Methafarnir Fowler og Schauffele með tveggja högga forystu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. júní 2023 09:31 Þeir Rickie Fowler og Xander Schauffele spiluðu frábært golf á fyrsta degi Opna bandaríska. Keyur Khamar/PGA TOUR via Getty Images Þeir Ricky Fowler og Xander Schauffele eru með tveggja högga forystu eftir fyrsta hring Opna bandaríska risamótsins í golfi, US Open. Báðir kláruðu þeir holurnar 18 á aðein 62 höggum, átta höggum undir pari. Fowler varð fyrsti kylfingurinn í 128 ára sögu mótsins til að klára völlinn á færri en 63 höggum og aðein 22 mínútum síðar gerði Schauffele slíkt hið sama. Það var því ólíklegt að nokkur maður myndi stela toppsætinu á fyrsta hring mótsins, þrátt fyrir að margir af bestu kylfingum heims ættu eftir að ljúka sér af þegar Fowler og Schauffele höfðu lokið við sína hringi. Þeir voru þó nokkrir sem gerðu atlögu að því. Bandaríkjamennirnir Dustin Johnson og Wyndham Clark spiluðu báðir á sex höggum undir pari og þeir Brian Harman og Rory McIlroy kláruðu báðir á fimm höggum undir pari. 🎶 I gotta say, it was a good day. 🎶#USOpen pic.twitter.com/G8zqvempWr— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 16, 2023 Hins vegar þurfa menn á borð við Jon Rahm, Phil Mickelson og Viktor Hovland að halda vel á spilunum um helgina til að ná efstu mönnum. Þremenningarnir kláruðu allir á einu höggi undir pari í nótt og eru því, ásamt tíu öðrum kylfingum, jafnir í 25. sæti. Stöðuna í heild sinni má sjá á heimasíðu Opna bandaríska með því að smella hér. Opna bandaríska Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Báðir kláruðu þeir holurnar 18 á aðein 62 höggum, átta höggum undir pari. Fowler varð fyrsti kylfingurinn í 128 ára sögu mótsins til að klára völlinn á færri en 63 höggum og aðein 22 mínútum síðar gerði Schauffele slíkt hið sama. Það var því ólíklegt að nokkur maður myndi stela toppsætinu á fyrsta hring mótsins, þrátt fyrir að margir af bestu kylfingum heims ættu eftir að ljúka sér af þegar Fowler og Schauffele höfðu lokið við sína hringi. Þeir voru þó nokkrir sem gerðu atlögu að því. Bandaríkjamennirnir Dustin Johnson og Wyndham Clark spiluðu báðir á sex höggum undir pari og þeir Brian Harman og Rory McIlroy kláruðu báðir á fimm höggum undir pari. 🎶 I gotta say, it was a good day. 🎶#USOpen pic.twitter.com/G8zqvempWr— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 16, 2023 Hins vegar þurfa menn á borð við Jon Rahm, Phil Mickelson og Viktor Hovland að halda vel á spilunum um helgina til að ná efstu mönnum. Þremenningarnir kláruðu allir á einu höggi undir pari í nótt og eru því, ásamt tíu öðrum kylfingum, jafnir í 25. sæti. Stöðuna í heild sinni má sjá á heimasíðu Opna bandaríska með því að smella hér.
Opna bandaríska Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira