Fótbolti

Svona kynnti Hareide fyrsta hópinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Åge Hareide sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í dag, þar sem hann kynnti fyrsta landsliðshópinn sinn.
Åge Hareide sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í dag, þar sem hann kynnti fyrsta landsliðshópinn sinn. vísir/Egill

Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, kynnti í dag sinn fyrsta landsliðshóp eftir að hafa verið ráðinn landsliðsþjálfari um miðjan apríl.

Hópurinn sem Hareide kynnti á blaðamannafundi í dag mætir Slóvakíu 17. júní og stjörnum prýddu liði Portúgals 20. júní, í undankeppni Evrópumótsins 2024. Báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli.

Fundurinn hófst klukkan 11:00 og var í beinni útsendingu og textalýsingu á Vísi. Hvoru tveggja má nálgast hér fyrir neðan.

Íslenska hópinn sem mætir Slóvakíu og Portúgal má sjá hér fyrir neðan.

Markverðir

  • Elías Rafn Ólafsson – 2000 – 4 leikir – 0 mörk
  • Rúnar Alex Rúnarsson – 1995 – 22 leikir – 0 mörk
  • Hákon Rafn Valdimarsson – 2001 – 4 leikir – 0 mörk

Varnarmenn

  • Hörður Björgvin Magnússon – 1993 – 46 leikir – 2 mörk
  • Daníel Leó Grétarsson – 1995 – 13 leikir – 0 mörk
  • Sverrir Ingi Ingason – 1993 – 40 leikir – 3 mörk
  • Guðlaugur Victor Pálsson – 1991 – 34 leikir – 1 mark
  • Alfons Sampsted – 1998 – 15 leikir – 0 mörk
  • Valgeir Lunddal Friðriksson – 2001 – 5 leikir – 0 mörk

Miðjumenn

  • Jóhann Berg Guðmundsson – 1990 – 84 leikir – 8 mörk
  • Birkir Bjarnason – 1988 – 113 leikir – 15 mörk
  • Aron Einar Gunnarsson – 1989 – 101 leikur – 5 mörk
  • Arnór Ingvi Traustason – 1993 – 46 leikir – 5 mörk
  • Ísak Bergmann Jóhannesson – 2003 – 18 leikir – 3 mörk
  • Þórir Jóhann Helgason – 2000 – 16 leikir – 2 mörk
  • Mikael Neville Anderson 1998 – 20 leikir – 2 mörk
  • Jón Dagur Þorsteinsson – 1998 – 26 leikir – 4 mörk
  • Hákon Arnar Haraldsson – 2003 – 9 leikir – 1 mark
  • Kristian Nökkvi Hlynsson – 2004
  • Willum Þór Willumsson – 1998 – 1 leikur - 0 mörk
  • Mikael Egill Ellertsson – 2002 – 12 leikir – 1 mark
  • Arnór Sigurðsson – 1999 – 27 leikir – 2 mörk

Framherjar

  • Albert Guðmundsson – 1997 – 33 leikir – 6 mörk
  • Sævar Atli Magnússon – 2000 – 2 leikir – 0 mörk
  • Alfreð Finnbogason – 1989 – 65 leikir – 15 mörk



Fleiri fréttir

Sjá meira
×