður áfram af hégómagirnd „Væntanlega skynjar Watson að 2023 verði síðasta ár hvalveiða hér við land og hann mun þakka sér það að fullu. Það kitlar hégómagirnd hans,“ segir Árni. Hann bendir á að bréf sem Náttúruverndarsamtök Íslands skrifuðu og sendu Watson 18. maí 2007 sé enn í fullu gildi. Nema síðan það var sent hafi Watson verið rekinn frá Sea Shepherd. Skjáskot af bréfinu má sjá hér ofar en þar er leitast við að leiða Watson fyrir sjónir að aðgerðir hans séu tilgangslausar og í versta falli eru þær til þess fallnar að herða Íslendinga í þeirri afstöðu að halda hvalveiðum áfram. Náttúruverndarsamtök Íslands hefur efnt til undirskriftasöfnunar þar sem hvalveiðum er mótmælt. Árni segir 18730 hafa skrifað undir. „Það er umfram væntingar.“ Hvað varðar það að Hvalur sé nú að undirbúa hvalveiðiskip sín segist Árni vilja sjá hverju fram vindur. „Ekkert um það að segja núna.“
Hvalir Hvalveiðar Landhelgisgæslan Umhverfismál Tengdar fréttir Gæslan meðvituð um ferðir og fyrirætlanir Watson og félaga Landhelgisgæslan er meðvituð um ferðir skipsins John Paul Dejoria og kunnugt um þær yfirlýsingar sem áhöfn þess hefur gefið í fjölmiðlum, segir í skriflegu svari Gæslunnar við fyrirspurn fréttastofu. 19. júní 2023 11:37 Fagráð um velferð dýra segir hvalveiðar ekki samræmast lögum Fagráð um velferð dýra hefur komist að þeirri niðurstöðu að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Ekki sé hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að tryggja velferð dýra við aflífun. 19. júní 2023 10:14 Hvalveiðar sagðar hefjast í næstu viku Veiðar starfsmanna Hvals hf. á langreyði munu hefjast næsta miðvikudag. Það er viku eftir að Heilbrigðisnefnd Vesturlands samþykkti að endurnýja starfsleyfi fyrirtækisins vegna hvalastöðvarinnar í Hvalfirði. 16. júní 2023 16:47 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Gæslan meðvituð um ferðir og fyrirætlanir Watson og félaga Landhelgisgæslan er meðvituð um ferðir skipsins John Paul Dejoria og kunnugt um þær yfirlýsingar sem áhöfn þess hefur gefið í fjölmiðlum, segir í skriflegu svari Gæslunnar við fyrirspurn fréttastofu. 19. júní 2023 11:37
Fagráð um velferð dýra segir hvalveiðar ekki samræmast lögum Fagráð um velferð dýra hefur komist að þeirri niðurstöðu að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Ekki sé hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að tryggja velferð dýra við aflífun. 19. júní 2023 10:14
Hvalveiðar sagðar hefjast í næstu viku Veiðar starfsmanna Hvals hf. á langreyði munu hefjast næsta miðvikudag. Það er viku eftir að Heilbrigðisnefnd Vesturlands samþykkti að endurnýja starfsleyfi fyrirtækisins vegna hvalastöðvarinnar í Hvalfirði. 16. júní 2023 16:47