Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Selfoss 2-1 | 1. deildarlið Víkings sló úrvalsdeildarlið Selfoss úr leik Dagur Lárusson skrifar 16. júní 2023 20:45 Barátta í teignum Vísir/Pawel Það voru Víkingar sem byrjuðu leikinn betur og fengu þó nokkuð af færum en það besta kom eflaust á 10. mínútu þegar Freyja Stefánsdóttir fékk boltann inni á teig eftir skyndisókn en skot hennar fór yfir markið. Eftir þetta færi fór leikurinn að snúast og Selfyssingar fóru að fá færin. Emelía Óskarsdóttir var sérstaklega lífleg á hægri kantinum og áttu nokkur skot að marki áður en hún skoraði á 22. mínútu. Áslaug Dóra vann boltann á miðjunni og fór framhjá nokkrum leikmönnum Víkings áður en hún sendi hárnákvæma sendingu inn fyrir á Emelíu sem kláraði framhjá Sigurborgu í markinu, staðan orðin 0-1 og þannig var hún í hálfleik. MARK Emelía Óskarsdóttir fékk frábæra sendingu frá Áslaugu Dóru og gerði vel þegar hún skoraði. Selfoss er komið yfir gegn Víkingi í 8-liða úrslitunum. pic.twitter.com/OX2MfTQOmp— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 16, 2023 Stelpurnar í Víkingi mættu hins vegar tvíefldar til leiks í seinni hálfleikinn og var það ljóst frá fyrstu mínútu. Það tók því heimaliðið ekki langan tíma að jafna en það gerðist á 49. mínútu þegar Sigdís, sem var búin að vera lífleg allan leikinn, slapp ein í gegn og kláraði glæsilega framhjá Jorgensen í markinu. MARK Seinni hálfleikur er nýhafinn þegar Sigdís Eva Bárðardóttir jafnar fyrir Víking. Staðan er orðin 1-1. pic.twitter.com/215hinwYoJ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 16, 2023 Áfram sótti Víkingur og á 70. mínútu gaf Selma Dögg, fyrirliði Víkings, fyrirgjöf inn á teig sem endaði á fjarstönginni en þar lúrði Sigdís Eva sem skaut að marki og boltinn fór í varnarmann og inn. Staðan orðin 2-1 og um tuttugu mínútur eftir. MARK Sigdís Eva bætir við öðru marki sínu og kemur Víkingi yfir gegn Selfossi, 2-1. Er fyrstu deildarlið á leið í undanúrslit? pic.twitter.com/c0sBAqU6gT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 16, 2023 Selfyssingar reyndu hvað þeir gátu að jafna en komust í raun aldrei nálægt því og því voru lokatölur 2-1 og Víkingur á leið í undanúrslit. Víkingskonur fagna innilega í leikslokVísir/Pawel Afhverju vann Víkingur? Krafturinn í liðinu í seinni hálfleiknum skipti sköpum. John Andrews, þjálfari liðsins, hætti hreinlega ekki að hvetja þær áfram og þær börðust eins og grenjandi ljón. Hverjar stóðu upp úr? Sigdís Eva stelur fyrirsögnunum það er klárt mál en hún var ógnandi allan leikinn og skoraði tvö mörk. Emelía Óskarsdóttir var besti leikmaður Selfyssinga en hún skoraði markið þeirra og var einnig sífellt ógnandi. Hvað fór illa? Það leit út fyrir það að það hafi komið Selfyssingum á óvart hversu kraftmiklar stelpurnar í heimaliðinu mættu til leiks í seinni hálfleikinn, svolítið eins og þær væru ekki tilbúnar í þá baráttu. „Frábær tilfinning“ John Andrews þjálfari VíkingsVísir/Pawel Tilfinningin er frábær að komast í undanúrslit og þvílíkur leikur verð ég að segja,“ byrjaði John Andrews, þjálfari Víkings, að segja eftir leik. „Við vissum að því að það voru tvö útilið sem komumst áfram í gærkvöldi en við erum ánægð að við erum eina heimaliðið til þess að komast í undanúrslit.“ „Við vissum fyrir leikinn að Selfoss myndi mæta til leiks af krafti þar sem þær eru með frábært lið. Við náðum kannski ekki alveg að berjast nógu mikið við þær í fyrri hálfleiknum en við töluðum um það í hálfleiknum að það væri lykillinn að því að vinna þetta lið. Við vissum hvað við þurftum að gera og við gerðum það.“ John talaði síðan aðeins um Sigdísi Evu og hennar þátt í sigrinum. „Þvílíkur leikmaður sem hún er og hún á þetta svo skilið. Ég get sagt þér það líka að hún er ekki einu sinni sú eina af þessum ungu sem er að standa sig. Þær eru mjög margar og þær eiga hrós skilið.“ - sagði John Andrews að lokum. „Mér fannst við ekki eiga að tapa þessum leik“ Björn Sigurbjörnsson, þjálfari SelfossVísir/Pawel „Fyrst og fremst er ég auðvitað svekktur því mér fannst við ekki eiga að tapa þessum leik,” byrjaði Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfyssinga, að segja eftir leik. „Þetta var svona bónus leikur fyrir okkur samt sem áður. Það hefði verið frábært fyrir okkur að komast í undanúrslit og lyfta okkur þannig upp en við þurfum fyrst og fremst að laga stöðuna okkar í deildinni.“ „Það hefði verið jákvætt fyrir hópinn að vinna þetta og fara með þá tilfinningu í næsta leik en því miður. Mér fannst samt vera margt jákvætt í þessu og það er það sem við verðum að taka með okkur.“ Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar kvenna UMF Selfoss Víkingur Reykjavík
Það voru Víkingar sem byrjuðu leikinn betur og fengu þó nokkuð af færum en það besta kom eflaust á 10. mínútu þegar Freyja Stefánsdóttir fékk boltann inni á teig eftir skyndisókn en skot hennar fór yfir markið. Eftir þetta færi fór leikurinn að snúast og Selfyssingar fóru að fá færin. Emelía Óskarsdóttir var sérstaklega lífleg á hægri kantinum og áttu nokkur skot að marki áður en hún skoraði á 22. mínútu. Áslaug Dóra vann boltann á miðjunni og fór framhjá nokkrum leikmönnum Víkings áður en hún sendi hárnákvæma sendingu inn fyrir á Emelíu sem kláraði framhjá Sigurborgu í markinu, staðan orðin 0-1 og þannig var hún í hálfleik. MARK Emelía Óskarsdóttir fékk frábæra sendingu frá Áslaugu Dóru og gerði vel þegar hún skoraði. Selfoss er komið yfir gegn Víkingi í 8-liða úrslitunum. pic.twitter.com/OX2MfTQOmp— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 16, 2023 Stelpurnar í Víkingi mættu hins vegar tvíefldar til leiks í seinni hálfleikinn og var það ljóst frá fyrstu mínútu. Það tók því heimaliðið ekki langan tíma að jafna en það gerðist á 49. mínútu þegar Sigdís, sem var búin að vera lífleg allan leikinn, slapp ein í gegn og kláraði glæsilega framhjá Jorgensen í markinu. MARK Seinni hálfleikur er nýhafinn þegar Sigdís Eva Bárðardóttir jafnar fyrir Víking. Staðan er orðin 1-1. pic.twitter.com/215hinwYoJ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 16, 2023 Áfram sótti Víkingur og á 70. mínútu gaf Selma Dögg, fyrirliði Víkings, fyrirgjöf inn á teig sem endaði á fjarstönginni en þar lúrði Sigdís Eva sem skaut að marki og boltinn fór í varnarmann og inn. Staðan orðin 2-1 og um tuttugu mínútur eftir. MARK Sigdís Eva bætir við öðru marki sínu og kemur Víkingi yfir gegn Selfossi, 2-1. Er fyrstu deildarlið á leið í undanúrslit? pic.twitter.com/c0sBAqU6gT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 16, 2023 Selfyssingar reyndu hvað þeir gátu að jafna en komust í raun aldrei nálægt því og því voru lokatölur 2-1 og Víkingur á leið í undanúrslit. Víkingskonur fagna innilega í leikslokVísir/Pawel Afhverju vann Víkingur? Krafturinn í liðinu í seinni hálfleiknum skipti sköpum. John Andrews, þjálfari liðsins, hætti hreinlega ekki að hvetja þær áfram og þær börðust eins og grenjandi ljón. Hverjar stóðu upp úr? Sigdís Eva stelur fyrirsögnunum það er klárt mál en hún var ógnandi allan leikinn og skoraði tvö mörk. Emelía Óskarsdóttir var besti leikmaður Selfyssinga en hún skoraði markið þeirra og var einnig sífellt ógnandi. Hvað fór illa? Það leit út fyrir það að það hafi komið Selfyssingum á óvart hversu kraftmiklar stelpurnar í heimaliðinu mættu til leiks í seinni hálfleikinn, svolítið eins og þær væru ekki tilbúnar í þá baráttu. „Frábær tilfinning“ John Andrews þjálfari VíkingsVísir/Pawel Tilfinningin er frábær að komast í undanúrslit og þvílíkur leikur verð ég að segja,“ byrjaði John Andrews, þjálfari Víkings, að segja eftir leik. „Við vissum að því að það voru tvö útilið sem komumst áfram í gærkvöldi en við erum ánægð að við erum eina heimaliðið til þess að komast í undanúrslit.“ „Við vissum fyrir leikinn að Selfoss myndi mæta til leiks af krafti þar sem þær eru með frábært lið. Við náðum kannski ekki alveg að berjast nógu mikið við þær í fyrri hálfleiknum en við töluðum um það í hálfleiknum að það væri lykillinn að því að vinna þetta lið. Við vissum hvað við þurftum að gera og við gerðum það.“ John talaði síðan aðeins um Sigdísi Evu og hennar þátt í sigrinum. „Þvílíkur leikmaður sem hún er og hún á þetta svo skilið. Ég get sagt þér það líka að hún er ekki einu sinni sú eina af þessum ungu sem er að standa sig. Þær eru mjög margar og þær eiga hrós skilið.“ - sagði John Andrews að lokum. „Mér fannst við ekki eiga að tapa þessum leik“ Björn Sigurbjörnsson, þjálfari SelfossVísir/Pawel „Fyrst og fremst er ég auðvitað svekktur því mér fannst við ekki eiga að tapa þessum leik,” byrjaði Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfyssinga, að segja eftir leik. „Þetta var svona bónus leikur fyrir okkur samt sem áður. Það hefði verið frábært fyrir okkur að komast í undanúrslit og lyfta okkur þannig upp en við þurfum fyrst og fremst að laga stöðuna okkar í deildinni.“ „Það hefði verið jákvætt fyrir hópinn að vinna þetta og fara með þá tilfinningu í næsta leik en því miður. Mér fannst samt vera margt jákvætt í þessu og það er það sem við verðum að taka með okkur.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti