„Pabbi, systir mín, kærastan og ég fórum öll að grúska“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. júní 2023 07:23 Oddur Ólafsson, framkvæmdastjóri HorseDay appsins segir nýsköpun vissulega geta verið helvítis hark, þótt það sé mjög gefandi umhverfi líka og reynsla sem enginn skóli getur toppað. HorseDay appið býður núna upp á lausn fyrir allt sem viðkemur íslenska hestinum, þar á meðal þjálfun. Markmiðið er að appið verði stærsta lausnin í heiminum fyrir hestafólk, óháð búsetu eða hestakyni. Vísir/Vilhelm Fjölskyldufyrirtæki varð til í Covid. Og þau stefna langt! „Mamma og pabbi voru í ferðaþjónustunni lengi en í Covid stoppaði auðvitað allt, sem leiddi til þess að pabbi sem þessi virki dæmigerði bóndi fór að grúska í tölvunni. Skrifa niður hina og þessa punkta um utanumhald í hestamennskunni, kastar þessu til mín og spyr: Spurning um hvort þetta sé eitthvað sem gæti orðið meira?“ segir Oddur Ólafsson framkvæmdastjóri HorseDay appsins, einstakt app á heimsvísu sem heldur sérstaklega utan um allt sem varðar íslenska hestinn, þjálfun hans og utanumhald. Oddur var sjálfur í meistaranámi þegar þetta var. Sem upphaflega átti að fara fram í Barcelona en hann og kærastan hans, Guðrún Haraldsdóttir, þurftu að flýja til Íslands þegar heimsfaraldurinn skall á og því kláraði Oddur meistaranámið í fjarnámi. Meira og minna staddur í sóttkví með kærustunni í sumarbústað fyrir austan fjall. Þaðan sem Oddur er sjálfur ættaður því Oddur, sem fæddur er árið 1992, er alinn upp á Hvoli í Ölfusi; Stórt hestabú sem margir þekkja hérlendis og erlendis. Já Oddur er bóndastrákur sem spilaði körfubolta í Bandaríkjunum, kláraði viðskiptafræðina í Háskólanum í Reykjavík, fór í öruggt starf í bankageiranum en söðlaði síðan um og starfar í nýsköpunarumhverfinu í Grósku. „Ég sé fyrir mér að eftir fimm ár verði HorseDay stærsta lausnin fyrir hestafólk um allan heim, óháð hestakyni. Því frá byrjun höfum við verið með appið á íslensku, ensku og þýsku og markmiðið er að bæta hestakynum og tungumálum við.“ Ótrúlega spennandi tækifæri HorseDay appið heldur utan um allt sem viðkemur íslenska hestinum, þar á meðal þjálfun. Sem dæmi um það sem appið getur gert, er að greina þær fimm gangtegundir sem hesturinn er á hverju sinni. Fyrir hestamenn, hvort heldur sem er atvinnumenn í þjálfun eða áhugafólk, er þetta byltingarkennd uppfinning. HorseDay appið er líka beintengt gagnagrunni íslenska hestsins, WorldFengs, en líkja mætti þeim gagnagrunni við það að hver hestur sé með kennitölu. Þannig er haldið utan um íslenska hestinn um allan heim. Fyrirtækið var stofnað af Oddi, Mörtu Rut systur hans og föður þeirra Ólafi Hasteini Einarssyni. Allt vel kunnugt hestafólk. Í dag snýst þróun appsins að öllu sem viðkemur íslenska hestinum. Eins og nafnið gefur til kynna, er markmiðið þó að útvíkka þá þjónustu til muna. „Í kringum hesta er gríðarlega stór markhópur. Sem dæmi má nefna íslenska hestinn. Um sjötíu þúsund manns eru skráð í hestafélög í kringum íslenska hestinn eingöngu, hérlendis og erlendis. Við erum samt að áætla að þessi hópur sé nær því að vera um þrjúhundruð þúsund því það er alls ekki meirihlutinn sem er skráður í hestafélag. Það sama gildir um annað hestafólk í heiminum. Áhuginn og fjöldinn í kringum hesta er að skapa lausn eins og okkar gríðarleg tækifæri að sækjast í og það hefur alltaf legið ljóst fyrir að HorseDay appið verður á endanum lausn fyrir öll hestakyn og hestafólk hvar sem er í heiminum.