Englendingar völtuðu yfir Norður-Makedóna

Siggeir Ævarsson skrifar
Bukayo Saka skoraði þrennu á þrettán mínútum í kvöld.
Bukayo Saka skoraði þrennu á þrettán mínútum í kvöld. Vísir/Getty

Það má segja að Englendingar hafi leikið á oddi alsins góða í kvöld en alls skoruðu þeir sjö mörk gegn engu. Harry Kane braut ísinn á 29. mínútu og eftir það komu mörkin á færibandi.

Bukayo Saka skoraði þrennu á þrettán mínútna kafla sitthvoru megin við hálfleikinn og þá bætti Kane við öðru marki úr víti á 73. mínútu. Marcus Rashford og Kalvin Phillips skoruðu svo sitt markið hvor.

Yfirburðir Englendinga algjörir og markatala þeirra í síðustu tveimur leikjum 11-0. Þeir sitja í efsti sæti C-riðils með fullt hús stiga, tólf stig eftir fjóra leiki.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira