Golf

Fowler og Clark bítast um forystuna á US Open | Báðir 10 undir pari

Siggeir Ævarsson skrifar
Fowler og Clark takast í hendur eftir 18. holu í gær á US Open
Fowler og Clark takast í hendur eftir 18. holu í gær á US Open Vísir/Getty

Það er hart barist á toppnum á US Open þar sem fjórum höggum munar á 1. og 4. sæti. Wyndham Clark og Rickie Fowler eru áfram efstir en þeir eru báðir 10 höggum undir pari. Þriðji hringurinn af fjórum var leikinn í gær þar sem Clark lék á 69 höggum en Fowler á 70.

Á síðustu 24 mótum US Open hefur enginn sem hefur verið meira en fjórum höggum á eftir fyrsta manni eftir þrjá hringi náð að lyfta bikarnum. Þeir Dustion Johnson og Xander Schauffele eru eflaust með þá sögu á bakvið eyrað, en þeir deila 6. sætinu eftir gærdaginn, báðir fimm höggum undir pari.

Ef Fowler fer með sigur af hólmi í dag verður hann fyrsti kylfingurinn til að vinna mótið eftir að hafa deilt forystusætinu allt mótið síðan 2014 þegar Martin Kaymer gerði það, einmitt eftir slag við Fowler.

Þeir Fowler og Clark munu leika loka hringinn saman í dag en þeir slá upphafshöggið kl. 14:30 að staðartíma, sem er 21:30 í kvöld að íslenskum tíma.


Tengdar fréttir

128 ára met slegið tvisvar með 22 mínútna millibili á US Open

Bandaríski kylfingurinn Rickie Fowler átti sannkallaðan draumahring á US Open í kvöld þegar hann fór völlinn á 62 höggum. Var þetta í fyrsta sinn í 128 ára sögu mótsins sem kylfingi tekst að klára völlinn á færri en 63 höggum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×