“ Fjölskylda í nýsköpun og hestum, fv: Marta, Ingibjörg, Margrét, Ólafur og Oddur. Hugmyndin að HorseDay appinu varð til í Covid og í fyrra varð fyrsta útgáfa smáforritsins að veruleika. Um 35-40% notenda eru Þjóðverjar sem lengi hafa verið stór markhópur fyrir íslenska hestinn. Í appinu er meðal annars hægt að greina á hvaða gangtegund hesturinn er hverju sinni. Frá bankageiranum í frumkvöðlaumhverfið Þótt Oddur sé alinn upp af hestafólki, þar sem allt gekk út á hestamennskuna frá a-ö, var það lengi vel körfuboltinn sem átti hug hans allan. Sautján ára fór Oddur til Bandaríkjanna í viðskiptafræðinám og spilaði þar körfubolta. En hvers vegna viðskiptafræði? „Ég fór út til að spila körfubolta en þurfti að velja Það var út af henni sem ég vildi fara til Bandaríkjanna. En ég þurfti að velja eitthvað nám og valdi viðskiptafræðina því mér fannst það alveg eiga vel við,“ svarar Oddur. Þegar Oddur kom heim frá Bandaríkjunum, fór hann í HR og kláraði þar B.Sc. í viðskipafræði, þar sem hann kynntist sambýliskonu sinni og barnsmóður, Guðrúnu Haraldsdóttir. „Það má því segja að ég hafi farið svolítið úr hestamennskunni um tíma. Fyrst þegar ég fór til Bandaríkjanna og eins líka þegar að ég kom heim, því eftir námið fór ég í bankageirann þar sem ég starfaði hjá Íslandsbanka í 5-6 ár en samhliða því var ég að spila körfubolta.“ Í Íslandsbanka starfaði Oddur sem vörustjóri á viðskiptabankasviði þar sem hann starfaði meðal annars við stafræna þróun. Árið 2019 ákváðu Oddur og Guðrún að fara í meistaranám til Barcelona en eins og áður sagði, enduðu þau með því að flýja heim vegna Covid. Það má segja að í einangruninni í sumarbústaðnum hafi vendingarnar að HorseDay byrjað því að pabbi, systir mín, kærastan og ég fórum öll að grúska og kasta hugmyndum á milli okkar fram og til baka.“ Á endanum ákváðu Oddur, Marta systir hans og Ólafur faðir þeirra að sækja um styrk til SASS, Sambands sunnlenskra sveitafélaga, en sá styrkur var í rauninni brautryðjendastyrkur því með honum náðu þau að koma hugmyndinni frá blaði og í framkvæmd. „Það má eiginlega segja að sá styrkur hafi tryggt okkur ákveðinn hönnunarsprett sem gerði okkur kleift að komast mörg skref áfram, byrja að sýna hestafólki lausnina, fá endurgjöf og gagnrýni og svo framvegis.“ Tengslanet fjölskyldunnar og þekkingin var svo sannarlega til staðar því foreldrar Odds, Ólafur og Margrét S. Stefánsdóttir, ráku hestabúið á Hvoli í um þrjátíu ár en það var selt í fyrra. Að jafnaði störfuðu þrír til fjórir starfsmenn á Hvoli við að þjónusta atvinnumenn og áhugafólk um íslenska hestinn og á Hvoli var starfsemin margbreytileg: Allt frá ræktun yfir í fortamningar, framhaldstamningar, sölu hesta, útflutning og svo framvegis. Það er alls ekkert sjálfgefið að hætta í öruggu starfi í bankageiranum til að demba sér í nýsköpun og Oddur segir hann og barnsmóður sína Guðrúnu alveg hafa þurft að taka samtalið um það. Að sitja í bankanum er stundum næs tilhugsun á erfiðum dögum, enda getur nýsköpun verið mikið hark þótt vel gangi. Á mynd má sjá Odd, Guðrúnu og son þeirra Harald Henrý. Þegar boltinn fór að rúlla Boltinn fór að rúlla hjá HorseDay frekar hratt því að verkefninu hafa komið fjárfestar úr ýmsum áttum, margir hverjir úr hestaheiminum. Þá fjárfesti Nýsköpunarsjóður Atvinnulífsins í HorseDay árið 2022 og HorseDay hefur líka hlotið styrki frá Tækniþróunarsjóði og Fagráði í Hestamennsku. Í dag eru starfsmenn HorseDay sjö talsins að Oddi meðtöldum og notendur þjónustunnar um tólf þúsund, en HorseDay appið er