Katrín fundaði með formönnum um yfirvofandi launahækkanir Atli Ísleifsson skrifar 5. júní 2023 09:27 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði í morgun með formönnum flokka á þingi þar sem yfirvofandi launahækkanir æðstu ráðamanna voru til umræðu. Þetta herma heimildir fréttastofu. Launahækkanir æðstu ráðmanna munu að óbreyttu taka gildi 1. júlí næstkomandi og nema þær allt frá 6 til 6,3 prósentum. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hafa gagnrýnt fyrirhugaða hækkun harðlega og hafa talað fyrir því að laun ráðamanna hækki um krónutölu líkt og samið var um á almennum markaði. Þannig hafi verið bent á að ekkert þak sé á launahækkuninni líkt og samið var um hjá öðrum í haust þegar laun hækkuðu almennt ekki meira en um 66 þúsund krónur. Launahækkunin nemur 6 til 6,3 prósent samkvæmt fyrirkomulagi sem komið var á í kjölfar þess að umdeilt kjararáð var lagt niður árið 2019. Laun forsætisráðherra munu þannig hækka um 156 þúsund krónur, aðrir ráðherra fá um 141 þúsund króna hækkun og seðlabankastjóri um 130 þúsund króna hækkun. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði fyrir helgi að til greina kæmi að víkja frá fyrirhuguðum launahækkunum með einhverjum hætti. Sagði hann að á Alþingi væri ágætis samhljómur um að hækkun launa myndi taka breytingum með hliðsjón af samningum hjá opinberum starfsmönnum. Þá sagði hann að erfitt væri að sjá fyrir sér fyrirkomulag sem nokkur sátt gæti verið um fyrir laun æðstu embættismanna ríkisins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, ræddi við fréttamann að loknum fundi. Hún vildi þó lítið gefa uppi um það sem kom fram á fundinum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Útilokar ekki breytingar á fyrirhuguðum launahækkunum Það kemur til greina að víkja frá fyrirhuguðum launahækkunum æðstu ráðamanna landsins með einhverjum hætti. 31. maí 2023 06:29 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
Þetta herma heimildir fréttastofu. Launahækkanir æðstu ráðmanna munu að óbreyttu taka gildi 1. júlí næstkomandi og nema þær allt frá 6 til 6,3 prósentum. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hafa gagnrýnt fyrirhugaða hækkun harðlega og hafa talað fyrir því að laun ráðamanna hækki um krónutölu líkt og samið var um á almennum markaði. Þannig hafi verið bent á að ekkert þak sé á launahækkuninni líkt og samið var um hjá öðrum í haust þegar laun hækkuðu almennt ekki meira en um 66 þúsund krónur. Launahækkunin nemur 6 til 6,3 prósent samkvæmt fyrirkomulagi sem komið var á í kjölfar þess að umdeilt kjararáð var lagt niður árið 2019. Laun forsætisráðherra munu þannig hækka um 156 þúsund krónur, aðrir ráðherra fá um 141 þúsund króna hækkun og seðlabankastjóri um 130 þúsund króna hækkun. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði fyrir helgi að til greina kæmi að víkja frá fyrirhuguðum launahækkunum með einhverjum hætti. Sagði hann að á Alþingi væri ágætis samhljómur um að hækkun launa myndi taka breytingum með hliðsjón af samningum hjá opinberum starfsmönnum. Þá sagði hann að erfitt væri að sjá fyrir sér fyrirkomulag sem nokkur sátt gæti verið um fyrir laun æðstu embættismanna ríkisins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, ræddi við fréttamann að loknum fundi. Hún vildi þó lítið gefa uppi um það sem kom fram á fundinum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Útilokar ekki breytingar á fyrirhuguðum launahækkunum Það kemur til greina að víkja frá fyrirhuguðum launahækkunum æðstu ráðamanna landsins með einhverjum hætti. 31. maí 2023 06:29 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
Útilokar ekki breytingar á fyrirhuguðum launahækkunum Það kemur til greina að víkja frá fyrirhuguðum launahækkunum æðstu ráðamanna landsins með einhverjum hætti. 31. maí 2023 06:29