Erlent

Gerðu loftárás á heimabæ Selenskís

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Slökkviliðsmenn að störfum í Kryvyi Rih eftir árás Rússa.
Slökkviliðsmenn að störfum í Kryvyi Rih eftir árás Rússa. Dnipro Regional Administration via AP

Þrír létust og tuttugu og fimm særðust í loftárásum Rússa á úkraínska bæinn Kryvyi Rih í nótt.

Bærinn er í miðri Úkraínu og hefur enga hernaðarlega þýðingu en forsetinn Volodómír Selenskí er fæddur og uppalinn þar. Selenskí sendi samúðarkveðjur til þeirra sem eiga um sárt að binda í nótt og lofaði því að hryðjuverkamönnunum verði aldrei fyrirgefið. Svo virðist sem eldflaugum Rússa hafi verið beint að íbúðarhúsum í bænum, þar á meðal á fimm hæða blokk.

Þá gerðu drónar árásir á borgina Kharkiv auk þess sem loftavarnakerfi höfuðborgarinnar Kænugarðs skutu niður eldflaugar eða dróna í nótt.

Gagnsókn Úkraínumanna í Donetsk og Zaporizhzhia heldur áfram og nú fullyrða talsmenn hersins að sjö bæir hafi verið frelsaðir úr klóm Rússa á svæðinu.


Tengdar fréttir

Segjast hafa endur­heimt fyrstu þorpin

Úkraínumenn segjast hafa endurheimt þrjú þorp í Dónetsk-héraði úr höndum Rússa. Úkraínuforseti staðfesti í gær að gagnsókn úkraínska hersins væri hafin.

Fagna brott­för rúss­neska sendi­herrans

Í kvöld fögnuðu mótmælendur ákvörðun utanríkisráðherra Íslands um að loka sendiráðinu í Moskvu og skipa Rússum að fækka starfsmönnum í sendiráðinu hér og að sendiherrann færi heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×