selt í áskrift. Að fara úr öruggu starfi í bankageiranum í frumkvöðlarekstur er þó alls ekkert sjálfgefið skref. „Við tókum alveg þetta samtal ég og Guðrún. Því að þótt hlutirnir hafi gengið vel upp þá er þetta mjög töff umhverfi og oft hefur þetta verið þannig að maður hefur ekkert verið svo sannfærður um að allt gangi upp. Fjármögnun í nýsköpun tekur tíma og reynir alveg á taugarnar,“ segir Oddur og bætir við: „En eftir meistaranámið okkar fékk Guðrún starf hjá Borgarleikhúsinu og lagði sjálf til að ég myndi láta á þessa hugmynd reyna, hún væri þá frekar fyrirvinnan sem þessi öruggi tekjupóstur.“ Líkt og almennt gengur og gerist í frumkvöðlaumhverfinu eru nýsköpunarfyrirtæki þó langt frá því að geta greitt upphafsfólki sínu laun fyrst um sinn. „Ég var hins vegar svo heppinn að Íslandsbanki var til í að fá mig aftur í eitt ár. Þar gekk ég því aftur í sama gamla starfið mitt og ég er óendanlega þakklátur fyrir það tækifæri. Því þar var ég þá í eitt ár áður en ég sneri mér alfarið að HorseDay en þar hef ég starfað í fullu starfi núna frá því í ársbyrjun 2022.“ Þegar Oddur síðan hætti þar, var allt að gerast í einu því þá var Guðrún ófrísk af syni þeirra, Haraldi Henrý, sem fæddist í október 2021. „Síðasta daginn minn í bankanum átti ég að vera með kynningu sem ég var að undirbúa. En um nóttina missti Guðrún vatnið og ég þurfti því að senda skilaboð um að ég myndi ekki mæta á fundinn því sonurinn væri að koma í heiminn,“ segir Oddur og brosir. Eins og margir vita hafa Þjóðverjar lengi verið sérstakir áhugamenn um íslenska hestinn. Þessi áhugi endurspeglast í notendahópi HorseDay. „Um 35-40% af notendunum okkar eru Þjóðverjar og þannig hefur það í raun verið eiginlega frá byrjun. Þótt opnunin okkar hafi strangt til tekið verið formlega á landsmóti hestamanna í fyrrasumar.“ Töff en gefandi Oddur segir hópinn í HorseDay meðvitaðan um að tíminn skiptir máli því þar sem tæknilausnir sem þessar séu í raun óplægður akur, þýði það að án efa eru fleiri úti í heimi að þróa einhvers konar tæknilausnir fyrir hestageirann. Í dag er markvisst unnið að þróun appsins með íslenska hestinn í huga en stefnan er að verða stærsta lausnin fyrir allt hestafólk í heiminum innan fimm ára. En hvernig er það þá þegar fjölskyldan hittist, eruð þið alltaf að tala um vinnuna? „Það var alveg þannig fyrst í byrjun,“ segir Oddur og hlær. „Ég myndi segja að það hafi tekið okkur svona um eitt og hálft ár að læra að setja vinnuna líka til hliðar. Því það er svo mikilvægt að halda í hefðbundin samskipti en vera ekki alltaf með hugann við vinnuna. Ég held svo sem að við séum komin í ágætis jafnvægi með þetta núna og eflaust hjálpar það svolítið að barnabörn mömmu og pabba eru núna orðin þrjú; strákurinn okkar hann Haraldur Henrý og síðan á Marta systir tvo stráka, þá Ólaf Inga og Stefán Free“ segir Oddur en yngri systir þeirra er síðan Ingibjörg sem nýverið útskrifaðist úr Kvennaskólanum og er senn á leið til Danmerkur í nám í fatahönnun. Aftur berst talið að umhverfi frumkvöðla og nýsköpunar. Sem Oddur segir alveg frábært á Íslandi. Hann hafi til dæmis nýtt sér að fara í hraðla hjá Klak - Icelandic Startups og eins sé gott að vera í Grósku með fyrirtækið þar sem fólk getur leitað í reynslubrunn hvors annars og fleira. Ég viðurkenni alveg að þetta er líka helvítis hark, afsakaðu orðbragðið. Og það hafa alveg komið tímar þar sem ég hef velt fyrir mér: Voðalega hefði nú bara verið næs að sitja í bankanum núna,“ segir Oddur og brosir. „En ég er rosalega heppinn. Í fjárfestahópnum okkar eru allir reiðubúnir til að hlusta á mig og ræða við mig um HorseDay hvenær sem ég þarf á því að halda og ég er með sterkt bakland sem styður mig í því sem ég er að gera, ekki síst heima fyrir. Ef þetta bakland er ekki til staðar er ég ekkert viss um að maður gæti þetta.“ Myndir þú samt ráðleggja fólki að elta drauminn og láta á það reyna þótt nýsköpun geti verið erfið, ekki síst hvað varðar fjármögnun eða laun? „Já ég hef sjálfur velt þessu fyrir mér og ef ég á að vera hreinskilinn þá held ég að ég myndi alltaf svara þessari spurningu játandi. Því að ég get ekki ímyndað mér hversu erfitt það væri að sitja uppi með eftirsjá segjum til dæmis eftir tuttugu ár og sjá þá enn eftir því að hafa ekki látið á einhverja hugmynd reyna. Þetta er vissulega erfitt og ég geri mér alveg grein fyrir því að það eiga enn eftir að koma dagar og tímabil sem mér munu finnast mjög erfiðir. En á móti kemur að þetta er líka mjög gefandi því lærdómurinn sem ég er að fá með því að þurfa að vera allt í öllu; í þróun, sölu, rekstri, ráðningum, fjármögnun, lögfræðistússi og svo framvegis, það er einfaldlega ekkert nám sem toppar þessa reynslu.“ Nýsköpun Tækni Starfsframi Góðu ráðin Tengdar fréttir Að læra af mistökum: „Loksins hætta þeir þessu kjaftæði hugsaði starfsfólkið“ Það er einstaka sinnum sem við heyrum frábærar sögur um nýsköpunarfyrirtæki sem einfaldlega ná góðu flugi strax. 1. júní 2023 07:00 Íslensk á lista Forbes: Til dæmis hægt að hjálpa lömuðum að ganga Það er magnað að heyra Gretu Preatoni ræða starf sitt. Til dæmis þegar hún er að segja frá því hvernig hægt er að hjálpa lömuðu fólki að ganga á ný. Eða að draga úr sársauka og auka á snertifilfinningu fólks sem hefur misst útlimi. Allt með aðstoð gervigreindar og nýjustu tækni. 29. maí 2023 07:02 Bruggað úr úrgangi og nóg að sækja lífrænt sorp á sex vikna fresti Að flokka ruslið rétt getur verið hægara sagt en gert. Margir telja sig gera þetta rétt en tvíeykið í sprotafyrirtækinu Melta veit af eigin raun að svo er ekki. Því Melta er að þróa nýtt, skilvirkt og þægilegt flokkunar- og söfnunarkerfi á lífrænu sorpi. 4. maí 2023 07:00 Fengu meðal annars styrk upp á 2,1 milljón evra „Lengi framan af voru starfsmennirnir einn til tveir eða allt þar til árið 2019, þá kom Brunnur fjárfestingasjóður inn með fjármögnun og teymið varð þriggja til fjögurra manna. En frá upphafi höfum við nýtt okkur styrkjarumhverfið, allt frá styrkjum fyrir markaðsmálin yfir í styrk í gegnum einkaleyfisferlið,“ segir Ósvaldur Knudsen framkvæmdastjóri Laki Power. 23. mars 2023 07:01 Notuðu hárblásara til að kynna hugmyndina á nokkrum fundum með ráðherrum „Þetta er reyndar þrjátíu ára gömul hugmynd,“ segir Óskar Svavarsson annar stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Sidewind sem stefnir að framleiðslu vindtúrbínu sem komið er fyrir í opnum gámum. 22. mars 2023 07:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Mamma og pabbi voru í ferðaþjónustunni lengi en í Covid stoppaði auðvitað allt, sem leiddi til þess að pabbi sem þessi virki dæmigerði bóndi fór að grúska í tölvunni. Skrifa niður hina og þessa punkta um utanumhald í hestamennskunni, kastar þessu til mín og spyr: Spurning um hvort þetta sé eitthvað sem gæti orðið meira?