Fullur völlur í fyrsta sinn í fjögur ár Sindri Sverrisson skrifar 6. júní 2023 15:30 Örfáum áhorfendum var leyft að mæta á stórleiki Íslands á Laugardalsvelli þegar strangar takmarkanir giltu vegna kórónuveirufaraldursins. VÍSIR/VILHELM Þrátt fyrir að stórþjóðir í knattspyrnuheiminum hafi lagt leið sína á Laugardalsvöll síðustu ár þá hefur ekki verið uppselt á leik þar síðan árið 2019. Kórónuveirufaraldurinn ræður þar eflaust mestu. Í hádeginu seldist strax upp á leik Íslands og Portúgals sem fram fer á Laugardalsvelli 20. júní, í undankeppni EM. Enn er hins vegar fjöldi miða í boði á leikinn við Slóvakíu þremur dögum fyrr, á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Það er því ljóst að stjörnurnar í portúgalska landsliðinu hafa ráðið úrslitum um það að strax yrði uppselt á seinni leikinn, enda mætir Portúgal með sitt sterkasta lið og þar á meðal kappa á borð við Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Rafael Leao, Bernardo Silva og Diogo Jota. Síðast varð uppselt á leik á Laugardalsvelli haustið 2019, þegar ríkjandi heimsmeistarar Frakklands mættu Íslandi í undankeppni EM. Olivier Giroud skoraði þá eina mark leiksins úr vítaspyrnu, og í franska liðinu voru einnig stjörnur á borð við Antoine Griezmann, Kingsley Coman og Raphaël Varane, en Kylian Mbappé og Paul Pogba misstu af leiknum vegna meiðsla. Eftir leikinn við Frakka hafa íslensku A-landsliðin, karla og kvenna, spilað samtals tuttugu leiki á Laugardalsvelli án þess að það sé uppselt. Stór hluti þessara leikja var hins vegar spilaður á meðan að samkomutakmarkanir voru í gildi vegna kórónuveirufaraldursins. Til að mynda voru áhorfendur bannaðir þegar England mætti í Dalinn 2020, í Þjóðadeild karla, og aðeins 3.600 miðar voru í boði á leikinn við Þýskaland í undankeppni HM, í september 2021. Ísland tapaði 1-0 gegn Englandi og 4-0 gegn Þýskalandi. Mikilvægasti leikurinn á þessum tíma var þó leikurinn við Rúmeníu, í undanúrslitum umspils um sæti á EM karla, sem fram fór í október 2020. Aðeins sextíu vel valdir Tólfuliðar fengu að mæta á þann leik sem þó vannst, 2-1. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sjá meira
Í hádeginu seldist strax upp á leik Íslands og Portúgals sem fram fer á Laugardalsvelli 20. júní, í undankeppni EM. Enn er hins vegar fjöldi miða í boði á leikinn við Slóvakíu þremur dögum fyrr, á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Það er því ljóst að stjörnurnar í portúgalska landsliðinu hafa ráðið úrslitum um það að strax yrði uppselt á seinni leikinn, enda mætir Portúgal með sitt sterkasta lið og þar á meðal kappa á borð við Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Rafael Leao, Bernardo Silva og Diogo Jota. Síðast varð uppselt á leik á Laugardalsvelli haustið 2019, þegar ríkjandi heimsmeistarar Frakklands mættu Íslandi í undankeppni EM. Olivier Giroud skoraði þá eina mark leiksins úr vítaspyrnu, og í franska liðinu voru einnig stjörnur á borð við Antoine Griezmann, Kingsley Coman og Raphaël Varane, en Kylian Mbappé og Paul Pogba misstu af leiknum vegna meiðsla. Eftir leikinn við Frakka hafa íslensku A-landsliðin, karla og kvenna, spilað samtals tuttugu leiki á Laugardalsvelli án þess að það sé uppselt. Stór hluti þessara leikja var hins vegar spilaður á meðan að samkomutakmarkanir voru í gildi vegna kórónuveirufaraldursins. Til að mynda voru áhorfendur bannaðir þegar England mætti í Dalinn 2020, í Þjóðadeild karla, og aðeins 3.600 miðar voru í boði á leikinn við Þýskaland í undankeppni HM, í september 2021. Ísland tapaði 1-0 gegn Englandi og 4-0 gegn Þýskalandi. Mikilvægasti leikurinn á þessum tíma var þó leikurinn við Rúmeníu, í undanúrslitum umspils um sæti á EM karla, sem fram fór í október 2020. Aðeins sextíu vel valdir Tólfuliðar fengu að mæta á þann leik sem þó vannst, 2-1.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sjá meira