Enn og aftur ráðist á opinbera vefi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júní 2023 11:28 Guðmundur Arnar Sigmundsson er forstöðumaður CERT-IS. vísir/arnar Netárásir voru gerðar í morgun á nokkra stjórnsýsluvefi, þar á meðal vef Alþingis, Stjórnarráðsins og Hæstaréttar. Forstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS segir sama hóp að baki árásunum og stóð að netárásum á meðan leiðtogafundur Evrópuráðsins fór fram í maí. „Það eru ýmsir stjórnsýlsuvefir sem fóru niður í kjölfarið á árasum sem er verið að greina. Þetta eru álagsárásir eins og í kringum leiðtogafundinn og sami hópur að baki,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstjóri CERT-IS í samtali við Vísi. Búið sé að virkja samhæfingu og eru rekstraraðilar eru að reyna að ná utan um sjálfvirkar varnir. „Árásaaðilar eru að prófa blægrigðamun til að komast framhjá vörnum. Þá þarf oft að bregðast handvirkt við, en það ætti að fjara undan þessu á næstu mínútum,“ segur Guðmundur Arnar. Áhersla virðist vera á stjórnsýsluvefi; vef Hæstaréttar, Stjórnarráðsins, Alþingisvefi og Seðlabankans. Auk þeirra varð vefur Certis fyrir árás og fleiri sem Guðmundur á eftir að fá staðfest. Hann vill samt sem áður ekki veita árásunum of mikla athygli. „Þessir hópar elska athyglina. Þeir söfnuðu saman umræðu í íslenskum fjölmiðlum um hvað það hafi gengið „vel“, jafnvel þó að það hafi eki gengið neitt sérstaklega vel,“ segir Guðmundur. Tölvuþrjótahópurinn NoName057(16) lýsti í maí yfir ábyrgð á netárásum á íslenska vefi í dag að því fram kemur í tilkynningu frá CERT-IS, í henni er NoName057(16) kallaður ógnarhópur. Hópurinn er hliðhollur Rússlandi en ekki hefur verið sýnt fram á að hópurinn sé fjármagnaður af rússneskum stjórnvöldum. „En samhæfing gengur vel og almenningur þarf ekki að hafa áhyggjur, en ég ítreka að hafa varann á sérstaklega, þegar þarf að auðkenna sig,“ segir Guðmundur að lokum. Alþingi Netöryggi Netglæpir Tölvuárásir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Rússland Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Vel hefur gengið að verjast netárásum Svokallaðar álagsáraásir á netþjóna íslenskra fyrirtækja og stofnana hafa haldið áfram í dag en vefur Isavia lá niðri um skamma stund í morgun. Sviðsstjóri hjá netöryggissveitinni CERT-IS segir að vel hafi gengið að verjast þessum árásum. 17. maí 2023 13:32 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
„Það eru ýmsir stjórnsýlsuvefir sem fóru niður í kjölfarið á árasum sem er verið að greina. Þetta eru álagsárásir eins og í kringum leiðtogafundinn og sami hópur að baki,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstjóri CERT-IS í samtali við Vísi. Búið sé að virkja samhæfingu og eru rekstraraðilar eru að reyna að ná utan um sjálfvirkar varnir. „Árásaaðilar eru að prófa blægrigðamun til að komast framhjá vörnum. Þá þarf oft að bregðast handvirkt við, en það ætti að fjara undan þessu á næstu mínútum,“ segur Guðmundur Arnar. Áhersla virðist vera á stjórnsýsluvefi; vef Hæstaréttar, Stjórnarráðsins, Alþingisvefi og Seðlabankans. Auk þeirra varð vefur Certis fyrir árás og fleiri sem Guðmundur á eftir að fá staðfest. Hann vill samt sem áður ekki veita árásunum of mikla athygli. „Þessir hópar elska athyglina. Þeir söfnuðu saman umræðu í íslenskum fjölmiðlum um hvað það hafi gengið „vel“, jafnvel þó að það hafi eki gengið neitt sérstaklega vel,“ segir Guðmundur. Tölvuþrjótahópurinn NoName057(16) lýsti í maí yfir ábyrgð á netárásum á íslenska vefi í dag að því fram kemur í tilkynningu frá CERT-IS, í henni er NoName057(16) kallaður ógnarhópur. Hópurinn er hliðhollur Rússlandi en ekki hefur verið sýnt fram á að hópurinn sé fjármagnaður af rússneskum stjórnvöldum. „En samhæfing gengur vel og almenningur þarf ekki að hafa áhyggjur, en ég ítreka að hafa varann á sérstaklega, þegar þarf að auðkenna sig,“ segir Guðmundur að lokum.
Alþingi Netöryggi Netglæpir Tölvuárásir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Rússland Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Vel hefur gengið að verjast netárásum Svokallaðar álagsáraásir á netþjóna íslenskra fyrirtækja og stofnana hafa haldið áfram í dag en vefur Isavia lá niðri um skamma stund í morgun. Sviðsstjóri hjá netöryggissveitinni CERT-IS segir að vel hafi gengið að verjast þessum árásum. 17. maí 2023 13:32 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Vel hefur gengið að verjast netárásum Svokallaðar álagsáraásir á netþjóna íslenskra fyrirtækja og stofnana hafa haldið áfram í dag en vefur Isavia lá niðri um skamma stund í morgun. Sviðsstjóri hjá netöryggissveitinni CERT-IS segir að vel hafi gengið að verjast þessum árásum. 17. maí 2023 13:32