“ segir Oddur Ólafsson framkvæmdastjóri HorseDay appsins, einstakt app á heimsvísu sem heldur sérstaklega utan um allt sem varðar íslenska hestinn, þjálfun hans og utanumhald. Oddur var sjálfur í meistaranámi þegar þetta var. Sem upphaflega átti að fara fram í Barcelona en hann og kærastan hans, Guðrún Haraldsdóttir, þurftu að flýja til Íslands þegar heimsfaraldurinn skall á og því kláraði Oddur meistaranámið í fjarnámi. Meira og minna staddur í sóttkví með kærustunni í sumarbústað fyrir austan fjall. Þaðan sem Oddur er sjálfur ættaður því Oddur, sem fæddur er árið 1992, er alinn upp á Hvoli í Ölfusi; Stórt hestabú sem margir þekkja hérlendis og erlendis. Já Oddur er bóndastrákur sem spilaði körfubolta í Bandaríkjunum, kláraði viðskiptafræðina í Háskólanum í Reykjavík, fór í öruggt starf í bankageiranum en söðlaði síðan um og starfar í nýsköpunarumhverfinu í Grósku. „Ég sé fyrir mér að eftir fimm ár verði HorseDay stærsta lausnin fyrir hestafólk um allan heim, óháð hestakyni. Því frá byrjun höfum við verið með appið á íslensku, ensku og þýsku og markmiðið er að bæta hestakynum og tungumálum við.“ Ótrúlega spennandi tækifæri HorseDay appið heldur utan um allt sem viðkemur íslenska hestinum, þar á meðal þjálfun. Sem dæmi um það sem appið getur gert, er að greina þær fimm gangtegundir sem hesturinn er á hverju sinni. Fyrir hestamenn, hvort heldur sem er atvinnumenn í þjálfun eða áhugafólk, er þetta byltingarkennd uppfinning. HorseDay appið er líka beintengt gagnagrunni íslenska hestsins, WorldFengs, en líkja mætti þeim gagnagrunni við það að hver hestur sé með kennitölu. Þannig er haldið utan um íslenska hestinn um allan heim. Fyrirtækið var stofnað af Oddi, Mörtu Rut systur hans og föður þeirra Ólafi Hasteini Einarssyni. Allt vel kunnugt hestafólk. Í dag snýst þróun appsins að öllu sem viðkemur íslenska hestinum. Eins og nafnið gefur til kynna, er markmiðið þó að útvíkka þá þjónustu til muna. „Í kringum hesta er gríðarlega stór markhópur. Sem dæmi má nefna íslenska hestinn. Um sjötíu þúsund manns eru skráð í hestafélög í kringum íslenska hestinn eingöngu, hérlendis og erlendis. Við erum samt að áætla að þessi hópur sé nær því að vera um þrjúhundruð þúsund því það er alls ekki meirihlutinn sem er skráður í hestafélag. Það sama gildir um annað hestafólk í heiminum. Áhuginn og fjöldinn í kringum hesta er að skapa lausn eins og okkar gríðarleg tækifæri að sækjast í og það hefur alltaf legið ljóst fyrir að HorseDay appið verður á endanum lausn fyrir öll hestakyn og hestafólk hvar sem er í heiminum.“ Fjölskylda í nýsköpun og hestum, fv: Marta, Ingibjörg, Margrét, Ólafur og Oddur. Hugmyndin að HorseDay appinu varð til í Covid og í fyrra varð fyrsta útgáfa smáforritsins að veruleika. Um 35-40% notenda eru Þjóðverjar sem lengi hafa verið stór markhópur fyrir íslenska hestinn. Í appinu er meðal annars hægt að greina á hvaða gangtegund hesturinn er hverju sinni. Frá bankageiranum í frumkvöðlaumhverfið Þótt Oddur sé alinn upp af hestafólki, þar sem allt gekk út á hestamennskuna frá a-ö, var það lengi vel körfuboltinn sem átti hug hans allan. Sautján ára fór Oddur til Bandaríkjanna í viðskiptafræðinám og spilaði þar körfubolta. En hvers vegna viðskiptafræði? „Ég fór út til að spila körfubolta en þurfti að velja Það var út af henni sem ég vildi fara til Bandaríkjanna. En ég þurfti að velja eitthvað nám og valdi viðskiptafræðina því mér fannst það alveg eiga vel við,“ svarar Oddur. Þegar Oddur kom heim frá Bandaríkjunum, fór hann í HR og kláraði þar B.Sc. í viðskipafræði, þar sem hann kynntist sambýliskonu sinni og barnsmóður, Guðrúnu Haraldsdóttir. „Það má því segja að ég hafi farið svolítið úr hestamennskunni um tíma. Fyrst þegar ég fór til Bandaríkjanna og eins líka þegar að ég kom heim, því eftir námið fór ég í bankageirann þar sem ég starfaði hjá Íslandsbanka í 5-6 ár en samhliða því var ég að spila körfubolta.