Fótbolti

Vieira vill stýra Bandaríkjunum á HM á heimavelli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Patrick Vieira stýrði Crystal Palace í tæp tvö ár.
Patrick Vieira stýrði Crystal Palace í tæp tvö ár. getty/Jacques Feeney

Patrick Vieira hefur áhuga á að taka við bandaríska karlalandsliðinu í fótbolta.

ESPN greinir frá því að bandaríska knattspyrnusambandið hafi þegar sett sig í samband við Vieira. Viðræður eru þó ekki langt komnar.

Vieira var rekinn frá Crystal Palace í mars eftir tólf leiki í röð án sigurs. Þar áður stýrði hann Nice í Frakklandi og New York City í Bandaríkjunum.

Bandaríkin komust í sextán liða úrslit á HM í Katar í fyrra. Næsta heimsmeistaramót verður haldið í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó.

Gregg Berhalter, sem stýrði Bandaríkjunum á HM í Katar, hefur ekki fengið nýjan samning en þó kemur enn til greina að hann haldi áfram með liðið.

Staða Berhalters hefur verið í óvissu síðan hann var sakaður um að hafa beitt eiginkonu sína, Rosalind, ofbeldi þegar þau voru unglingar. Móðir landsliðsmannsins Giovanni Reyna sendi bandaríska knattspyrnusambandinu myndband af ofbeldinu. Reyna fékk lítið að spreyta sig á HM, eitthvað sem fjölskylda hans var ósátt við.

Bandaríska knattspyrnusambandið hefur lokið rannsókn sinni á máli Berhalters en enn liggur ekki fyrir hvort hann verði áfram með landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×