Á von á að verðbólgutillögur ríkisstjórnar verði kynntar í dag Atli Ísleifsson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 5. júní 2023 13:32 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að yfirvofandi launahækkanir æðstu embættismanna hafi verið til umræðu á aukaríkisstjórnarfundinum í Ráðherrabústaðnum í morgun. Stöð 2 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra á von á því að tillögur ríkisstjórnar þegar kemur að því að bregðast við mikilli verðbólgu verði kynntar bæði fjárlaganefnd og almenningi síðar í dag. Þetta sagði Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu að loknum aukaríkisstjórnarfundi í morgun. Tilefni fundarins var staðan í efnahagsmálum hér á landi í aðdraganda síðari umræðu ríkisfjármálaáætlunar á Alþingi. Fjárlaganefnd er nú með fjármálaáætlun til umfjöllunar og farið að styttast í þinglok. Sigurður Ingi segir að ríkisstjórnin hafi verið að skoða stöðuna og fá uppfærðar áætlanir, þar á meðal tekjuáætlanir. „Við höfum verið að greina stöðuna og koma með skynsamlegar tillögur byggðar á þeim.“ Áttu von á því að almenningur muni finna vel fyrir þessum aðgerðum sem hafa verið ræddar hér? „Það mun koma í ljós hvernig það verður. En við erum á býsna góðum stað í samfélaginu fyrir utan það að búa við of háa verðbólgu og þar af leiðandi of háa vexti. Það er gríðarleg þensla. Sjö prósent hagvöxtur á fyrstu þremur mánuðum ársins sem er fáheyrt. Kaupmáttur hefur haldist býsna vel hjá lægri hópunum, meðal annars vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar á síðasta ári og þeirra aðgerða sem við höfum gripið til. Þannig að við erum bara að skoða stöðuna eins og birtist okkur núna og koma þá með einhverjar skynsamar tillögur til fjárlaganefndar,“ segir Sigurður Ingi. Hann segist eiga von á því að ríkisstjórn komi með tillögur bæði til fjárlaganefndar og frekari upplýsingar síðar í dag þar sem ekki sé nema vika eftir af starfsáætlun þingsins. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Íslenska krónan Alþingi Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Sjá meira
Þetta sagði Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu að loknum aukaríkisstjórnarfundi í morgun. Tilefni fundarins var staðan í efnahagsmálum hér á landi í aðdraganda síðari umræðu ríkisfjármálaáætlunar á Alþingi. Fjárlaganefnd er nú með fjármálaáætlun til umfjöllunar og farið að styttast í þinglok. Sigurður Ingi segir að ríkisstjórnin hafi verið að skoða stöðuna og fá uppfærðar áætlanir, þar á meðal tekjuáætlanir. „Við höfum verið að greina stöðuna og koma með skynsamlegar tillögur byggðar á þeim.“ Áttu von á því að almenningur muni finna vel fyrir þessum aðgerðum sem hafa verið ræddar hér? „Það mun koma í ljós hvernig það verður. En við erum á býsna góðum stað í samfélaginu fyrir utan það að búa við of háa verðbólgu og þar af leiðandi of háa vexti. Það er gríðarleg þensla. Sjö prósent hagvöxtur á fyrstu þremur mánuðum ársins sem er fáheyrt. Kaupmáttur hefur haldist býsna vel hjá lægri hópunum, meðal annars vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar á síðasta ári og þeirra aðgerða sem við höfum gripið til. Þannig að við erum bara að skoða stöðuna eins og birtist okkur núna og koma þá með einhverjar skynsamar tillögur til fjárlaganefndar,“ segir Sigurður Ingi. Hann segist eiga von á því að ríkisstjórn komi með tillögur bæði til fjárlaganefndar og frekari upplýsingar síðar í dag þar sem ekki sé nema vika eftir af starfsáætlun þingsins. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Íslenska krónan Alþingi Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Sjá meira