“ Í Íslandsbanka starfaði Oddur sem vörustjóri á viðskiptabankasviði þar sem hann starfaði meðal annars við stafræna þróun. Árið 2019 ákváðu Oddur og Guðrún að fara í meistaranám til Barcelona en eins og áður sagði, enduðu þau með því að flýja heim vegna Covid. Það má segja að í einangruninni í sumarbústaðnum hafi vendingarnar að HorseDay byrjað því að pabbi, systir mín, kærastan og ég fórum öll að grúska og kasta hugmyndum á milli okkar fram og til baka.“ Á endanum ákváðu Oddur, Marta systir hans og Ólafur faðir þeirra að sækja um styrk til SASS, Sambands sunnlenskra sveitafélaga, en sá styrkur var í rauninni brautryðjendastyrkur því með honum náðu þau að koma hugmyndinni frá blaði og í framkvæmd. „Það má eiginlega segja að sá styrkur hafi tryggt okkur ákveðinn hönnunarsprett sem gerði okkur kleift að komast mörg skref áfram, byrja að sýna hestafólki lausnina, fá endurgjöf og gagnrýni og svo framvegis.“ Tengslanet fjölskyldunnar og þekkingin var svo sannarlega til staðar því foreldrar Odds, Ólafur og Margrét S. Stefánsdóttir, ráku hestabúið á Hvoli í um þrjátíu ár en það var selt í fyrra. Að jafnaði störfuðu þrír til fjórir starfsmenn á Hvoli við að þjónusta atvinnumenn og áhugafólk um íslenska hestinn og á Hvoli var starfsemin margbreytileg: Allt frá ræktun yfir í fortamningar, framhaldstamningar, sölu hesta, útflutning og svo framvegis. Það er alls ekkert sjálfgefið að hætta í öruggu starfi í bankageiranum til að demba sér í nýsköpun og Oddur segir hann og barnsmóður sína Guðrúnu alveg hafa þurft að taka samtalið um það. Að sitja í bankanum er stundum næs tilhugsun á erfiðum dögum, enda getur nýsköpun verið mikið hark þótt vel gangi. Á mynd má sjá Odd, Guðrúnu og son þeirra Harald Henrý. Þegar boltinn fór að rúlla Boltinn fór að rúlla hjá HorseDay frekar hratt því að verkefninu hafa komið fjárfestar úr ýmsum áttum, margir hverjir úr hestaheiminum. Þá fjárfesti Nýsköpunarsjóður Atvinnulífsins í HorseDay árið 2022 og HorseDay hefur líka hlotið styrki frá Tækniþróunarsjóði og Fagráði í Hestamennsku. Í dag eru starfsmenn HorseDay sjö talsins að Oddi meðtöldum og notendur þjónustunnar um tólf þúsund, en HorseDay appið er selt í áskrift. Að fara úr öruggu starfi í bankageiranum í frumkvöðlarekstur er þó alls ekkert sjálfgefið skref. „Við tókum alveg þetta samtal ég og Guðrún. Því að þótt hlutirnir hafi gengið vel upp þá er þetta mjög töff umhverfi og oft hefur þetta verið þannig að maður hefur ekkert verið svo sannfærður um að allt gangi upp. Fjármögnun í nýsköpun tekur tíma og reynir alveg á taugarnar,“ segir Oddur og bætir við: „En eftir meistaranámið okkar fékk Guðrún starf hjá Borgarleikhúsinu og lagði sjálf til að ég myndi láta á þessa hugmynd reyna, hún væri þá frekar fyrirvinnan sem þessi öruggi tekjupóstur.“ Líkt og almennt gengur og gerist í frumkvöðlaumhverfinu eru nýsköpunarfyrirtæki þó langt frá því að geta greitt upphafsfólki sínu laun fyrst um sinn. „Ég var hins vegar svo heppinn að Íslandsbanki var til í að fá mig aftur í eitt ár. Þar gekk ég því aftur í sama gamla starfið mitt og ég er óendanlega þakklátur fyrir það tækifæri. Því þar var ég þá í eitt ár áður en ég sneri mér alfarið að HorseDay en þar hef ég starfað í fullu starfi núna frá því í ársbyrjun 2022.“ Þegar Oddur síðan hætti þar, var allt að gerast í einu því þá var Guðrún ófrísk af syni þeirra, Haraldi Henrý, sem fæddist í október 2021. „Síðasta daginn minn í bankanum átti ég að vera með kynningu sem ég var að undirbúa. En um nóttina missti Guðrún vatnið og ég þurfti því að senda skilaboð um að ég myndi ekki mæta á fundinn því sonurinn væri að koma í heiminn,“ segir Oddur og brosir. Eins og margir vita hafa Þjóðverjar lengi verið sérstakir áhugamenn um íslenska hestinn. Þessi áhugi endurspeglast í notendahópi HorseDay. „Um 35-40% af notendunum okkar eru Þjóðverjar og þannig hefur það í raun verið eiginlega frá byrjun. Þótt opnunin okkar hafi strangt til tekið verið formlega á landsmóti hestamanna í fyrrasumar.“ Töff en gefandi Oddur segir hópinn í HorseDay meðvitaðan um að tíminn skiptir máli því þar sem tæknilausnir sem þessar séu í raun óplægður akur, þýði það að án efa eru fleiri úti í heimi að þróa einhvers konar tæknilausnir fyrir hestageirann. Í dag er markvisst unnið að þróun appsins með íslenska hestinn í huga en stefnan er að verða stærsta lausnin fyrir allt hestafólk í heiminum innan fimm ára. En hvernig er það þá þegar fjölskyldan hittist, eruð þið alltaf að tala um vinnuna? „Það var alveg þannig fyrst í byrjun,“ segir Oddur og hlær. „Ég myndi segja að það hafi tekið okkur svona um eitt og hálft ár að læra að setja vinnuna líka til hliðar. Því það er svo mikilvægt að halda í hefðbundin samskipti en vera ekki alltaf með hugann við vinnuna. Ég held svo sem að við séum komin í ágætis jafnvægi með þetta núna og eflaust hjálpar það svolítið að barnabörn mömmu og pabba eru núna orðin þrjú; strákurinn okkar hann Haraldur Henrý og síðan á Marta systir tvo stráka, þá Ólaf Inga og Stefán Free“ segir Oddur en yngri systir þeirra er síðan Ingibjörg sem nýverið útskrifaðist úr Kvennaskólanum og er senn á leið til Danmerkur í nám í fatahönnun. Aftur berst talið að umhverfi frumkvöðla og nýsköpunar. Sem Oddur segir alveg frábært á Íslandi. Hann hafi til dæmis nýtt sér að fara í hraðla hjá Klak - Icelandic Startups og eins sé gott að vera í Grósku með fyrirtækið þar sem fólk getur leitað í reynslubrunn hvors annars og fleira. Ég viðurkenni alveg að þetta er líka helvítis hark, afsakaðu orðbragðið. Og það hafa alveg komið tímar þar sem ég hef velt fyrir mér: Voðalega hefði nú bara verið næs að sitja í bankanum núna,“ segir Oddur og brosir. „En ég er rosalega heppinn. Í fjárfestahópnum okkar eru allir reiðubúnir til að hlusta á mig og ræða við mig um HorseDay hvenær sem ég þarf á því að halda og ég er með sterkt bakland sem styður mig í því sem ég er að gera, ekki síst heima fyrir. Ef þetta bakland er ekki til staðar er ég ekkert viss um að maður gæti þetta.“ Myndir þú samt ráðleggja fólki að elta drauminn og láta á það reyna þótt nýsköpun geti verið erfið, ekki síst hvað varðar fjármögnun eða laun? „Já ég hef sjálfur velt þessu fyrir mér og ef ég á að vera hreinskilinn þá held ég að ég myndi alltaf svara þessari spurningu játandi. Því að ég get ekki ímyndað mér hversu erfitt það væri að sitja uppi með eftirsjá segjum til dæmis eftir tuttugu ár og sjá þá enn eftir því að hafa ekki látið á einhverja hugmynd reyna. Þetta er vissulega erfitt og ég geri mér alveg grein fyrir því að það eiga enn eftir að koma dagar og tímabil sem mér munu finnast mjög erfiðir. En á móti kemur að þetta er líka mjög gefandi því lærdómurinn sem ég er að fá með því að þurfa að vera allt í öllu; í þróun, sölu, rekstri, ráðningum, fjármögnun, lögfræðistússi og svo framvegis, það er einfaldlega ekkert nám sem toppar þessa reynslu.“
Nýsköpun Tækni Starfsframi Góðu ráðin Tengdar fréttir Að læra af mistökum: „Loksins hætta þeir þessu kjaftæði hugsaði starfsfólkið“ Það er einstaka sinnum sem við heyrum frábærar sögur um nýsköpunarfyrirtæki sem einfaldlega ná góðu flugi strax. 1. júní 2023 07:00 Íslensk á lista Forbes: Til dæmis hægt að hjálpa lömuðum að ganga Það er magnað að heyra Gretu Preatoni ræða starf sitt. Til dæmis þegar hún er að segja frá því hvernig hægt er að hjálpa lömuðu fólki að ganga á ný. Eða að draga úr sársauka og auka á snertifilfinningu fólks sem hefur misst útlimi. Allt með aðstoð gervigreindar og nýjustu tækni. 29. maí 2023 07:02 Bruggað úr úrgangi og nóg að sækja lífrænt sorp á sex vikna fresti Að flokka ruslið rétt getur verið hægara sagt en gert. Margir telja sig gera þetta rétt en tvíeykið í sprotafyrirtækinu Melta veit af eigin raun að svo er ekki. Því Melta er að þróa nýtt, skilvirkt og þægilegt flokkunar- og söfnunarkerfi á lífrænu sorpi. 4. maí 2023 07:00 Fengu meðal annars styrk upp á 2,1 milljón evra „Lengi framan af voru starfsmennirnir einn til tveir eða allt þar til árið 2019, þá kom Brunnur fjárfestingasjóður inn með fjármögnun og teymið varð þriggja til fjögurra manna. En frá upphafi höfum við nýtt okkur styrkjarumhverfið, allt frá styrkjum fyrir markaðsmálin yfir í styrk í gegnum einkaleyfisferlið,“ segir Ósvaldur Knudsen framkvæmdastjóri Laki Power. 23. mars 2023 07:01 Notuðu hárblásara til að kynna hugmyndina á nokkrum fundum með ráðherrum „Þetta er reyndar þrjátíu ára gömul hugmynd,“ segir Óskar Svavarsson annar stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Sidewind sem stefnir að framleiðslu vindtúrbínu sem komið er fyrir í opnum gámum. 22. mars 2023 07:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Að læra af mistökum: „Loksins hætta þeir þessu kjaftæði hugsaði starfsfólkið“ Það er einstaka sinnum sem við heyrum frábærar sögur um nýsköpunarfyrirtæki sem einfaldlega ná góðu flugi strax. 1. júní 2023 07:00
Íslensk á lista Forbes: Til dæmis hægt að hjálpa lömuðum að ganga Það er magnað að heyra Gretu Preatoni ræða starf sitt. Til dæmis þegar hún er að segja frá því hvernig hægt er að hjálpa lömuðu fólki að ganga á ný. Eða að draga úr sársauka og auka á snertifilfinningu fólks sem hefur misst útlimi. Allt með aðstoð gervigreindar og nýjustu tækni. 29. maí 2023 07:02
Bruggað úr úrgangi og nóg að sækja lífrænt sorp á sex vikna fresti Að flokka ruslið rétt getur verið hægara sagt en gert. Margir telja sig gera þetta rétt en tvíeykið í sprotafyrirtækinu Melta veit af eigin raun að svo er ekki. Því Melta er að þróa nýtt, skilvirkt og þægilegt flokkunar- og söfnunarkerfi á lífrænu sorpi. 4. maí 2023 07:00
Fengu meðal annars styrk upp á 2,1 milljón evra „Lengi framan af voru starfsmennirnir einn til tveir eða allt þar til árið 2019, þá kom Brunnur fjárfestingasjóður inn með fjármögnun og teymið varð þriggja til fjögurra manna. En frá upphafi höfum við nýtt okkur styrkjarumhverfið, allt frá styrkjum fyrir markaðsmálin yfir í styrk í gegnum einkaleyfisferlið,“ segir Ósvaldur Knudsen framkvæmdastjóri Laki Power. 23. mars 2023 07:01
Notuðu hárblásara til að kynna hugmyndina á nokkrum fundum með ráðherrum „Þetta er reyndar þrjátíu ára gömul hugmynd,“ segir Óskar Svavarsson annar stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Sidewind sem stefnir að framleiðslu vindtúrbínu sem komið er fyrir í opnum gámum. 22. mars 2023 07:01